Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 4
Nýja hraunið á skriði.
en ekki svo mikil, að skaðvænlegt
megi telja. Eftir því miðju varð ösku-
fallið mest. Næst Heklu sjálfri varð
fastast að kveðið. Skannnt suður frá
henni, við rætur Vatnafjalla, mældist
öskulagið 1/9 m að þykkt, en á Barkar-
stöðum í Fljótshlíð 10 cm. í Vest-
mannaeyjum varð öskufall allmikið
og langt suðvestur þaðan í liafið.
Spanskt skip, sem statt var 300 km suð-
vestur frá Hekfu morguninn 29. marz,
sigldi 3i/2 klst. í glórulausu myrkri og
fékk yfir sig mikið öskufall. Eins og
áður segir, féll stórgerðasti vikurinn
fyrst. í innanverðri Fjótshlíð eru mjög
margir vikurmolarnir á stærð við
Gosmökkur Heklu speglast i Þjórsá
hjá Gaukshöfða.
sauðarvölur, en sumir stærri. Hjá
Nikulásarhúsum, sem liggja samtýn-
is við Hlíðarenda, fannst lmefastór
steinn, og vó hann um 300 gr. I hlíð-
um Heklu er hlaðið stórbjörgum, sem
slöngvast hafa úr gígnum og oftast tek-
ið á sig nokkur hundruð metra krók
upp í loftið. Sumstaðar hafa þessi
björg fallið svo þétt, að þau hafa runn-
ið saman í hraunstorku, er niður kom.
En suður og suðvestur frá fjallinu
liggja hraunkúlur og steinfroðuslettur
;i víð og dreif, sumar stórar.
Þegar er gosið hófst, lilupu vatns-
flóð úr fönnum og skriðjöklum Heklu.
Mestur hluti vatnsins féll niður norð-
urhlíðina og braut sér leið niður með
Sölvahrauni í Eystri-Rangá. Mjög var
það mengað ösku og leiri, en ekki
heitt, eins og lilaupið var 1845. Norð-
ur og austur af fjallinu féllu einnig
vatns- eða leirhlaup út á luaunin, en
þau voru miklu minni, enda snjó-
minna þar en að norðvestan. Hraun
tók að renna þegar í stað, einkum að
norðan og austan, og féllu hinir þungu
straumar með furðulegum hraða fyrst,
kafnir rauðleitum reyk, er lagði upp
af þeim.
Þegar leið að hádegi, tók að draga
nokkuð úr orku eldanna, einkum a
háfjallinu, en á báðum öxlum þess, að
norðaustan og suðvestan, voru gígar,
sem gusu ákaflega allan þennan dag
og hina næstu. Um kvöldið, er dimma
tók, sáust þar rauðir eldar, er lýstu
gegnum svartan öskumökkinn. Urðu
sprengingar í gígum þessum með ör-
stuttu millibili, og þeyttu þær þéttum
„úða“ bergfroðu og glóandi stórgrýtis
mörg hundruð nretra í loft upp. En i
hlíðum fjallsins sást hraunkvikan a
ferð, dumbrauð á lit, líkt og gullnir
taumar á svörtum grunni. Þetta kvöld
og næstu nótt dunaði eldfjallið hvíld-
arlaust að kalla, svo að jörðin og loftið
nötraði í nálægð þess.
Daginn eftir var mesta æði eldsins
liðið hjá. Þó gusu axlagígarnir við-
stöðulaust og gígurinn á háfjallinu
öðru hverju. Þennan dag, að öllum
líkindum, opnaðist nýr gígur neðst i
fjallsöxlinni að suðvestan. Ekki gaus
hann gufumökkum né grjótsindri,
heldur vall út úr honum bráðin berg-
leðja, er féll í þungum straumi til vest-
urs nálægt veginum, sem farinn var
upp á Heklu. Síðan hefur dregið mjög
i'tr hraunrennsli annars staðar á fjall'
inu. og er svo að sjá sem hraunkvikan
hefi leitað sér staðar um þennan hinn
lægsta gíg.
Næsta dag var hraunstraumurinn
kominn niður á móts við svonefndar
Rauðöldur og á jafnsléttu að kalla-
\'ar þar fyrir honum há hraunbrún
(Framhald á bls. 19).
Nýju hraunin suðvestur á Heklu, þau er harðast renna nú.
4