Fréttablaðið - 01.08.2009, Side 40
24 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Sundfélaginu Ægi
stóð heldur betur fyrir sínu á Heimsmeistaramótinu í sundi
í Róm á Ítalíu en hann gerði sér lítið fyrir og setti Íslands-
met í öllum þremur keppnisgreinum sínum í mótinu. Jakob
Jóhann, sem fyrir átti sjálfur öll metin, byrjaði á því að slá
metið í 100 metra bringusundi um tæpa sekúndu. Þá bætti
hann metið í 50 metra bringusundi og svo kórónaði hann allt
með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra bringusundi um
rúmar tvær sekúndur.
„Ég er bara nokkuð sáttur með þetta og átti svo
sem alveg von á því að bæta mig. Ég undirbjó
mig aðeins öðruvísi fyrir þetta mót heldur en ég
hef gert áður. Ég var með aðeins aðrar áherslur í
sundinu sjálfu og líka bara á hugsunarháttinn. Ég
lærði að slaka betur á gagnvart sundinu og ekki
vera að stressa mig of mikið á hlutunum. Ég
tók líka mataræðið í gegn hjá mér og passaði
mig á því að borða mikið meira en ég er vanur
að gera, bæði í undirbúningnum fyrir mótið og
meðan á mótinu stóð. Ég lenti nefnilega í því fyrir Ólympíuleik-
ana að léttast um fimm kíló og það hafði eðlilega ekki góð áhrif
á mig þá,“ segir Jakob Jóhann.
Jakob Jóhann nýtti sér jafnframt nýjustu tækni í sundfatnaði á
mótinu og efast ekki um að það hafi skilað sínu.
„Ég er í buxum niður á ökkla en ekki heilgalla eins og sumir
það munar verulega um þetta. Heilgallinn verður sem sagt bann-
aður á næsta ári og þá má aðeins vera í buxum niður að hnjám.
Það er eitthvað efni í þessum göllum sem á að gefa
manni meira flot og þetta hefur eitthvað að segja og
enn meira ef þú ert í heilgalla því þá færðu betra flot
á allan líkamann. Ég ætla samt bara að halda mínu
striki og er sannfærður um að ég geti náð enn betri
tímum á næsta ári, hvort sem ég verð í þessum
buxum eða ekki. Við þjálfarinn minn eigum annars
eftir að fara betur yfir hlutina því hann kvaðst hafa
séð hitt og þetta sem mætti laga hjá mér. Næst
á dagskrá hjá okkur er því bara að fara að vinna í
þeim hlutum,“ segir Jakob Jóhann ákveðinn.
JAKOB JÓHANN SVEINSSON: SETTI ÍSLANDSMET Í ÖLLUM ÞREMUR KEPPNISGREINUM SÍNUM Á HM Í RÓM
Mikið sem má laga til þess að ná enn betri tímum
FÓTBOLTI Mikil sorg ríkir á Eng-
landi og víðar eftir að í gær var
tilkynnt að goðsögnin Sir Bobby
Robson væri látinn en þessi fyrr-
um landsliðsþjálfari Englands
var með virtustu og viðkunnaleg-
ustu mönnum í fótboltaheiminum.
Robson dó eftir harða 15 ára
baráttu við krabbamein en hann
var 76 ára gamall. Ásamt því að
þjálfa enska landsliðið var Rob-
son einnig um tíma knattspyrnu-
stjóri hjá Ipswich, Newcastle,
Porto, Barcelona og PSV. - óþ
Bobby Robson fallinn frá:
Sorg í Bretlandi
GOÐSÖGN Bobby Robson NORDIC PHOTOS
> Markvarðaskipti hjá KR og Lilleström
KR og norska félagið Lilleström hafa náð samkomulagi
um leikmannaskipti á markvörðunum Stefáni Loga
Magnússyni og Andre Hansen en aðeins er þó um
leigusamning að ræða út yfirstandi tímabil. „Þetta hentar
bara öllum aðilum mjög vel og við í KR og
Stefán Logi erum mjög ánægðir með þessa
niðurstöðu. Við sjáum svo bara til hvað
gerist í haust,“ segir Kristinn Kjærne-
sted, formaður knattspyrnudeildar KR.
