Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Side 17

Samvinnan - 01.04.1944, Side 17
4. HEFTI SAMVINNAN czrn,OyP ac^ Ánægðasti maðurinn, sem eg hefi kynnzt eftir LOUIS BROMFIELD. Ánægðasti maðurinn, sem ég hef nokkru sinni kynnzt, var miðaldra verkamaður franskur, Bosquet að nafni. Um 15 ára skeið vorum við næstu nágrann- ar í útjaðri Parísarborgar. Bosquet átti hús og eitt- hvað þrjár dagsláttur af landi, og ég átti ofurlítið býli. Bosquet var faglærður vélsmiður, og laun hans voru um það bil helmingur þess, sem gengur og ger- ist í Ameríku. Hann fór til vinnu sinnar í verksmiðju- bæ í grendinni og heim aftur í átta ára gömlu bíl- trogi, sem hann var alltaf að gera við. Fyrir engan mun hefði hann fengist til að búa í verkamannabú- stöðunum, ekki einu sinni í fyrirmyndar hverfun- um í útborgum Parísar. Þeir væru handa hinum úr- ræðalausu, sagði hann. Hann vildi eiga dálítinn blett sjálfur. Hann vildi „eiga rætur í gróðurmoldinni.“ Á þessum þremur dagsláttum framleiddi Bosquet að heita mátti öll matvæli, sem fjölskylda hans þurfti með. Hann ræktaði alls konar grænmeti, — meira að segja melónur, sem eru rúmfrekar og því óhaganlegar. En Bosquet þótti melónur góðar og langaði til að veita sér þær, án þess að kaupa þær dýrum dómum fyrir stritlaun sín. Hann ræktaði líka perur, plómur, margar eplategundir og mest megnis á dvergtrjám, sem báru geysiríkulegan ávöxt. Meðfram götunum stóðu jarð- arberjaraðir og þar var m. a. stórt spergilbeð. Bosquet hafði 20 varphænur, kapúnhana til átu, 10—20 endur og fullan kofa af sílspikuðum belgisk- um hérum. Hann átti grís, sem lifði aðallega á græn- metisúrgangi, og tvær geitur, sem lifðu allt árið á snöpum meðfram veginum. Hann keypti ekki einu sinni eldsneyti, því að hann átti heima hjá skógi, sem var ríkiseign, en samkvæmt ævafornum frönskum lögum má almenningur hirða sprek, sem liggja í skóginum. Þess vegna fór Bosquet úr erlendum og innlendum greinum um félagsmál og stjórnmál, vísindi og tœkni, atburði og einstaklinga. út í skóg þrisvar á ári með konu sína og börnin þrjú til að safna brenni. Að kvöldi kom hann heim með heilt vagnhlass af eldivið. Börnin höfðu hina mestu ánægju af þessum leiðangrum, þau sáu dádýr og villi- svín, klifruðu upp í tré og busluðu í tjörnunum. í öðrum enda garðsins hafði Bosquet byggt sér hið prýðilegast sumarhús, þakið vínviði og öðrum vafn- ingsjurtum. Þar sat hann oft með kunningjum sínum í rökkrinu á kyrrlátum sumarkvöldum, drakk vín og spjallaði um stjómmál. Stundum heyrðum við þá syngja alla í kór, en Bosquet spilaði undir á gítar. í Frakklandi komu tvívegis alllangvarandi kreppu- tímar, er gengu mjög nærri flestu miðstéttarfólki. En það kom ekki hart niður á Bosquet, þótt atvinna brygðist um hríð, því að hann hafði komizt eins langt í því að tryggja afkomu sína og nokkrum manni er yfirleitt unnt. Hann hafði alltaf nóg að borða af land- spildunni sinni. Fjölskyldan gat alltaf veitt sér nægan hita með ókeypis eldivið. Hann átti í raun og veru allt, sem hann hafði undir höndum, og hann átti fáeina franka í pokahominu. Meðan hann var atvinnulaus, vann hann sér dálítið inn með því að gera handarvik fyrir nágrannana. Bosquete þurfti ekkert á matgjöfum atvinnubóta- vinnu eða slíku að halda. Hann var sjálfstæður borgari, fastur í sessi. Hann sá sjálfur fyrir sér og fjölskyldu sinni. Hann var upp á engan kominn. Einhver kynni að segja sem svo, að Bosquet væri undantekning, sem ekki skipti neinu máli, en sú staðhæfing er gersamlega röng. í Frakklandi var Bosquet engin undantekning, — hann var eins og gengur og gerist þar í landi. Hann var geysilega þýð- 117

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.