Samvinnan - 01.04.1944, Side 6
SAMVINNAN
4. HEFTI
kjöt) með framlagi úr ríkissjóði, nema sérstaklega
væri veitt fé til þess. Ríkisstjórnin hafði haldið dýr-
tíðinni í skefjum með því að verja fé í ofangreindu
skyni, og hafði til þess heimild í dýrtíðarlögum frá
13. apríl vorið áður. Með tillögu sinni vildi Brynjólfur
torvelda stjórninni að halda dýrtíðinni í skefjum, og
láta landbúnaðarvörur hækka í verði í því skyni að
sala þeirra minnkaði. Þetta frv. þvældist lengi fyrir
þinginu og varð stöðugt til leiðinda og minnkunnar
öllum, sem við það voru riðnir.
Næst fluttu Áki Jakobsson og Sigurður Guðnason
frv. á þingskjali 60, um að svipta mjólkursölu og kjöt-
verðlagsnefndirnar ákvæðisvaldi um verðlag á þessum
neyzluvörum og leggja það undir viðskiptaráð. Þetta
varð að lögum.
Þriðju atrennuna gerðu Sigfús Sigurhjartarson og
Áki Jakobsson á þingskjali 77. Það var hið fræga
frumvarp þeirra félaga um að ræna bændur, sem selja
mjólk til kaupstaðanna, mjólkurstöðvum þeirra og
aðstöðu til sölu á framleiðsluvöru sínum. Var deilt um
þetta frv. meira en nokkurt annað mál í þinginu. Hér
skulu tilfærð nokkur atriði úr frv., þau sem bezt sýna
tilgang flutningsmanna. Svo segir í 1. gr.:
„í kaupstöðum og kauptúnum með yfir 1000 íbúa,
mega bæjarstjórnir eða hreppsnefndir annast sölu og
dreifingu neyzlumj ólkur, rjóma og skyrs, hver í sínu
umdæmi. Nú ákveður bæjarstjórn eða hreppsnefnd að
taka að sér sölu og dreifingu mjólkur og mjólkuraf-
urða, og er þá engum heimilt slíkt í því umdæmi“.
„Bæjarstjórn eða hreppsnefnd kýs 5 manna stjórn
mjólkursamsölu í umdæminu, og annast stjórn þessi
allan daglegan rekstur samsölunnar, ræður fram-
kvæmdastjóra og annað starfsfólk“.
í ákvæðinu um stundarsakir standa þessi orð:
„Nú ákveður bæjarstjórn eða hreppsnefnd, að hag-
nýta sér sérleýfisrétt sinn til sölu og dreifingar á
mjólk og mjólkurafurðum------— og tekur hún þá við
öllum eignum og réttindum, þ. á m. leiguréttindum
þeirrar mjólkursamsölu, sem starfandi kann að vera
í umdæminu, með skyldum, sem á þeim kunna að
hvíla, og án annars endurgjalds. Þau mjólkurbú, eða
þeir mjólkurframleiðendur, sem kunna að hafa lagt
fram stofnfé eða önnur peningaframlög til mjólkur-
samsölu eða mannvirkja gerðra þeirra vegna, skulu fá
það endurgreitt".
Borgarar landsins geta hér séð, hvað þeim er ætlað
í framtíðinni, ef kommúnistar ráða. Hér er gert ráð
fyrir að taka úr höndum bænda allan mjólkuriðnað,
mjólkursölu og dreifingu mjólkurafurða í nálega öllu
þéttbýli landsins. Bændur, sem framleiða fyrir inn-
lendan markað, eiga að vera réttlausir þrælar sam-
landa sinna í bæjunum. Nefnd óviðkomandi manna
tekur með ránshendi framleiðsluvöru bænda um leið
og hún nálgast sölustaðinn. Ákvæðin um stundarsakir
mæla svo fyrir, að taka megi húseignir og áhöld
mjólkurframleiðenda og öll réttindi þeirra, án þeirrar
verndar sem stjórnarskráin veitir. Kommúnistar álíta
sýnilega, að þeir geti sett stjórnarskrána úr gildi,
þó að lögbundin þingstjórn sé í landinu. Orðin „án
endurgjalds“ lúta að því, að kommúnistar ætla að slá
eign sinni, án greiðslu, á allar þær eignir í mjólkur-
stöðvum bænda, sem greiddar hafa verið með ein-
hverjum hluta mjólkurafurðanna. Skarpskyggni
flutningsmanna frv. kemur fram í því, að bóndi, sem
hefur lagt peninga, sem hann hefur fengið fyrir seld
hross eða sauðfjárafurðir, í mjólkurstöð, fær þá end-
urgreidda, en tapar þeim með öllu, ef um er að ræða
tekjur fyrir seldar mjólkurvörur, sem gengið hafa til
að reisa bygginguna. Öll sókn þeirra félaga í þessu
máli bar vott um óvenjulega grófan hugsunarhátt,
vöntun á mannlund og menningu. Fulltrúar framleið-
enda á þingi stöðvuðu að vísu þennan ófögnuð, en upp
úr þessari ofsókn kommúnista spratt ofsókn Gunnars
Thoroddsen, sem vikið verður að í öðru hefti þessa
tímarits. En frv. kommúnista á þingskjali 77 er merki-
legt að því leyti, að þar sýnir þessi flokkur, án undan-
bragða, viðhorf sitt til bændastéttarinnar. Þar er op-
inberlega stefnt að því að hrifsa af bændum eignir
þeirra, án endurgjalds, atvinnutæki þeirra, og svipta
þá umráðum og verðlagningarrétti á afurðum búa
þeirra.
Enn kom Áki Jakobsson fram á vígvöllinn ásamt
tveim af þingmönnum kaupstaðanna, Finni Jónssyni
og Sigurði Kristjánssyni, með ályktun á þingskjali
205, þar sem þess var krafizt, að fyrir lægi persónu-
leg kvittun frá hverjum bónda á landinu um sundur-
liðaða greinargerð fyrir öllum verðuppbótum úr rík-
issjóði fyrir árið 1942. Tilgangurinn með þessari á-
lyktun var sá að ná heimildum um dýrtíðaruppbót
einstakra bænda, til að geta fjölyrt um þær í mál-
gögnum upplausnarmanna. Auk þess kom fram í um-
ræðunum, að kommúnistar vildu ekki borga dýrtíðar-
uppbót nema til einyrkja. Ef bóndi hafði tvo ársmenn
vandalausa eða tvo uppkomna syni, átti aðeins að
verðbæta þriðjunginn af framleiðslunni, þ. e. fram-
leiðslu bóndans sjálfs, en ekki þann hluta búsafurð-
anna, sem telja mátti að til væri orðinn fyrir starf
hinna tveggja verkfæru mannanna á heimilinu. Ekki
töldu kommúnistar skipta máli, að allt kaupgjald í
landinu var fyrir tilverknað þeirra orðið mörgum
sinnum hærra heldur en við sambærileg störf í næstu
löndum. Bóndinn átti að fá að borga hæsta verka-
mannakaup til sinna starfsmanna, en ekki að fá upp-
bót á framleiðslu þeirra. Hugmynd Áka Jakobssonar
106