Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Síða 25

Samvinnan - 01.04.1944, Síða 25
4. HEFTI SAMVINNAN uninn eftir var andlit hans blóðrisa og augun rauð og þrútin. Eftir að hann hafði hirt um hestana og borðað, fékk hún hann til að leggjast aftur út af. Hann sofnaði þegar, og Karólína sat kyrr, til þess að vekja hann ekki. Allt í einu varð hún vör við þrusk, sem læsti sig um allar taugar hennar. Hún stökk á fætur og sá á dyraþrepinu dökka iðandi kös, sem valt inn yfir þrösk- uldinn. Engispretturnar voru að flæða inn í kofann. Hundruð þúsunda af beinhörðum, þrístrendum haus- um með stórar glyrnur og hvössum, japlandi trjón- um ruddust inn eftir kofagólfinu. Hún þreif barnið, sveipaði svuntunni sinni utan um það og byrgði það í faðmi sínum. „Karl! Karl!“ æpti hún í ofsahræðslu, „dreptu þær!“ Dyrnar stóðu opnar fram að gilbarminum. Hún sá. að öll jörðin var sem iðandi kös, — gatan, gilið, bakk- inn og sléttan, — allt var morandi og skríðandi. Hún skellti hurðinni í lás, og það marraði viðbjóðslega í engisprettunum, sem urðu á milli. Nú var Karl vaknaður og réðst brátt til atlögu. Hann sópaði engisprettum af veggjunum og ofan úr rjáfrinu, tróð þær undir fótum, hristi þær úr rúm- fötunum og hreinsaði undan rúminu. Alla þá nótt og daginn eftir sóttu kvikindin á. Karl skauzt aðeins út til að líta eftir hestunum. „Til allrar guðs lukku eru þeir heilir á hófi,“ sagði hann. „Ég hlýt að geta fengið vinnu með hestana. Ég verð að vinna við járnbrautina um tíma. Við deyjum ekki ráðalaus. Okkur leggst eitthvað til.“ „Auðvitað leggst okkur eitthvað til nú eins og hingað til,“ sagði Karólína. Hún vissi vel, að honum var það þvert um geð að fara að vinna aftur við jámbrautina. f heilt ár hafði hann unnið á sjálfseign sinni og verið sjálfs sín herra. Seint um kvöldið varð allt í einu bjart á olíuborna pappírnum, sem var í rúðu stað í skjánum. Engi- spretturnar hurfu eins skyndilega og yfirnáttúrlega og þær voru komnar. Þær hurfu í norðvesturátt sem grisjótt ský, undir sól að sjá. Á grassléttunni sást ekki stingandi strá. Um kvöld- ið barzt moldryk þaðan með kvöldkulinu. Hið eina, sem engispretturnar höfðu ekki rifið í sig, var hey- klegginn með mýrgresinu frá árinu áður. Karl ók af stað morguninn eftir fyrir dögun áleiðis til næstu vinnustöðva á járnbrautinni, sem voru í 30 km fjarlægð. „Ef ég get fengið vinnu tafarlaust, verð ég kyrr,“ sagði hann við Karólínu. „Ég reyni þá að koma boðum til þín, ef ferð fellur, en þú skalt ekki undrast um mig, þó að ég komi ekki heim annað kvöld. Svenson, nágranni okkar, ætlar að líta til með þér.“ Hann tók yfir um hana og kyssti hana að skilnaði. Svo stökk hann upp í vagninn og ók af stað. Hún gerði sér ekki ljóst, hve kvíðin hún var í raun og veru fyrr en tveir dagar voru liðnir án þess, að Karl kæmi. Hún reyndi að telja um fyrir sjálfri sér, að auðvitað hefði Karl fengið vinnu, og nú gætu þau greitt eitthvað upp í skuldirnar, keypt nauðsynjar til vetrarins og útsæði til næsta árs. