Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 29
4. HEFTI
SAMVINNAN
'trá sámvinnustarfinu
Bruni hjá Kaupfélagi Hallgeirs-
eyjar.
Þann 19. marz brann íshús og 2
vörugeymsluhús Kaupfélags Hall-
geirseyjar til kaldra kola. Ekkert
bjargaðist, sem í húsum þessum
var. Annað vörugeymsluhúsið var
nýtt, um 200 ferm. að stærð, ein
hæð. En hitt geymsluhúsið var
gamalt, um 100 ferm. að stærð með
risi og lofti, sem einnig var notað
til geymslu. Frystihúsið var nýlegt
og einnig vélar þess. Mjög mikið
var af vörum í þessum húsum, kjöt
í frystihúsinu, sem Sláturfélag
Suðurlands og kaupfélagið sjálft
áttu. Þá var mikið af matvöru og
fóðurvöru í báðum geymsluhúsun-
um. Er þetta tilfinnanlegt tjón fyr-
ir félagið, þótt allt væri vátryggt
svo hátt, að næmi verðmæti var-
anna. Með naumindum tókst að
verja búðina, en hún var hætt kom-
er raunveruleg aukning. Verðlag á vörum
í Svíþjóð hefur ekki hækkað nema um
43% miðað við vöruverð 1939. Sænska
sambandið á nú 66 mismunandi verk-
smiðjur, sem framleiða, smjörlíki, hafra-
mjöl, brauð, skó, perur, skóhlífar, ryk-
sugur, verkamannaföt, gerfiull, fóðurvör-
ur o. fl. o. fl. Það hefur sem sagt verk-
smiðjur til þess að framleiða flestar þær
nauðsynjavörur, sem möguleiki er á að
framleiða í landinu.
in og mikið af vörunum var tekið
út úr henni.
Bygging á geymsluhúsum er þeg-
ar hafin á ný, og hefur tekizt að
útvega allt efni til bygginganna.
Nú verða húsin byggð úr stein-
steypu.
2000 nýja félagsmenn
á 100 ára afmælinu.
Nú eru rúmlega 21 þúsund fé-
lagsmenn í Sambandsfélögunum á
íslandi. Síðastliðið ár bættust rúm-
lega 1000 manns við í félögin. En
nú ættum vér að halda upp á þetta
afmælisár samvinnuhreyfingarinn-
ar og fjölga nú félagsmönnum
helmingi meira en nokkru sinni
áður. Hvert félag ætti að setja sér
eitthvert ákveðið takmark um fé-
lagsmannafjölgun fyrir afmælis-
daginn, sem er 21. des.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga.
Kaupfél. Eyfirðinga hélt aðal-
fund sinn 25. og 2. apríl. Mættir
voru 185 fulltrúar. Heildarvörusala
félagsins síðastl. ár nam 37 milljón-
um króna, var það millj. kr. meira
en árið áður. Innstæður félags-
manna í innlánsdeild og stofnsjóði
námu 12,5 millj. kr. og höfðu inn-
stæður aukizt um 4,5 millj. kr. á
árinu. Tekjuafgangur var 6% af
öllum vörum nema brauðvörum
8%.
Fundurinn ákvað, að félagið
gengist fyrir hátíðahöldum í sum-
ar, í tilefni af 100 ára afmæli sam-
vinnuhreyfingarinnar. Félagið
bauð öllum fulltrúum á samsöng
hjá Karlakórnum Geysi. Bernharð
Stefánsson alþingismaður átti að
ganga úr stjórninni, en var endur-
kosinn.
Kaupfélag Borgfirðinga.
Aðalfundur Kaupfélags Borgfirð-
inga var haldinn 28. og 29. apríl.
Fundinn sátu 45 fulltrúar. Vörusala
félagsins nam 10,7 millj. kr. Fé-
lagið rekur mjólkurbú í Borgarnesi
og tók það á móti 2,5 millj. lítra á
árinu. Vörusala mjólkurbúsins nam
4 millj. kr. Síðastl. haust var 16
þús. fjár slátrað hjá félaginu. Inni-
eignir félagsmanna í innlánsdeild
og stofnsjóði námu alls 3,7 millj.
kr. Tekjuafgangur útborgaður nam
7% af ágóðaskyldum vörum. Sam-
þykkt var að leggja fram 100 þús-
und krónur í hlutafé í h.f. Skalla-
grím, ef keypt yrði skip á þessu
ári í stað Laxfoss, til þess að halda
uppi samgöngum milli Borgarness
og Reykjavíkur.
Samþykkt var að félagið keypti
25 þús. kr. stofnfjárbréf í Skipa-
kaupasjóði S. í. S. En áður hefur
félagið keypt bréf fyrir 25 þús. kr.
Á síðastl. ári lét félagið reisa
nýja skrifstofubyggingu í Borgar-
nesi og hefur þannig bætt húsa-
kost sinn nokkuð.
í janúar keypti félagið 7 bifreið-
ar af Finnboga Guðlaugssyni, sem
129