Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 3
SAMVINNAN
4. hefti APRIL 1944 XXXVIII. árg.
JÓNAS JÓNSSON:
Andstaðan gegn samvinnustefnunni
Samvinnumenn hafa, frá því að starfsemi þeirra
hófst hér á landi, mætt margskonar andstöðu. í fyrstu
voru dönsku kaupmennirnir og selstöðuverzlanirnar
öflugastar í mótstöðu. Danir þóttust eiga ísland og
íslendinga, en alveg sérstaklega verzlunargróðann í
landinu. Síðan komu íslenzkir kaupmenn til sögunnar.
Þeir háðu í fyrstu tvíhliða baráttu. Annars vegar hlið-
stætt kaupfélögum við að gera verzlunina innlenda,
með því að láta útlendu verzlanirnar verða undir í
samkeppninni. En jafnframt þessu snerist íslenzka
kaupmannastéttin oft harkalega móti kaupfélögum.
En þau vörðust eftir föngum, bæði gegn útlendum og
innlendum keppinautum, og hafa stöðugt fært út
veldi sitt, síðan starfsemi þeirra hófst eftir 1880.
Kaupfélögin íslenzku áttu lengi vel þriðja and-
stæðinginn og hann mjög áhrifamikinn. Það voru
valda- og meiriháttar fjáraflamenn landsins. Kaup-
félag Þingeyinga taldi sýslumanninn, Benedikt
Sveinsson, meiri vin Þórðar Guðjohnsen heldur en
leiðtoga samvinnusamtakanna í héraðinu, og var
Benedikt þó mikið hæfari og þjóðhollari heldur en
flestir embættismenn, sem honum voru samtíða. Það er
að vísu sögulega rangt, sem ýmsir kommúnistar hafa
haldið fram, að það hafi verið blásnauðir öreigar í
bændastétt, sem stofnsettu hin fyrstu kaupfélög á
íslandi. Það voru þvert á móti andlega og efna-
lega vel sjálfstæðir menn, sem gengust fyrir sam-
tökum og brutu á bak aftur vald erlendu selstöðuverzl-
ananna. Ein af ástæðum til þess, að Þingeyingum lán-
aðist svo vel verzlunarsamtök sín, var sú, að þar var
efnahagur bænda tiltölulega jafn. Einar Ásmundsson
í Nesi, Tryggvi Gunnarsson á Hallgeirsstöðum, Jón
Sigurðsson á Gautlöndum, Sigurður Jónsson í Yzta-
felli og Benedikt Kristj ánsson í Múla, til að nefna fá-
ein dæmi, voru allt gildir bændur, og sumir mjög vel
efnaðir. En ríkasti bóndinn í sýslunni, Sigurjón á Laxa-
r íýri, var ekki í tölu þeirra, sem stofnsettu kaupfélagið
á Húsavík, heldur fylgdi hann í verzlunarmálum fast
dönsku verzluninni á Húsavík, eins og sýslumaðurinn
Benedikt Sveinsson á Héðinshöfða. Víðast hvar á land-
inu var reynslan hin sama og hér er á drepið. Þeir
menn, sem þóttust gildir af auðlegð eða mannvirðing-
um, voru samkeppnismenn og voru með útlendum og
innlendum kaupmönnum móti samvinnuhreyfingunni,
meðan þeim þótti sú leið viðunanlega fær.
Sú mótstaða, sem kaupfélögin mættu frá þessum
þrem aðilum, var margháttuð. Sums staðar áttu sam-
vinnumenn erfitt með að fá húsgrunn undir bygging-
ar sínar. Þeim var torveldað að nota bryggjur eða
bryggjustæði. Þeir áttu lengi vel ekki aðgang að skipt-
um við innlenda banka eða lánsstofnanir. Það var
leitazt við að íþyngja félögunum með ranglátum út-
svörum. Að síðustu áttu kaupfélagsmenn erfitt með að
birta greinar og ritgerðir til varnar málstað sínum,
fyrir auglýsingavaldi andstæðinganna yfir blöðum
landsins. Var ekki ráðin bót á þessu fyrr en samvinnu-
menn eignuðust sitt eigið tímarit og síðar fjöllesin
blöð. Af og til gerðust áhrifamiklir samkeppnismenn
til að rita fræðilega eða í árásarhug móti samvinnu-
stefnunni. Einar Benediktsson skáld átti í nokkrum
útistöðum um verzlunarmálin við Benedikt Jónsson á
Auðnum og Pétur Jónsson á Gautlöndum um síðustu
aldamót. Miklu frægari var þó árás Björns Kristjáns-
sonar á Sambandið 1922, þegar hann gaf út ritling
sinn: „Verzlunarólagið".
En um alla þessa mótstöðu var það sameiginlegt, að
þar var gengið framan að samvinnufélögunum. And-
stæðingar kaupfélaganna fylktu liði og sóttu að sam-
vinnuhreyfingunni fyrir opnum tjöldum. Barátta
samvinnumanna við erlenda og innlenda kaupmenn
og þeirra fylgilið var eins og hver önnur orusta milli
tveggja herflokka, sem sækja fram undir opinberum
stríðsmerkjum. Fram yfir 1930 eru þess engin dæmi,
að andstæðingar íslenzkrar samvinnu hafi dulbúið sig,
103