Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 9
4. HEFTI SAMVINNAN íslenzk matvæli njóta hjá neytendum innanlands og utan, er að langsamlega mestu leyti að þakka sam- vinnumönnum og engum meira en núverandi forráða- mönnum Sambandsins, sem sérstaklega urðu fyrir á- rás kommúnista og fylgifiska þeirra fyrir að selja ekki skemmdar vörur til neyzlu. Einn af áróðursmönnum kommúnista í Hafnar- firði varð var við, að hið skemmda kjöt var grafið á eyðistað sunnan við kaupstaðinn. Virðist hann hafa safnað nokkrum liðsafla og grafið upp nokkuð af hin- um ónýtu matvælum. Er þetta játað í greinargerð þeirra félaga, að kjötið hafi verið „sannprófað" til manneldis. Mátti kalla það sorglegan vott um frábært menningarleysi, að nokkrir afvegaleiddir menn fylgdu sið hýenanna í Suðurlöndum, grófu upp skemmdar matvörur, lögðu þær sér t.il munns og létu þingfull- trúa sína segja, algerlega blygðunarlaust, frá þessu athæfi á Alþingi. Dagblöðin öll í Reykjavík fylgdust að í þessu máli. Þjóðviljinn hafði að vísu forustuna, en Alþýðublaðið, Morgunblaðið og Vísir tóku í sama streng. Birtu þau ýtarlegar fréttir um þennan kjöt- fund Þjóðviljans, og viðamiklar greinar um málið. í einni af þessum ritgerðum kom fram eins og í grein- argerð tillögunnar á þingskjali 386, nokkur sársauki yfir því, að þessi skemmdu matvæli skyldu ekki vera geymd handa hungruðu fólki í herteknu löndunum. Hér var um að ræða óvenjulega nærgætni. íslending- ar hafa fram að þessu haft allra þjóða bezta aðstöðu um aðdrátt góðra og mikilla matvæla allan styrjald- artímann. Þegar kommúnistar ýttu undir fáfróða menn að grafa upp og neyta skemmra matvæla, var minni þörf en nokkurntíma endranær í sögu lands- ins að grípa til slíkra óyndisúrræða. íslendingar höfðu tiltölulega meiri fjárráð og betri aðstöðu til að hafa góð matvæli í heimilum sínum heldur en endranær. Af sömu ástæðu var þjóðarminnkun að því, að nokkr- um íslendingum skyldi detta í hug að koma skemmd- um matvælum til fólks í öðrum löndum, sem er þjakað af langvarandi fæðuskorti, og þykjast menn að meiri fyrir góðverkið. Um stund leit út fyrir að moldviðri Reykjavíkur- blaðanna ætlaði að formyrkva himinn réttra rök- semda. Jafnvel einstaka fólk í sveit var farið að leggja trúnað á, að á þeirra vegum hefði verið framin veru- leg yfirsjón með því að selja ekki skemmd matvæli til manneldis. Jón Árnason ritaði yfirlitsgrein um málið í Tímann, og tókst kommúnistum ekki að hagga rökum hans. Nokkrar fleiri blaðagreinar voru ritaðar um málið í þau blöð, sem bændur styðja sérstaklega. En kom- múnistar héldu áfram sókn sinni eins og rannsóknar- tillaga þeirra ber glöggt vitni um. Þegar hér var komið sögunni, gerðist nýr þáttur í matskemmdamálum íslendinga. Fiskmarkaður þjóð- arinnar í Englandi var í hættu vegna vöruskemmda. Hvað eftir annað var fleygt í Englandi heilum og hálfum fiskförmum íslenzkra skipa og flutningabáta, þegar þeir komu til enskra hafna. Var komið svo langt, að eitt af helztu fiskmálablöðum Englendinga hélt því fram, að ísl. fiskurinn væri „leynivopn Hitlers“, þ. e. hættulegur lífi og heilsu ensku þjóðarinnar. Margar aðrar kvartanir komu fram um skemmdan fisk frá íslandi, og tjón útflytjenda var mikið, þegar hin- um dýrkeypta fiski var fleygt á móttökustaðnum. Margar ástæður voru til þessara kvartana. Stundum kom til greina afbrýðisemi enskra keppinauta. Oft var um að kenna hitum og þó einkum því, að fiski- skipin urðu að bíða dögum saman í enskum höfnum eftir afgreiðslu. En viðgeranlega orsökin var sú, að skipin voru stundum of hlaðin af fiski og ekki nægi- leg vöruvöndun. Útgerðarmenn, skipstjórar og í sum- um tilfellum sjómenn sjálfir, áttu meiri og minni sök á að meira var hlaðið í skipin, vegna hins háa verðs, heldur en heppilegt var fyrir öryggi vörunnar. Mér var ljóst, að hér var um að ræða þjóðarhættu. Ef óorð komst á íslenzkan fisk á neyðartíma ensku þjóðarinnar, myndi því ekki gleymt, þegar markað- urinn verður opinn öllum þjóðum. Ég tók málið til meðferðar á Alþingi, í Samvinnunni, Degi og Bónd- anum. En frá öðrum heyrðist ekki hósti eða stuna, ef frá voru talin nokkur fúkyrði í blöðum kommúnista. En þetta umtal vakti þjóðina til meðvitundar um hættuna. Enginn vafi er á, að farið var varlegar en áður um ofhleðslu skipanna. Siðan þá hefur íslenzk- um útflytjendum ekki verið brugðið um, að þeir flyttu „leynivopn Hitlers“ inn fyrir varnargarða ensku þjóð- arinnar. Aðvörun mín bar þess vegna tilætlaðan árangur, þó að hlutaðeigandi blöð kærðu sig ekki um að ræða málið. En umræðurnar um skemmda fiskinn höfðu annan og óbeinan árangur. Áki Jakobsson, Sigfús Sigurhjartarson og allt þeirra fylgilið missti gersam- lega málið, að því er snerti skemmda saltkjötið. All- ur áhugi viðvíkjandi því að draga svo sem tylft af kaupfélagsstjórum landsins fyrir lög og dóm út af vörumeðferð, sem þeir áttu enga sök á, hvarf svo gjörsamlega, að siðan þá hefur engum ásökunum ver- ið hreyft í sambandi við kjötverzlun samvinnufé- laganna. Þetta mál liggur nú ljóst fyrir. Af óviðgeranlegum ástæðum komu upp skemmdir í matarbirgðum kaup- félaganna, sem annars eru yfirleitt hjá þessum aðilum háðar strangasta eftirliti um vöruvöndun. Þá óðu kommúnistar fram á vígvöllinn, bæði í Alþingi og 109

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.