Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 19
4. HEFTI SAMVINNAN Úr ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna er víðtœk- asta og gagnmerkasta heimildarrit um ísland og íslendinga á 18. öld, sem skráð hefur verið. Ber fátt gleggra vitni um armóð íslendinga en sú furðulega staðreynd, að Ferðabókin skuli aldrei hafa verið gefin út á máli Söguþjóðar- innar fyrr en nú, þótt senn séu 200 ár liðin síðan ritið var fært í letur. Nú hefur verið úr þessu bœtt. Ferðabókin kom út um síðustu ára- mót í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um, og hefur hann yfirleitt leyst verkið prýðis- vel af hendi. Margir hefðu kosið snið og frá- gang bókarinnar nokkru vandaðra en raun ber vitni, en hvað sem því líður, er hitt víst, að bók- inni var svo vel tekið, að upplagið seldist allt á skömmum tíma. Hér fer á eftir dálitill kafli úr Ferðabókinni, sem sýnir vel, hve víða höfundarnir koma við, skilning þeirra á gildi tungunnar og hættum þeim, sem að henni steðjuðu. Þótt margt hafi unnizt á, siðan þetta var ritað, mun íslending- um jafnan hollt að rifja það upp.. MÁLFAR. 70. „Málið í Kjósarsýslu er í meðallagi hreint. Mun- ur sá, er þar heyrist í framburði einstakra orða, er ekki svo mikill, að um sérstaka mállýzku sé að ræða, en hingað og þangað er allverulegur munur á hrein- leika málsins. Því er svo háttað, að í sveitum lands- ins er málið talað tiltölulega hreint og óbjagað, en við sjávarsíðuna, einkum í nágrenni hafnanna, þar sem margt útlendinga kemur, er málið blandað út- síst að undra, því að það er kunnugt, að þegar í forn- lendum orðum, sérstaklega úr þýzku og dönsku. Þess má og geta, að í öllu, sem ritað er viðvíkjandi réttar- fari, úir og grúir af dönskum, þýzkum, frönskum og latneskum orðum, svo að almúgamenn skilja naum- ast helminginn af því. Þetta á við um embættisbækur, málskjöl, samninga og fleira þess kyns. Orsök þessa er einkanlega sú léttúð, að láta sér þykja meira koma til þess, sem erlent er en innlent. í öðru lagi rak nauður til þess, er inn voru leiddar norskar réttar- farsvenjur, og að lokum er það svo, að enginn hefur fundið ráð til að verjast þessari misnotkun málsins. Jafnvel þeir, sem rita vilja hreina íslenzku, nota sjaldan málið hreint, en við hafa mest latneska tals- hætti og orðaskipan, þótt annarra áhrifa gæti einn- ig- En þó að þessu sé svona farið, er þó fjarri sanni, að hin gamla tunga sé nokkurs staðar aldauða í land- inu. Þessu er að vísu haldið fram af útlendingum og ekki að ástæðulausu, því að sumir íslendingar hafa fullyrt þetta, nokkrir til þess að láta sem mest bera á sinni eigin þekkingu, en aðrir vegna ofurkapps um hreinsun málsins. En áðurtalin ummæli verða bezt sönnuð með því, að hvar sem menn koma um sveitir landsins, þá skilja almúgamenn fornsögurnar frá orði til orðs og það svo vel, að þegar sögurnar eru lesnar hátt, fylgjast menn með lestrinum, þótt hratt sé lesið, njóta frásagnarinnar og geta síðan skýrt frá efni hennar utanbókar. Kvæðin og einstöku torskilin Lýðfrjálst þjóðfélag er jafnan álíka traust í heild og hver einstaklingur innan vébanda þess er öruggur um afkomu sína. Ef afkoma einstaklinganna og efna- hagur er alls ótryggt, getur ekki verið að ræða um raunverulega velmegun þjóðarheildarinnar. Lögmál fjármálanna er í þessu efni einfalt en ósveigjanlegt: Það er ómögulegt að öðlast neitt án endurgjalds. Sölu- braskararnir og afborgunarspekingarnir eru eins hættulegir og á jafnrangri braut og hinir nýju skipu- lagshagfræðingar, sem reyna að koma á því, sem nefna mætti „eyðslubúskap" og óhjákvæmilega hlýtur að leiða til þess, að einn þriðjungur þjóðarinnar verði að taka hina tvo þriðjungana á framfæri sitt. — Þegar svo var komið í Rómaveldi, — þá hrundi Róma- veldið. * Síðast frétti ég af Bosquet, rétt áður en Þjóðverjar brutu Frakkland undir sig. Hann átti þá enn sem fyrr heima í litla húsinu sínu og vann í sömu verk- smiðju. Hann fæddi sig sjálfur, — og það fór svo lítið fyrir þessum bjargálnabúskap, að Nazistum sást yfir garðinn hans. En búskapur Bosquets er ekki fyr- irferðalítill, þegar milljónir hans líka eru teknar með í reikninginn. Þegar Þjóðverjar hörfa úr landinu, mun Bosquet enn halda velli. Hann mun verða þar reiðu- búinn til að leggja hönd á plóginn til viðreisnar með öðrum samborgurum sínum. Hann mun ekki láta verk úr hendi falla og ekki beiðast ölmusu. Á 75 árum hefur Frakkland þrisvar orðið að þola innrás óvinahers. Tvisvar hefur það risið úr rústum að nýju sem stórveldi. Það er trú mín, að Frakkland muni rísa úr rústum hið þriðja sinn. Og það hygg ég muni að miklu leyti mega þakka því, að Bosquet og allir félagar hans í milljónatali, verkamenn, bænd- ur, skrifstofumenn og smásalar, eiga sinn jarðarskika og sjálfsbjörg, mannvirðingu sína og óbilað sjálfs- traust. 119

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.