Samvinnan - 01.04.1944, Side 21
4. HEFTI
SAMVINNAN
Úr lágreistum býlum var hugsjóna háflug
til heiðrikjumemiingar þreytt.
Stríðsvagninn fyrir var funandi áhug
forsjálni jafnhliða beitt.
Þá fékk hin kúgaða alþýða orðið,
er „Ófeigur“ járnhnefann lagði á borðið.
Já, þá var skapið i hetjunum heitt.
Þœr áttu það hugrekki’, er vogar — og vinnur,
ef vitið er með því i leik.
Mannvit þœr áttu, sem úrrœði finnur,
þó aðstaðan máske sé veik.
Þœr áttu þá trú, sem við torfœri’ ei hikar,
tryggð þá, sem aldrei frá stefnunni kvikar,
þó fjandsamleg öfl þyrli’ upp ryki og reyk.
Mœlt var: Vér þurfum ei kaupmanni að krjúpa:
Kaupfélag viðjarnar sker.
Þeir festu’ oss við sult og við svivirðing djúpa.
Samvinna kjörcrð vort er. —
Þegar vér lifinu lifum í eining,
loksins vér finnum þess kjama og meining.
Krefjumst vors arðs, en þess eins, sem oss ber.
Vegur úr lœging til frama var fundinn,
fjallvegur. ruddur um hraun,
snarasti þáttur vors þjóðfrelsis undinn,
þrautvigður átakaraun.
Hver einasti þjóðfélagsþegn varð nú bundinn
við þúsundföld verkefni. Landið og sundin
framtaksins biðu með loforð um laun.
Loks fór í þjóðlifsins þoku að rofa.
Þjóðin til athafna bjóst.
Út yfir hafið sem hjaðnandi vofa
„höndlunin“ erlenda dróst.
Upp risu búðir með vönduðum vörum,
þar verzliLðu allir með sannvirðis kjörum
þeir, er var samvinnusiðgœði Ijóst.
Fólkið bar höfuð sitt hœrra en áður,
horft móti brattanum gat.
Eins mikinn rétt hafði allslaus og fjáður,
i öndvegi manngildið sat.
Enginn er valdi hins auðuga háður,
enginn er vegna síns féleysis smáður
í samvinnuríki við sannvirðis mat.
Rétt sinn og mátt hefur samvinnan sannað
i sextíu baráttuár.
Hún eflt hefur þjóðina, auðgað og mannað,
MAGNÚS l l\\ltO<;\SO\:
Meðferð íslenzks
máls
Röng tengsl ósamhliða setninga.
Nauðsynlegt er að skýra í fáum orðum, hvað átt
er við með orðunum aðalsetningar. og aukasetningar
og samhliða og ósamhliða setningar, áður en horfið
er að sjálfu efninu.
Hugsum okkur fjórar málsgreinar, sem eru hver
um sig myndaðar úr tveim setningum: Ég var ekki
heima, þegar maðurinn kom. Fallegur er hesturinn,
sem þú reiðst. Húsfreyja spurði, hver væri kominn.
Enginn veit, hvernig hann kemst af. — Síðari setn-
ingin í fyrstu málsgreininni hefst á aukatengingu, í
annarri málsgreininni á tilvísunarfornafni, í þriðju
málsgreininni á spurnarfornafni, í fjórðu málsgrein-
inni á spurnaratviksorði. Setningar, sem hefjast á
aukatengingu, tilvisunarfornafni, spurnarfornafni eða
spurnaratviksorði, nefnast aukasetningar, og orðin,
sem þær hefjast á, nefnast tengiorð aukasetninga.
Síðari setning hverrar þessara málsgreina er því
aukasetning. — Setning, sem hefst ekki og getur ekki
hafizt á tengiorði aukasetninga, er aðalsetning. Fyrri
setningin í hverri áðurnefndra málsgreina er því
aðalsetning. — Setningar, sem tengdar eru innbyrð-
is með tengioröum aukasetninga, eru ósamhliða setn-
ingar. Setningarnar í hverri áðurnefndra málsgreina
eru því ósamhliða. — Setningar, sem tengdar eru inn-
byrðis með aðaltengingum eða ótengdar, eru samhliða
setningar. Setningarnar (þrjár) í málsgreininni: Mað-
urinn settist, tók bók og las lengi — eru því samhliða:
fyrsta og önnur ótengdar, önnur og þriðja tengdar
með aðaltengingu. Samhliða setningar eru (venju-
lega) annaðhvort allar (báðar) aðalsetningar — eins
og setningarnar í síðastnefndri málsgrein — eða allar
þó aldurinn sé ekki hár.
En þetta er byrjun. Á ókcmnum öldum
sin afrek hún festir á sögunnar spjöldum:
framkvœmdar hugsjónir, fullncegðar þrár.
(Höfundur kvæðisins er bóndi að Nesi í Aðaldal. Er kvæðið
ort í tilefni af 60 ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga).
121