Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 5
4. HEFTI
SAMVINNAN
Haustið 1942, að afstöðnum tvennum þingkosning-
um, þóttust kommúnistar hafa eflzt svo að liðsmönn-
um, að óhætt væri að sýna alþjóð manna, hvert væri
hið raunverulega viðhorf þeirra til samvinnustefn-
unnar. Á flokksþingi sínu þetta haust gaf kommún-
istaflokkurinn út yfirlýsingu, sem jafngilti því, að
samvinnufélögunum væri sagt stríð á hendur. Kom-
múnistar lýstu yfir í skjali þessu, að þeir vildu vinna
að þvi, að hverju kaupfélagi yrði skipt í þrjú fyrirtæki
eftir atvinnu félagsmanna. Sambandið átti að hljóta
sömu örlög. Ef þessi ráðagerð kæmist í framkvæmd,
er það sama og að veita kaupfélögunum banasár.
Kaupfélögin yrðu smáfyrirtæki, fámenn, vanrækt,
keppandi innbyrðis, með stórlega auknum reksturs-
kostnaði. Engum gat komið til hugar að gera jafn
fjarstæða tillögu, nema mönnum, sem voru ókunnir
starfsháttum félaganna og fúsir til að vinna þeim
tjón. Aldrei fyr hafði stjórnmálaflokkur gert sam-
þykkt um, að hann vildi vinna kaupfélögum tjón og
tilgreint, að hann vildi skaða félagsskapinn með því
að grafa sundur skipulag hans innan frá. Þessu tak-
marki var ekki hægt að ná nema á tvennan hátt:
annaðhvort með því, að löggjafarvaldið fyrirskipaði
upplausn kaupfélaganna þannig, að í sama félagi væri
aðeins ein stétt manna, eða þá með hinni aðferðinni,
að sundra hverju félagi í smádeildir með innanfélags
undirróðri.
Á næsta Sambandsfundi, sem haldinn var að Hól-
um í Hjaltadal sumarið 1943, átti kommúnistaflokk-
urinn tvo fulltrúa frá Kron í Reykjavík. Báru þeir
fram nokkrar tillögur í þá átt, sem samþykkt kom-
múnistaflokksins greindi frá. Þessir tveir fulltrúar
fengu mjög slæma útreið á Hólafundinum. Urðu
margir ræðumenn til að hrekja þá en fáir til að leggja
þeim lið. Þótti fundarmönnum einsætt, að í fyrsta
skiptið væri rétt að eyða nokkrum tíma til þess að
láta kommúnista vita, að flokkur þeirra ætti fyrir
höndum nokkuð erfiða vegferð, áður en íslenzku
kaupfélögin hefðu verið lögð að velli. Þessar umræður
á Hólafundinum voru töluverð nýjung fyrir marga
fulltrúa sambandsfundar, sem ekki höfðu kynnst
kommúnistum, nema af afspurn, og úr útvarpsfrétt-
um. Varð mörgum fulltrúum fullljóst á þessum fundi,
að hér var um að ræða gersamlega óíslenzka upp-
lausnarhreyfingu, sem byggði starf sitt á grundvelli,
sem var þjóðinni framandi. Allar tillögur kommún-
istanna á Hólafundinum voru kveðnar niður. En þó
voru stundum nokkrir fulltrúar, sem sátu hjá, af því
að þeim var ekki nógu ljóst, hver fjarstæða var hér á
ferðum. Þegar heim kom mikluðu kommúnistar fyrir
sér og sínum í blaðagreinum, að þeir hefðu átt „vara-
lið“ í þessum mönnum, og mundi verða til þess grip-
ið á næstu fundum í því skyni að auka með þeim
hætti upplausnarstarfsemi í félögunum. Ég lýsti all-
ýtarlega,' bæði í blöðum og tímaritum, árás kommún-
ista á Hólafundinum. Þóttust kommúnistar eiga mér
grátt að gjalda bæði frá þessum skiptum og skýring-
um mínum á framferði þeirra endranær. Hafa ein-
stakar flokksdeildir kommúnista samþykkt vantraust
á hendur mér fyrir mótstöðu gegn flokkslegum of-
sóknum þeirra gagnvart samvinnufélögunum. Á að-
alfundi í Kron bjargaðist slík tillaga nú nýverið með
þriggja atkvæða meirihluta.
Þó að vantraust kommúnista á hendur ritstjóra
Samvinnunnar sé bæði lítið greindarlegt og þýðingar-
laust tiltæki, þá sýnir þessi viðleitni vinnubrögð kom-
múnista. Allir einræðisflokkar leitast við að beita of-
beldi í stað röksemda gegn andstæðingum. Hver, sem
er ritstjóri Samvinnunnar, hlýtur að beita af alefli
fyllstu rökum gegn hverri árás andstæðinganna, sem
miðar að því að sundra og eyðileggja kaupfélagsstarf-
semina í landinu. Þegar landsmálaflokkur lýsir yfir
þeirri ætlun sinni, að hefja innanfélagsófrið með
fimmtu herdeildar aðferðum í hverju einasta sam-
vinnufélagi landsins, verður baráttan hörðust milli
þeirra, sem standa að blöðum og tímaritum sam-
vinnufélaganna og árásarliðsins. Sókn kommúnista á
hendur mér fyrir varnargreinar mínar vegna sam-
vinnufélaganna, er þess vegna fyrir mig hinn lofleg-
asti vitnisburður. Stjórn sambandsins hefur ákveðið
að stækka tímarit kaupfélaganna svo mjög, að það
verði stærst, fjöllesnast og áhrifamest af öllum ís-
lenzkum tímaritum, einmitt eftir að kommúnistar
hófu sundrungarstarfsemi sína. Þegar þar við bætist,
að stjórn Sís hefur lagt áherzlu á, að ég ritaði um
samvinnumál, ekki aðeins í þetta tímarit, heldur víð-
ar, þá er auðskilið, að kommúnistum þykir henta betur
sínum vinnubrögðum að sýna nokkur merki um
gremju og minnimáttarkennd, en gefast upp í bar-
áttu með röksemdum.
Nokkrum vikum eftir að fulltrúar kommúnista
höfðu farið bónleiðir til búða á Hólafundinum, kom
Alþingi saman haustið 1943. Kommúnistar hófu þegar
í þingbyrjun ákafar árásir á bændur og samvinnufé-
lögin, og stóð sú hríð til þingloka. Skömmu fyrir jól
var auðséð, að hér var um að ræða skipulagða herferð
í því skyni að undirbúa eyðingu íslenzkra byggða.
Skulu nú nefnd nokkur dæmi, og síðan látin fylgja
sérstök skilríki úr skjölum þingsins til að sýna hversu
mikil fjölbreytni var í hinum fávíslegu tillögum kom-
múnistanna um málefni samvinnumanna. Brynjólfur
Bjarnason hóf árásina með frumvarpi á þingskjali 52,
þar sem ríkisstjórninni var bannað að verja fé úr rík-
issjóði til að lækka einstakar neyzluvörur (mjólk og
105