Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Side 27

Samvinnan - 01.04.1944, Side 27
4. HEFTI SAMVINNAN Milli fjalls og fjöru Bókagerð þjóðarútgáfunar er nú að komast í fast horf. Þegar ég kom í menntamálaráð fyrir 10 ár- um, hafði útgáfan stöðvazt af stefnuleysi og féleysi. Mennta- málaráð hafði gefið út hinar og þessar bækur, sumar góðar en aðr- ar léttvægar, og sett þær á bóka- markaðinn, eins og aðrir forleggj- arar. Fyrirtækið hafði á þeim tíma alla ágalla ríkisrekstrar, sem ekki gengur vel. Útgáfan átti talsverðan forða af bókum, en skuldaði Gutenberg 25 þús kr. Þar sem ég hafði borið fram frv. um stofnun menningarsjóðs, þóttist ég hafa nokkra ábyrgð á fyrirtæk- inu. Vann ég þess vegna með sam- verkamönnum mínum að því að rétta fyrirtækið við, greiða prent- smiðjuskuldina og koma á nýju skipulagi. Sú viðleitni tók nokk- ur ár. * Menntamálaráð komst að þeirri niðurstöðu, ekki sízt eftir bending- um Steingríms Guðmundssonar prentsmiðjustjóra, að það gæti ekki með góðum árangri rekið venju- lega forlagsstarfsemi í keppni við einstaka bókaútgefendur. í stað þess væri leiðin sú, að þjóðarút- gáfan hefði fasta áskrifendur að tilteknum fjölda ársbóka. Nú kom röðin að Þjóðvinafélaginu. Það var næst á eftir Bókmenntafélaginu elzta útgáfufyrirtæki landsins og stofnsett til eflingar pólitískri starfsemi Jóns Sigurðssonar. Það þótti sýnt, að útgáfa mennta- málaráðs gæti lamað starfsemi Þjóðvinafélagsins með ríkisefldri samkeppni. Var nú tekið að vinna að samstarfi þessara fyrirtækja, um þjóðnýta bókagerð. Tók það alllangan tíma, og urðu ýmsir til að hindra að samstarf tækist. Samkomulag náðist að lokum, og áttu nú tvær þingkosnar 5 manna nefndir að annast útgáfuna. Síðan var byrjað að safna áskrifendum og miðað við 10 kr. ársgjald. Varð fyrirtækið þegar í stað hið vin- sælasta og urðu fastir kaupendur að bókum þjóðarútgáfunnar yfir 12 þúsund og hefur heldur fjölg- að síðan. Mun slíkur kaupenda- fjöldi einstakur í sinni röð, hvar sem leitað er í menningarlönd- um, ef miðað er við tölu heimila í landinu. * Útgáfustjórninni var kunnugt um, að síðan í fyrri heimsstyrjöld- inni hafði sjálfstæðum bókasöfn- um stórlega fækkað í landinu. Var mikill fjöldi heimila, þar sem ekki var um að ræða nokkra bókaeign. Úr þessu þurfti að bæta, ef þess var nokkur kostur. Útgáfustjórnin afréð að gefa út við hlið Andvara og Almanaksins þýðingar erlendra úrvalsrita. En brátt kom í ljós, að nálega var ókleift að velja erlend- ar bækur, sem hentuðu hinum mikla kaupendafjölda, með breyti- legum smekk. Reynslan sýndi, að þjóðarútgáfan átti að leggja megin stund á þjóðleg, íslenzk fræði, al- veg sérstaklega að koma úrvals- bókmenntum frá öllum tímum íslandsbyggðar inn í sem allra flest heimili á landinu. íslendinga- sögur komu nú mjög til greina, en þar var fornritaútgáfan að starfi, með vinsæla en ekki fjölkeypta fræðilega útgáfu. Menntamálaráð vildi ekki hefja óeðlilega sam- keppni við fornritaútgáfuna, og var leitað samkomulags um sam- starf í því efni. Formaður forn- ritaútgáfunnar, Jón Ásbjörnsson, tók vel á öllum skynsamlegum uppástungum um samstarf. En þegar til kom, var samstarfið þó ekki framkvæmanlegt. Nú má kalla, að útgáfuskipulag menntamálaráðs og Þjóðvinafé- lagsins sé komið í fast horf. Hafa nú verið ákveðnar bækur bæði fyrir yfirstandandi ár og að nokkru leyti fyrir 1945. Andvari og Almanakið eru fastar bækur, ó- hreyfðar að ytra formi frá tím- um Jóns Sigurðssonar. Þá kemur bindi af íslendingasögum, í sama formi og Njála. Eru þar í útgáfu- stjórn Guðni Jónsson, Þorkell Jó- hannesson og Vilhjálmur Þ. Gísla- son. Er ætlazt til að útgáfu eigin- legra íslendingasagna geti verið lokið á 10 árum, og er Njála fyrsta ársbókin fyrir 1943. Þá kemur næst úrval íslenzkra bókmennta frá síðari öldum. Hafa þar komið tvær ársbækur, úrval úr skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og Bólu- Hjálmars, með stuttri ævisögu. í ár kemur úrval af ljóðum Hann- esar Hafsteins með formála eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Næstu tvö ár er ráðgert að gefa út á sama hátt úrvalsljóð eftir Bjarna Thoraren- sen og Matthías Jochumsson. Þannig fylgir hvert stórskáldið öðru, og efnið jafnt ljóð, sögur og leikrit. Er þar af miklu að taka og má kalla, að efnið sé ótæmandi. Þar sem við þykir þurfa, geta kom- ið með tíð og tíma meira en ein úrvalsbók eftir sama höfund. Er þess full þörf um sum skáld, en ó- þarft um önnur. Þá er orðin föst regla, að áskrifendur þjóðarútgáf- unnar fá eitt bindi af erlendum úrvalsskáldsögum árlega. Var riðið á vaðið með eina af frægustu skáldsögum heimsbókmenntanna, Anna Karenina, í fjórum bindum. Magnús Ásgeirsson tók að sér að annast þýðinguna og leysti verk- ið vel af hendi, nema hvað vinnu- hraðinn var í minnsta lagi. Árið 1943 átti hann að skila þriðja bindi, og lofaði öllu fögru, en dró verkið á langinn, þar til undir jól það ár. Þá var allt ógert. Mennta- málaráð vildi ekki bregða tryggð 127

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.