Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 18
SAMVINNAN
4. HEFTI
ingarmikill liður í þjóðarbúskap Frakka, af því að
hann átti svo marga sína líka. Það voru 9 000 000 með-
limir í Garðyrkjufélagi verkamanna, og Bosquet var
aðeins einn af þeim. Auk þess var ótölulegur fjöldi
annarra bjargálnamanna, bænda, búðarmanna, smá-
kaupmanna og skrifstofumanna, er áttu við sams kon-
ar öryggi að búa. Á kreppuárunum í Ameríku sá ég
stundum 5000 atvinnuleysingj a bíða í einni röð eftir
saðningu. Ég sá milljónir atvinnubóta-verkamanna,
sem hinir betur stæðu félagsbræður þeirra höfðu að
skotspæni. En þegar Frakkland átti við örðugleika
að etja, sá ég ekkert slíkt þar í landi. Á öllum kreppu-
tímanum sá ég aldrei fleiri en hundrað manns í einu
bíða matgjafa í iðnhverfum Parísarborgar. Þar voru
engar ölmusugjafir, engin atvinnubótavinna.
Samt var miklu meiri ástæða til kreppu í Frakklandi
en í Ameríku. Frakkland hafði nýverið átt í eyðileggj-
andi stríði. Það eyddi svo billjónum skipti í herkostn-
að og í Maginot-línuna. Skattar voru þar margfallt
hærri en í Bandaríkjunum.
Hins vegar höfðum við hér vestra geysilega mikið
landrými með margvíslegum auðsuppsprettum, léttar
skattabyrðar um þær mundir og enga verðbólgu. Ég
hygg, að sagan muni dæma það svo síðar meir, að
verðhrunið hjá okkur hafi sprottið af fjárhættubralli,
óforsjálni og þeim barnaskap í fjármálum að ímynda
sér, að unnt sé að fá eitthva'ö fyrir ekkert, uppskera
án þess að sá, hirða laun án þess að vinna. Þetta
lýsti sér um þær mundir í stórkostlegu sölubraski
og síðar meir í misheppnuðum umbótatilraunum.
*
Það, sem fyrir augu mín bar í Ameríku, kom mér
ósjálfrátt til að bera Bosquet saman við amerískan
verkamann.
Við skulum kalla hann Joe Brown. Hann er góður
náungi, duglegur og vill gera sitt ýtrasta til að sjá
börnum sínum farborða, — en hann á við ýmsa örð-
ugleika að etja. Launin hans Joe eru tvöfalt eða þre-
falt hærri en laun Bosquets, en allt, sem hann
þarf að kaupa, er líka tvöfalt eða þrefalt dýrara.
Fyrir kreppuna bjó Joe í leiguíbúð og keypti allan
mat, sem hann þurfti handa sér og fjölskyldunni.
Hann hafði bíl, húsgögn, viðtæki og þvottavél, sem
hann átti ekki í raun og veru, en hafði fengið gegn
afborgun. Joe lifði því ekki í raun og veru á mánaðar-
kaupi sínu einu, heldur og á peningum, sem hann
átti eftir að vinna fyrir. Hann átti það til að hrökkva
upp með andfælum um miðja nótt, af því að hann
hafði dreymt, að hann væri orðinn atvinnulaus. Það
setti jafnan að honum hroll, er hann hugsaði til þess,
sem þá biði sín og fjölskyldunnar.
Og svo kom að þessu, þegar minnst varði. Það var
erfitt að gera sér ljóst, hvernig á því stóð. Það gat
vel verið, að of mikið hefði safnazt fyrir á markað-
inum af búshlutum þeim, er Joe vann að framleiðslu
á, eða of mikið af þeim hafði verið selt gegn afborg-
un fólki, sem ekki gat staðið í skilum. Joe var sagt
upp.
Nú er þetta ekki svo að skilja, að nein kreppa ætti
að skella á, þótt einum manni, 100 mönnum eða 1000
mönnum væri sagt upp vinnu. Og það hefði sennilega
ekki orðið nein kreppa, ef Joe Brown hefði átt jarð-
arskika eins og Bosquet.
En þegar Joe missti atvinnuna, hafði hann ekki
greitt húsaleigu fyrir næsta mánuð. Bíllinn og við-
tækið hurfu aftur til kaupmannsins. Það leið ekki á
löngu áður en Joe varð að biðja um atvinnuleysis-
styrk. Það voru þung spor.
Einhver kynni að segja sem svo, að Joe væri und-
antekning, sem skipti ekki neinu máli, en sú stað-
hæfing væri engu síður alröng. í Bandaríkjunum er
Joe engin undantekning, — hann er eins og gengur
og gerist þar í landi. Hann er geysilega þýðingarmik-
ill liður í þjóðarbúskap Bandaríkjanna, af því að
hann átti svo marga sér líka. Búshlutirnir, sem Joe
og starfsbræður hans skila aftur, hrúgast upp á mark-
aðinum, og fleiri og fleiri verksmiðjur verða að stöðva
framleiðslu sína. Tala hinna atvinnulausu vex með
ægilegum hraða. Hver hópur, sem bætist við, þyngir
skriðuna og gerir hrunið stórfelldara. Brátt rekur
að því, að „starfsmenn með hvíta flibba“ bætast í
hópinn, og loks koma jafnvel kaupahéðnarnir, sem
seldu Joe og félögum hans viðtækin og húsgögnin.
Þá líður ekki á löngu, að bændur verði þess varir,
að þeir geta ekki selt grísina sína, af því að enginn
hefur peninga til að kaupa þá, og það má alveg eins
gera ráð fyrir því, að bóndinn sé ekki betur stæður
efnahagslega en verkamennirnir, sem geta ekki keypt
grísina. Bóndinn hefur líka lifað um efni fram á
Iánsfé. Þannig safnast hin einstöku dæmi í „dálítinn
afturkipp" og síðan í kreppu, er endar að lokum í
ægilegu hruni af því tagi, sem Bandaríkjamönnum
mætti vera minnisstætt.
Joe Brown á engan veginn alla sökina. Óforsjálni
hans var að miklu leyti sök þeirra, sem lögðu að hon-
um á allar lundir að kaupa það, sem hann gat ekki
greitt, með þeim forsendum, að því meira, sem þú
kaupir, því meiri verður velmegunin. Sannleikurinn
er sá í raun og veru, að í þessu landi höfum við aldrei
átt við neina raunverulega velmegun að búa síðasta
mannsaldurinn. Við höfum aðeins átt við geysilega
peningaveltu og ömurlega krepputíma að búa á víxl.
Slíkur tröppugangur getur jafnvel sogið merginn úr
svo auðugri þjóð sem við vorum.
118