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að eyðileggingin á hveitiakr- inum hefði eiginlega ekki verið tap, því að þau hefðu ekki verið búin að skera upp. Þau hefðu ekki heldur átt nýja húsið eða léttivagninn með gæðingunum fyr- ir. Þetta höfðu allt verið draumsjónir. „Karl hefur fengið vinnu,“ hugsaði hún með sér. „Að ári fáum við okkur kú, og þá fær Karl litli Jó- hann mjólk.“ Eftir fimm daga kom Karl heim. Karólína sat með drenginn á brjósti, þegar hún heyrði vagninn stanza hjá hlöðunni. í skímunni af ljóskerinu sá hún, að hann var þreytu- legur og allur rykugur eftir langa dagleið, aleinn og bugaður, í steikjandi sólarhita og moldarmekki. „Þú hlýtur að vera steinuppgefinn," sagði hún blíð- lega. „Ég skal hjálpa þér að spenna hestana frá.“ „Ég fæ ekki vinnu. Það er hvergi hægt að fá vinnu.“ Hún tyllti sér á tá, og hann kyssti hana snöggum kossi og sneri sér svo undan til að spretta aktýgjun- um af. Karólína hraðaði sér heim, og þegar Karl kom inn, bullsauð á tekatlinum og jarðeplin voru soðin...... En það voru harðir drættir í svip mannsins og Karó- lína veitti því eftirtekt. „Og hann, sem er ekki nema 20 ára,“ hugsaði hún með sér. „Þeir segja upp mönnum á öllum vinnustöðum,“ sagði hann. Hún sá að hann kreppti brúna, veður- bitna hnefana. „Þeir eru hættir að láta vinna að brautinni. Allir eru að leita eftir atvinnu. Fólkið er sem óðast að flytja burtu úr kauptúnunum við braut- ina. Menn beiðast orðið ölmusu í verkamannaskýl- unum! Það eru menn, sem eiga fjölskyldu, ungbörn!“ Hún stillti sig og sagði með hægð: „Svo illa erum við ekki stödd. Við eigum hey handa hestunum, við eigum jarðepli og í vetur getur þú farið á veiðar.“ Hann rak hnefann í borðið: „Ég get ekki heldur farið á veiðar! Ég hef ekkert púður eða högl, og ég fæ ekkert lánað! Ég er ruddur." Karl þrýsti höndum að gagnaugunum: „Við verðum að sleppa landnáminu og fara héðan, — ef við getum. Það er hugsanlegt, að ég geti fengið vinnu, ef við komumst nógu langt austur eftir.“ Karólína var ekki á því. Hún vildi ekki gefast upp, ekki flytja úr kofanum sínum. „Því skyldir þú ekki reyna að fara austur í vetur,“ sagði hún. „Við get- um fengið frest á skuldunum, ef við höldum í býlið.“ „Hvernig ættum við að fara slíka óraleið og kom- ast heim aftur innan fimm mánaða?“ svaraði hann dapurlega. „Við yrðum að fará varlega með barnið, og við verðum að afla okkur lífsviðurværis. Óðar og við erum farin, kemur einhver og sölsar undir sig býlið, — svona ágætan stað og allt landið plægt.“ Honum hafði ekki einu sinni dottið í hug að fara austur, án þess að hafa hana með. „Það sölsar það enginn undir sig, meðan ég er heima,“ sagði hún hressilega. Þá skildist honum, hvað hún átti við. Hann leit snöggt í augu hennar. „Dettur þér í hug, Karólína, — þú ert ekki að hugsa um.......“ „Ég er allt að einu einmana, ef þú ert ekki heima, hvort þú vinnur við járnbrautina eða ferð austur, það kemur í sama stað niður.“ Hún reyndi að tala föst- um rómi og bætti við í flýti: „Það verður ekkert að mér. Svensonshjónin eru hér rétt hjá.“ Um nóttina hjöluðu þau lengi saman, og barnið 125

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.