Samvinnan - 01.04.1944, Side 15
4. HEFTI
SAMVINNAN
VERKIN TALA
Mynd 20 sýnir rústir af rómverskri vatnsleiðslu
frá Spáni. Eftir að Rómverjar höfðu lagt undir sig
lönd og þjóðir settu þeir merki menningar sinnar á
20. mynd. Rómversk vatnsleiðsla.
allar framkvæmdir í almanna þágu, sem gerðar voru
í löndum þeim, er þeir réðu yfir. í hinum heitu og
vatnssnaúðu löndum kringum Miðjarðarhafið var
drepið, kunnu menn á þeim tíma ekki að leiða vatn
yfir lægðir í pípum, heldur varð að brúa yfir dæld-
irnar. Byggingarkunnátta Rómverja kom þeim þá
að góðu haldi. Þeir reistu þar, sem leiða þurfti vatn
yfir mishæðótt land, steinboga á mörgum súlum yfir
lægðirnar. Ef dældir voru djúpar, bættu þeir hverri
bogabrúnni ofan á aðra eins og glögglega er sýnt á
mynd 20.
22. mynd. Rómverskur sigurbogi.
21. mynd. Colosseum, mesta leikhús veraldarinnar.
höfuðnauðsyn að nota sem bezt hvern vatnsdropa,
sem unnt var að fá til mannlegra þarfa, til elda-
mennsku, hreinlætis, í böð, til áveitu og til að gera
loftið svalt í heimilum borgaranna. Eins og fyrr er á
Colosseum í Róm var mesta leikhús veraldarinnar,
rúmaði fram undir hundrað þúsund áhorfenda. Leik-
sviðið var í miðju húsi. Áhorfendur höfðu hækkandi
sæti allt um kring í byggingunni. Ekki var þak yfir
þessu volduga leikhúsi, en hægt var að draga tjöld
yfir áhorfendapalla til varnar móti ofurmagni birtu
og hita. Á neðstu hæð voru bogagöngin jafnframt
inngangur í leikhúsið. Enn er mikið af múrverki
þessara voldugu bygginga lítið breytt frá því í forn-
öld. Colosseum er hámark rómverskrar byggingar-
listar að því er snertir haglega notkun steinbogans.
Rómverjar reistu í höfuðborg sinni og víða annars
staðar mikla sigurboga, til minningar um þýðingar-
mikla menn eða atburði. Konstantin-boginn í Róma-
borg er einn hinn merkilegasti af þessari tegund
mannvirkja. Liggja gegnum hann þrenn mishá boga-
göng. Annars er minnismerkið prýtt mörgum súlum
og rismyndum. Sigurbogi Napoleons I. í París er
stækkuð eftirmynd rómverskra sigurboga.
115