Stefán Logi leikur með KR gegn Val í
bikarnum og svo seinni leikinn gegn
Basel í Evrópudeild UEFA og eftir það
berjast Hansen og Atli Jónasson svo
um byrjunarliðsstöðuna fyrir leikinn
gegn FH í Pepsi-deildinni.
FÓTBOLTI Það verður brotið blað
í sögu íslenska fótboltans þegar
Valur og KR mætast í VISA-bik-
arnum um verslunarmannahelg-
ina. Aldrei áður hefur verið spilað
um þessa mestu ferðahelgi ársins
en miðað við deildarleik liðanna á
dögunum sem var stórbrotinn sjö
marka skemmtun má búast við að
margir knattspyrnuáhugamenn
gerist innipúkar og mæti á Voda-
fone-völlinn.
Atli Eðvaldsson stýrði Val til
sigurs á KR í fyrsta deildarleikn-
um undir hans stjórn og viðhélt
þeirri tölfræði að hafa aldrei
tapað með Val á móti erkifjend-
unum úr vesturbænum. Það hefur
lítið gengið hjá Valsliðinu síðan (1
stig í 3 leikjum) á sama tíma og
KR-ingar hafa staðið sig vel bæði
á heimavígstöðunum sem og í Evr-
ópukeppninni.
KR-ingar eru núverandi
bikarmeistarar og þurfa
þeir að brjótast í gegn-
um ákveðinn múr ætli
þeir sér að komast lengra.
Titilvörn bikarmeistar-
anna hefur ekki gengið
vel undanfarin sjö ár og
vinni KR-ingar á Vals-
vellinum á sunnu-
daginn geta þeir
orðið fyrstu bikar-
meistararnir frá
2002 til þess að komast í
undanúrslit bikarkeppn-
innar árið eftir.
Fylkismenn voru síð-
ustu bikarmeistararn-
ir sem vörðu titilinn en
Fylkir vann bikarinn
2001 og 2002. Síðan þá
hafa bikarmeistarar
lengst komist í átta
liða úrslit og KR-
ingar eru meira að
segja aðeins þriðju
bikarmeistararnir á
þessum sjö árum
sem komast
í gegnum
sextán liða
úrslitin.
KR-ingar
er u komnir
lengra en
í síð-
ustu titilvörn sinni í bikarnum en
þeir féllu út úr 16 liða úrslitunum
árið 2000 en fimm árum áður tókst
þeim þó að fara alla leið og vinna
bikarinn annað árið í röð.
Keflavík, Fram og Breiðablik
hafa þegar tryggt sér sæti í und-
anúrslitum VISA-bikarsins sem
verða spiluð á Laugardalsvellinum
12. og 13. september. Úrslitaleik-
urinn fer síðan fram 3. október.
- óój
Valur og KR mætast á Vodafone-vellinum í átta liða úrslitum VISA-bikars karla um verslunarmannahelgina:
Buðu síðast upp á sjö marka skemmtun
SKORAR OG
SKORAR
Miðvörðurinn
Grétar Sigfinnur
Sigurðarson er
búinn að skora í
þremur leikjum
í röð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARN-
ÞÓR
TITILVÖRN BIKAR-
MEISTARA SÍÐUSTU ÁR
(Liðið sem sló þá út er innan sviga)
Fylkir 2003 16 liða úrslit (KA)
ÍA 2004 32 liða úrslit (HK)
Keflavík 2005 16 liða úrslit (HK)
Valur 2006 8 liða úrslit (Víkingur)
Keflavík 2007 8 liða úrslit (Breiðablik)
FH 2008 16 liða úrslit (Keflavík)
KR 2009 ???