Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 20
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA (Framhald af bls. 5). vömgeymsluluis úr steini. Það stendur nú á bak við nýja verzlunarhúsið. Einnig á nú félagið nokkrar aðrar vöruskemmur, þar sem bifreiðar þjóta daglega um og ýmist bæta við eða taka af vörubirgðunum. Ekki verður skilizt s\o við frásögn af Kaupfélagi Arnesinga. jafnvel þótt svona Iausleg sé, að eigi sé getið að nokkru jarðeigna félagsins og btiskap- ar þess. Fyrir al-lmörgum árum keypti kaupfélagið stórjörðina Laugardæli, en hún er skammt frá Selfossi í norður. Þar reisti það margar stórbyggingar á skömmum tr'ma. Auk góðs íbúðarhúss gefur nú að líta í Laugardælum gríðar- stórt fjós yfir 40 nautgripi, ásamt við- byggðri hlöðu, sem tekur 2000 hesta. Einnig eru í henni tvær stórar súrheys- gryfjur, en aðrar tvær eru úti. Undir öllu fjósinu er kjallari. Er þar hin bezta geymsla fyrir fóðurbirgðir og grænmeti, og ekki vasar þar um land- búnaðarvélar og verkfæri, því þótt slíku sé kastað inn rennblautu, þornar það ;i skömmum tíma vegna jarðhitans og helz.t þurrt. En svo að vikið sé aftur að nautgriparækt K. A., má geta þess, að á einni af hjáleigunum, sem lagðar liafa verið undir Laugardæli — Þor- leifskoti — var reist f jós fyrir geldneyti o. fl., og eru þar nú 30 ungviði. Auk fjóssins í Laugardælum, er þar stórt svínahús. Þar dvelja gylturnar með grísum sínum þar til þeir eru ákvarðaðir til slátrunar. Þá eru þeir fluttir yl'ir í annað hús skammt frá, sem einnig er allstór bygging — og ald- ir þar vissan tíma áður en þeim er )óg- að. Þarna er líka hestbús, og eru aldir þar upp bæði vagnhestar og gæðingar, undir umsjón kaupfélagsstjórans, sem er mikill hesta- og tamningamaður, þótt hann sjálfur þræti fyrir að svo sé. Allar byggingar jarðarinnar eru hvítmálaðar með rauðum þökum. Þær standa á fallegri hæð, svo að segja í miðri landareigninni og blasa við aug- um, þegar farið er uin þjóðveginn. Fer lítið fyrir gömlu Laugardælakirkj- unni meðal þeirra. Hún á nti að hverfa og ný, stór kirkja á Selfossi að taka við hlutverki hennar. Þótt vikið hafi nú verið nokkuð að þeim fyrirmyndarbúskap, sem Kau(r- félag Árnesinga rekur að Laugardæl- um, er þess þó ennþá ógetið, sem sjálf- sagt er mest um vert alls í sambandi \ ið þessa merkisjörð. í gegnum rann- sóknir, sem látnar hafa verið fara fram, hefur þegar komið í Ijós, að jörðin er svo auðug af heitu vatni, að kauptúnið Selfoss getur fengíð þaðan nægilegt \atn til upphitunar híbýlum íbúanna og til annarrar notkunar. Kaúpfélagið hefur sjálft séð um rannsóknir á jarð- bitanum. Það mun einnig láta annast \ irkjun hitans á jörðsinni og halda því verki áfram þar til heita vatnið er kom- ið að eða inn úr hvers manns dyrum og hreppsfélagið tekur við rekstri hita- veitunnar. F.r hér af K. A. unnið hið þýðingarmesta \erk, sem verða mun öllum, er njóta, tilmargháttaðrarbless- unar. í þjónustu Kaupfélags Arnesinga ei u nú starfandi langt á 2. hundrað fastir starfsmenn, karlar og konur. Að öllu samanlögðu verður ekki annað sagt heldur en að rekstur þessa til- tölulega unga kaupfélags sé mjög til fyrirmyndar og sýni stórhug, hressileg- an djarfleik og mikla trú á framtíðina. Framkvæmdastjóri Kaupfélags Ár- nesinga er liinn mjög rómaði atorku- tnaður Egill Thorarensen í Sigtúnum, en fulltrúi er Grímur sonur hans. B. Þ. Kr. ATLANTSHAFIí) ER LÍTIÐ (Fratnhald nf bl.s. S). eru Bessastaðir beint niður untlan — hringn- um vfir Reykjavík er lokið og stefnan tekin suður og vestur i haf. I'erðin er liafin. Klukk- an er á.30 e. h. Eftir átta klukkust. ættum við að sjá ljósin hjá Dönum. l'etta er j)á svona ámóta ferðalag og að aka frá Akureyri suður í Borgarfjörð. A meðan skipið jtræðir ströndina og hjart er að sjá inn til landsins, jirýstum við nefun- um út að rúðunum og reynum að jjekkja fjöll, ;ír og voga, en þegar komið er á mið