Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 18
SAMVINNAN hefur það hlutverk að vinna, að frelsa mennina ou byggja upp lieiminn. Frelsa mennina frá sinni eisin sjálfsníðzlu, byggja heiminn upp af hans eigin bergi. Samvinnilsagan er ekki h'ing ennþá. en lurn geislar af drengskap og ljómar af dáðum, en framar öllu er hún þó þrungin alvöru, raunsæju skyggni, heiliyndum núskap og fastmótaðri framsækni. Og nú, þegar mannkynið skelfur al ótta við sjálft sig og heimurinn bíður eftir sinni eigin uppbyggingu, þá verða þeir æ fleiri. sem ganga undir friðarflagg samvinnunnar og tileinka sér hennar félagsanda og framtíðarsýn. Stafnendur og gestir samvinnustarfsmannasambandsim i Oslo 27. febrúar síðastliðtnn. samvinnustarfsmenn Norræni r bindast samtökum Hið nýja norræna samband á að auka kynni þátttakendanna, meðal annars með starís- mannaskiptum í milli landanna Samvinnumönnum hefur jafnan ver- ið það Ijóst, að samvinnustarfið stend- ur dýpri rótum en hagkerfi efnalegrar afkomu einnar. Það á sitt upphaf og afl í mannlegum sálum, sem þrá að skilja hver aðra, þrá að þjóna hver annarri, þrá að vinna sameiginlega að sigrum sinna fegurstu hugsjóna. Bróðurlegt starf í þágu söniu lífshug- sjóna getur tengt menn saman yfir út- höf breið, þótt þeir ekki hafi nein per- sónuleg kynni hver af öðrum. En eigin kynni eru þó ærið þýðingarmikil til enn gleggri skilnings, aukinnar þekk- ingar og lífrænni starfsgleði. Þetta hefur ýmsum dáðríkum starfs- mönnum samvinnufélaganna á Norð- urlöndum lengi verið ljóst. í hverju landi fyrir sig hafa starfs- menn sanrvinnufélaganna haft samtök sín í milli undanfarin ár. Forgöngu- m(enn þeirra félaga hafa svo núna síð- ustu misserin unnið að sameiningu þeirra og undirbúningi starfsmanna- samtaka norrænna santvinnufélaga, er síðar næði svo til allra annarra menn- ingarlanda. Og nú í vetur, eða dagana frá 27. febr. til 1. inarz, var svo þetta samband stofnað í Oslo með þátttöku þriggja þjóða: Noregs, Svíþjóðar og Danmerk- ur. Finnland, sem gengið er í sam- bandið, hafði ekki tök á að mtæta, en Is- land, sem er enn ógengið í þetta sam- band, átti þar viðstadda gesti. Megin stefnumálin eru aukin, per- sónuleg kynni samvinnufólksins landa í nrilli og sanreiginlegur skilningur þess á eðli og viðfangsefnum samvinn- unnar. Og starfsárangri hyggst það að ná með millilandahópferðum og kynn- inganrótunr, með bréfaskriftunr, íþróttakeppni og námskeiðuhr um samvinnumálefni. Og síðast, en ekki sízt, með því að starfsfólk innan sam- vinnufélaganna skiptist á vinnu milli landa, um’ lengra og skemmra tíma- skeið. í júl'ímánuði næsta sumar, þegar sumarfríin hefjast, byrjar þetta ný" stöfnaða samband starf sitt með viku- löngu kynninga- og fræðslumóti í Sam- vinnuskóla Norðmanna við Oslo. Ráð- gert er að þar nruni mæta um öO þatt" takendur norrænir. Auk fræðsluerinda, samræðna og kvikmyndasýninga, leikja og íþrótta- er gert ráð fyrir smá ferðunr um ná- grennið. En þetta er aðeins lítil morgunæfmg í upphafi ófyrirsjáanlega langs og fjöí* þætts starsdags framsækinna og ein- ingarglaðra samvinnumanna. Hér verður ekki gerð nein tilraun til þess að lýsa franrhaldinu. Lífið leiðir það í Ijós. — Minna nrá aðeins á þ^ (Framhald á bls. 24). Stjórn starfsmannasambandsins. Talið Sr0 vinstri: Vilh. Parbst, Danm., Joh. Stadager’ Danm., Gunnar Höglin, Sviþj., Gunnvar Jarlegárd, Sviþj., Arne O. Wold, Noregi, f°r maður, Knut Fjastad, Noregi. Ungur Islendingur ritar Samvinnunni frá Osló 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.