Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 4. HEFTI var útflutningsverð saltaðra gæra kr. 3,14 kg. Er það verð hér látið gilda. Verður gæruverðið þá alls kr. 4.252.536. 4. Vll. Árið 1941, er sauðfé landsins talið 637.067. Sé ullin áætluð 1 kg. af hverfi kind og miðað við út- flutningsverð það ár, sem var um kr. 6,21 fyrir hvíta vorull, verður verðupphæð ullarinnar alls kr. 3.956.186. 5. Slátur. Ég reikna slátrin jafnmörg og ær með lömbum og verð hvers þeirra að jafnaði eins og iy2 kg. af kjöti. Verður þá sú yerðupphæð kr. 2.166.896. Afurðir af sauðfé alls kr. 37.563.408. II. Afurðir af geitum. 1. mjólk. í búnaðarskýrslunum 1941 eru geitur tald- ar 1568. Þar af áætla ég mylkar 1300 og meðal nyt- hæð 10 kg., hvert kg. 75 a. = kr. 156.000. 2. Aðrar afurðir áætla ég lauslega kr. 9.000. Afurðir af geitum cdls kr. 165.000. III. Nautgripir. 1. Mjólk. Árið 1941, eru kýr og kelfdar kvígur taldar 28.772. Sé meðal ársnyt talin 2400 kg. verður hún alls 69.052.800 kg. Hvert kg. reikna ég 64 aura og verð- upphæð mjólkurinnar alls kr. 44.193.792. 2. Nautakjöt. Sé árlega slátrað V14 af áðurnefnd- um kúafjölda verða það 2055 gripir. Rétt mun að gera ráð fyrir nokkrum vanhöldum. Ég dreg því frá 5%, verða þá eftir 1953 gripir. Kjöt af hverjum áætla ég 150 kg., alls 292.950 kg. Verðið miða ég við súpukjöt af nautgripum, eins og það var í Reykjavík haustið 1941 -= 20%. Verður það kr. 3,61 hvert kg. Kjötverðið alls kr. 1.057.549. Aldir kálfar voru, árið 1941, taldir 6144, Sennilegt virðist, að af þeim þurfi um 2400 til viðhalds kynstofn- inum; eru þá eftir 3744 kálfar. Sé afkoman svipuð, frá ári til árs, ætti árlega að vera slátrað geldneytum nálægt þessari tölu, líklega því nær eingöngu á aldr- inum 1—5 ára — örfáum eldri —. Kjötþunga þessara gripa geri ég að meðaltali 90 kg. Það verða 336.960 kg., hvert reiknað' 4 kr. = 1.347.840 kr. Loks eru kálfar, sem slátrað er nýlega bornum. Tölu þeirra áætla ég eins og tölu kúnna -h þá sem aldir eru = 22.628. Áætla ég hvern þeirra 25 kr., alls kr. 565.200. Nautgripakjötið alls að meðtöldu verði ung- kálfanna kr. 2.970.589. 3. Húðir, slátur og mör. Verðmæti þessara afurða er mikið, en þó erfitt að ákveða það, enda er sölu- verðið mjög í lausu lofti. Ég áætla það lauslega 65 kr. fyrir hvern grip (slátraðir ungkálfar ekki taldir). Alls kr. 370.305. Arður af nautgripum alls kr. 47.164.381. IV. Hross. Með stríðinu tók fyrir útflutning hrossa. Hins veg- ar hefir talsvert af hrossum verið selt innanlands til slátrunar. Glöggur maður, sem kunnugur er hrossa- eign og hrossasölu landsmanna hefir nýlega, í blaða- grein, talið að árlega mundu um 3000 hross, seld til slátrunar. En auk þess munu bændur slátra eigi svo fáum hrossum, fyrir heimili sín. Tel ég líklegt að þar megi bæta við fjórða þúsundinu. Ég geri ekki til- raun til að sundurliða sláturafurðirnar, en áætla hvert sláturhross — miðað við verðlag sams konar vara 1941 — kr. 300.00 = 4000 sláturhrcss kr. 1.200.000. V. Loðdýr. Síðustu árin hefur verið mikil loðskinnasala innan- lands. Hvaða fjárhæð sú sala hefur numið árið 1941, er mér ekki kunnugt. Tek því aðeins útflutningsverð það, er verzlunarskýrslurnar tilgreina, sem er kr. 600.000. VI. Alifuglar. 1. Hœnsni. Árið 1941 eru framtalin hænsni 67586. Þar af áætla ég varphænur 60800 og að eftir hverja hænu fáist, að meðaltali 6 kg. af eggjum. Alls 364.800 kg., hvert metið 9 kr. 3.283.200. 2. Andir töldust 1000. Þar áætla ég 850 varpandir. Arðinn af hverri varpönd eins og af varphænu. Verða það alls kr. 45.900. 3. Gœsir töldust 772. Hver karlfugl sinnir sjaldan nema örfáum kvenfuglum, mun því nægilegt að telja 500 varpgæsir. Gæsaeldi er ódýrt, þar sem nóg er land fyrir þær, en þær gefa mikið kjöt og dálítið fiður. Miðað við verðlag 1941, áætla ég arðinn 90 kr. fyrir hverja varpgæs. Alls kr. 45.000. Arður af alifuglum alls kr. 3.374.100. VII. Garðrœkt. 1. Kartöflur og rófur voru árið 1941, samkvæmt búnaðarskýrslunum 150.047 tunnur. Hverja tunnu reikna ég 60 kr. Verða alls kr. 9.002.820. 2. Grœnmeti. Því miður eru engar skýrslur til um ræktun grænmetis, en það er kunnugt, að ræktun þess hefur mikið aukizt á síðustu árum. Rabarbari er al- mennt ræktaður til heimilisnotkunar og auk þess seldur að miklum mun, og ýmsar fleiri grænmetisteg- undir eru víða ræktaðar. Ég tel eigi um of að meta þessa ræktun til jafns við rófurnar, einkum þegar þess er gætt, að rófnakálið mun mjög víða notað, bæði fyrir menn og skepnur. En verðmæti þess, til manneldis, er talið að slaga upp í rófurnar sjálfar. Ég áætla því verðmæti þessarar framleiðslu kr. 1.500.000. — Arður af garðyrkju alls kr. 10.502.820. 112

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.