Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 23
4. HEFTI SAMVINNAN oJö^icÁ^cir/zí iír Áá/clnnl: 03 Haf6ir $toxxnax cr5a .. eftir ROSE WILDER LANE Framhald. Jarðargróðurinn þreifst prýðilega. Auk hveitisins höfðu þau kartöflur, gulrófur, gulrætur til vetrarins og nóga peninga fyrir aðrar nauðsynjar. Næsta ár, ef allt gengi vel, ættu þau að geta fengið sér kú. Þegar Karl fengi afsal fyrir landinu, ætluðu þau að byggja sér timburhús. , Þau gróðursettu fræið af baðmullarrunnanum í tvö- faldri röð umhverfis blettinn, sem þau völdu fyrir hússtæði. Á hverju kvöldi, að dagsverki loknu, bar Karólína margar fötur af vatni neðan úr gilinu til að vökva plönturnar. Með tímanum mundi þetta verða forkunnar góð skjólgirðing. Einn dag að áliðnum júlímánuði sagði Karl: „Ég skal sýna þér dálítið.“ Hann var svo ákafur, að rödd- in varð óstyrk. Hún fylgdist með honum upp eftir gilinu og yfir mýrardragið. Þar nam hún staðar alveg frá sér numin: Fyrir framan hana blasti við hveiti- akurinn, og hveitistengurnar tóku henni þegar í brjóst. „Sjáðu til, Karólína," sagði Karl, „við hljótum að fá 40 skeffur af hverri ekru. Hveitiverðið hérna er einn dollar fyrir skeffuna. Þarna á akrinum eru 2000 dollara virði af hveiti!“ Hún var sem steini lostin. Slíka auðlegð hafði hana aldrei dreymt um. Hún sagði ekki nema það: „Við gætum keypt kúna.“ „Kúna,“ hrópaði Karl, „heila kúahjörð. Við getum girt landið. Við getum byggt okkur hús. Ég ætla að kaupa silkikjól handa þér! Við getum fengið okkur lystivagn og ökuhesta!" Hann þreif hana á loft og sveiflaði henni í kringum sig, þangað til að hana snarsvimaði. „Við erum rík, Karólína, rík.“ Á hverju kvöldi fóru þau til að skoða hveitið. Frost- hættan var liðin hjá, og akurinn þurfti ekki meira regn. Karl tók að grafa fyrir kjallara nýja hússins, innan trjálundarins, sem þau höfðu sáð til. Karólína hafði fæðzt í bjálkakofa, en Karl mundi óljóst eftir hvítmáluðu húsi langt austur frá. Húsið hans átti að líkjast því. Karl fór að hugsa um að bæta við sig landi. „Ég ætla að sækja um land til skógræktar, sagði hann. — Karólína, við erum að nema hér bezta land jarðar- innar.“ „Þá yrðum við að gróðursetja hundrað tré og hirða um þau í fimm ár,“ sagði hún. „Þú mundir vinna þér um megn á svo miklu landi.“ Hann hló að þessum mótbárum. „En peningarnir! Við gætum fengið okkur vinnu- fólk.“ Undir kvöldið hélt hann af stað í vagninum. Nýbýla- skrifstofan var nú á borgarstæðinu, svo að hann gat komið heim aftur sama kvöldið. Karólína var sífellt að hugsa um framtíðina, meðan hún gekk að störfum sínum. Hjá nýja húsinu átti að vera brunnur og dæla, svo að hún þyrfti ekki fram- ar að bera vatnið í fötum neðan úr gilinu. Hún ætl- aði að sauma drengnum skyrtur úr flúneli og falleg föt með leggingum. Það yrði trégólf í húsinu, sem auðvelt væri að sópa og halda hreinu. Um sólarlagsbilið bar hún vatn, eins og hún var vön, til að vökva trjáplönturnar. Þegar hún rétti úr lúnu bakinu, leit hún á moldargryfjuna, sem ein- hverntíma ætti að verða kjallari. Hún sá í anda nýja húsið í skjóli við hávaxinn trjálund og umhverfis það á alla vegu bylgjandi hveitiakra, sem bæru ríku- lega uppskeru. Þetta var heimili þeirra og drengsins þeirra. Hann mundi aldrei hafa af öðru að segja. Hér átti hann fyrir sér að vaxa upp og verða full- orðinn maður í stóra hvíta húsinu. Hann mundi læra að plægja akrana, vinna í hlöðunni og þeysa á hest- inum sínum um sléttuna. Hann mundi ekki vita, hvað það væri að eiga heima í jarðhúsi. Það var orðið dimmt, þegar hún heyrði vagninn nálgast og fór með skriðljós upp að hlöðunni til að taka á móti Karli. Ljósið féll á háan hlaða af timbri og aftan í vagninum glampaði á spánýja, rauðmál- aða sláttuvél. f vagnsætinu hjá Karli var stór hrúga af bögglum. Hann stökk ofan úr vagninum, þreif utan um hana og sagði: „Gettu, hvað ég hef keypt handa þér!“ „En, Karl, hvernig-------. Þú hefur þó ekki hleypt þér í skuldir?" „Hvers vegna ekki! Við eigum fyrir því. Heldurðu það ekki? Þú hefðir átt að heyra þá tala um hveitið okkar í borginni. Ég sótti um spilduna hinum megin við gilið. Við höfum náð í beztu spildurnar í öllu hér- aðinu. Þegar það er allt orðið að hveitiökrum--------. Þú hefur þó ekki ímyndað þér að ég færi að aka tíu mílur með tóman vagn? Við þurftum að fá sláttuvél- ina. Og timbrið — eða hvað sýnist þér?“ Aldrei höfðu þau etið slíkan kvöldverð og kvöldið það. Karl hafði keypt steik, sykraða ávexti, rúsínur og meira að segja pund af hvítasykri. Hann hafði keypt hringlu handa drengnum og dálitla skó, sem að vísu voru honum alltof stórir ennþá. Loks opnaði hann böggul og dró upp úr honum margar álnir af gljáandi brúnu silki. Karólína ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Hún tók varlega á því. „Hárið á þér er silki mýkra.“ Karl reyndi að láta sem ekkert væri, en svo gat hann ekki leynt því, sem innra bjó: 123

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.