Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Síða 7

Samvinnan - 01.04.1944, Síða 7
4. HEFTI SAMVINNAN og félaga hans var óframkvæmanleg, enda að engu höfð af Alþingi og ríkisstjórn. Enn skal þess getið, að þegar að því kom að greiða atkvæði í þinginu um að veita fé úr ríkissjóði til að mæta útgjöldum við dýrtíðaruppbót bænda, sam- kvæmt ákvörðun sex-manna-nefndarinnar, þá skár- ust kommúnistar algerlega úr leik. Allur flokkur þeirra greiddi með nafnakalli atkvæði á móti þessari fjárveitingu. Þeir drógu með sér alla sjö þingmenn Alþýðuflokksins og flestalla kaupstaðarþingmenn Sjálfstæðismanna. Fjárveitingin var þó samþykkt í það sinn, og stóðu sem kunnugt er að því „tvennir fjórtán" þingmenn úr tveim stærstu flokkum þings- ins. í kjörliði nálega allra þe'ssara manna var meiri- hlutinn framleiðendur. Rann þeim á þann hátt blóðið til skyldunnar. Þegar kom til atkvæðagreiðslu um að heimila rík- isstjórninni að nota fé úr ríkissjóði til að lækka verð á neyzluvörum og halda á þann hátt í skefjum dýr- tíðinni, beitti allur kommúnistaflokkurinn sér gegn því máli. Kom glögglega í ljós, að kommúnistar vildu leyfa dýrtíðinni að hækka, til að auka „kjarabætur" launamanna, og svifust einkis í því skyni. Stjórn Björns Þórðarsonar fann upp á því snjallræði að hækka útsöluverð á brennivíni, og verja ágóðanum til að lækka útsöluverð á mjólk í kaupstöðum. Þetta gat ríkisstjórnin gert, án þess að leita samþykkis Al- þingis. En þó að lækkun mjólkurverðsins væri mesta velgerð við verkamannastéttina, þá voru kommúnist- ar mjög mótfallnir þessari framkvæmd. Þeir vildu ekki hækka verð á „svartadauða" til að lækka verð á mjólk. Undir þinglok 1943 fluttu Áki Jakobsson og Sigfús Sigurhjartarson ályktun á þingskjali 386. Var hún þess efnis, að neðri deild skyldi skipa rannsóknarnefnd, með fyllsta valdi saksóknara, til að rannsaka, og væntanlega að undirbúa hegningu þeirra samvinnu- manna, sem neituðu að selja almenningi innan lands og utan skemmd matvæli. Þessi tillaga er þess eðlis, að enginn útdráttur getur gefið hugmynd um það hyldýpi af fáfræði, öfund og minnimáttarkend, sem gegnsýrir höfunda hennar. Textinn einn, eins og flutningsmenn gengu frá honum, getur gefið hug- mynd um hæfileika þessara tveggja baráttumanna upplausnarinnar. Hér fer því á eftir orðrétt þingskjal 386. „Tillaga til þingsályktunar um rannsóknarnefnd vegna eyðileggingar á kjöti og öðrum neyzluvörum. Flm.: Áki Jakobsson, Sigfús Sigurhjartarson. Út af kjöti því, sem fundizt hefur urðað 1 hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð, í Garðahrauni og úti á Sel- tjarnarnesi, ályktar neðri deild Alþingis að skipa 5 manna rannsóknarnefnd, er hafi eftirfarandi verk- efni: 1. Rannsaki, hvaða stofnanir eða einstaklingar hafi kastað kjöti þessu og af hvaða ástæðum, hve mikið kjöt hafi verið eyðilagt og hvers konar. 2. Hafi hið eyðilagða kjöt verið skemmt, skal rann- sakað, hvernig standi á þeim skemmdum, hverjir hafi haft vörzlu kjötsins eða eigi sök á skemmdunum. 3. Fái upplýst, hverjir séu eigendur kjötsins og hvort greiddar hafi verið uppbætur á það úr ríkissjóði og þá hve miklar. 4. Að rannsaka öll önnur atriði í sambandi við fram- kvæmd kjötsölumálanna, er hún telur ástæðu til. 5. Á sama hátt skal nefndin rannsaka þá eyðilegg- ingu, sem fram kann að hafa farið á öðrum neyzlu- vörum, að svo miklu leyti sem henni þykir ástæða til. Þegar rannsóknarnefndin hefur lokið störfum sín- um, skal hún gefa deildunni skýrslu um árangur rannsóknanna. Rannsóknarnefnd þessi skal hafa vald samkv. 34. gr. stjórnarskrárinnar til þess að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Hún skal og hafa rétt til að ráða sérfræðinga sér til aðstoðar. Greinargerð. Bændur landsins vinna hörðum höndum langan vinnudag allan ársins hring að því að gera bústofn sinn sem arðgæfastan og efla framleiðslu matvæla í landinu. Hinir smærri sauðbændur landsins lifa við þröngan kost, mega aldrei um frjálst höfuð strjúka vegna anna við bú sín og bera þó í mörgu falli ekki úr býtum það, sem aðrar atvinnustéttir mundu kalla sjálfsögðustu og óhjákvæmilegustu lífsþægindi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að löngum hefur mikill hluti hinna smærri kjötframleiðenda haft svo þröngt um hendur, að þeir og skyldulið þeirra gat ekki sjálft leyft sér að neyta kjöts þess, er þeir framleiddu á búum sínum, nema að óverulegu leyti, og urðu ýmist að draga í bú frá sjávarsíðunni lélegt fiskæti og aðr- ar rýrar fæðutegundir, svo sem makarín í stað smjörs, og þvílíkt, en ef kjöts var neytt, var það oftar úr- gangskjöt eða ósöluhæf vara. Oft hefur því verið haldið fram, enda svo virzt, að það gæti naumast verið af ágóðavon einni, sem mikill hluti sauðbænda á íslandi stundaði búskap sinn, heldur af tryggð við sveitina, fornar menningarvenjur og þjóðarhætti, og væri þessum mönnum nokkur umbun í því að vita, að aðrar stéttir virtu störf þeirra, en köstuðu ekki frá sér þeim gjöfum, sem þeir hefðu að miðla landsbúi og 107

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.