Vest- mannaeyinga, fer skýjaþykkni að bvrgja út- sýn til landsins. Flugvélin rennir sér léttilega upp á skýjabakkann og hækkar sig jafnt og ]>étt. Eftir ofurlitla stund er allt horlið, land- ið og sjórinn, en fyrir neðan okkur breiðir sig furðulegt skýjalandslag með hæðum og hól- mn. dölum og lauttun, klettum og klungrum, en ttppi yfir ljómar síðdegissólin. Skipið j>ýt- ur áfram með 210 mílna hraða á klukkustund, cn maður verður ]>ess naumast var. Ferðalag- ið er líkast því, að maður sitji í stássstofu kunningjans og rabbi við hann um daginn og veginn og njóti fagurs útsýnis út um gluggana hjá honum. Þetta er allt svo skemmtilegt, að raunar finnst manni ekkert fjarstæðara en að nokk- uð geti komið fyrir þennan undrafarkost, en |>að er líka gert ráð fyrir J>eim möguleika. — F'lugþernan okkar, sem áður var önnutn kafin \ ið að korna ytirhöfnum okkar fvrir í fata- geymslunni, vefja teppum unr fætur okkar og hagræða koddunum undir liöfði okkar í stól- unum, stillir sér nú upp á mitt gólíið og held- ur ofurlitinn ræðustúf yfir okkur. Það er alh- af reiknað með þeim möguleika, að eitthvað geti komið fyrir og flugskipið þurfi að Ienda á úfnu hafinu. En j>etta væri í rauninni ekki eins afskaplegt og flestir héldu, því að björg- unartækninni liefði fleygt fram, eins og öðru á þessum síðustu árum. Fvrir framan hvern stól er geymt flotvesti, sem fyllist með kol- sýru, þegar kippt er í þráð, líka má blása vest- ið upp cins og ballón. Búklending á liafinu getur gengið alveg ágætlega. Atlantshafsflug- vélar lljúga liátt og á meðan J>ær svífa niður eru benzíngeýmarnir tæmdir. F'lugfarið helzt j>\ í á floti góða stund eftir lendinguna, á lolt- inu í geymununi. I flugvélinni eru tveir gúmmíbjörgunarflekar, sem einnig eru fylltu af lofti með sérstökum útbúnaði, þegar á þarf að halda. Hver fleki ber 20 manns, svo að það yrði rúmt um okkur í þessari ferð. Þessir flck- ar eru útbúnir með ölluin þægindum — d hægt er að tala um svoleiðis hluti í j>essu sani- bandi. Það má setja upp [>ak til skjóls fyrtr regni. Matur og drykkur dugar til margra daga og j>ar að auki er áhald til þess að vinna drykkjarvatn úr sjónum. Meira að segja er ht- il neyðarloítskeytastöð um borð. Loftnetið er sent upp með flugdreka og stöðin sendir sjálf- ritandi SOS-merki út í geyminn. — Útbúnað- urinn er allur með ágætum, segir flugþernan — en livað sem |>ví líður er naumast hægt að vænta [>ess, að nokkurn okkar langi til j>ess ao sannprófa sannleiksgiidi orða hennar. Rökkur á halinti. Skýjalandið dimmir »fí- um. Ljósin kvikna hvert af öðru við sætin, er menn j>reytast á að rýna út í geiminn. Blö'ðm frá New Vork í gær eru skemmtileg afj>reyiug- Eg sé mér nú leik á borði, er skipstjórinn a farinu, Matleck kafteinn, kemur inn í far' j>egaklefann, að ná tali af lioinun og frétta af ferðalaginu, eittlnað meira en ráðið verður af þ\ í að horla út um gluggann. Jú, ferðin geng' ur svo sem ágætlega, við fljúgum í 8000 fet*1 hæð í kyrru veðri og stefnum á Skotland. l<>r' um líklega þar yfir vegna verri veðurskilyroa norðar og þetta tefur ferðina dálítið, en skipt" ir þó ekki verulegu máli. Veðrið í Kaup- mannahöfn er hálfleiðinlegt, dimmviðri og slydda, en bjart yfir Stokkliólmi. Þvkir okkur ekki skipið þægilegt? Og aðbúnaður í bezta lagi. Jú takk, við eruni i sjöunda himut- Kafteinninn kinkar kolli ánægður og hverfur inn í flugmannsklefann. Þessir inenn hafa ekki áhyggjur al smámunum. Flugmen11 American Overseas Airlines eru allir þauf' vanir Atlantshafsflugmenn og þekkja mSta- vel duttlunga náttúrunnar á þessum hjara- En þeir ganga líka ekki óstuddir til j>essa verks. Öll þau öryggistæki, sem snilli manns- ins liefur getað uppgötvað, eru þeim fengin 1 liendur. F'ranuni í „nefinu“, J>ar sem áhöfnin — aðr ir en flugþernan og brytinn — hafast við, eru vistarverur margar og skrítnar í augum le'^ mannsins. Tala mælitækja og furðuverka er (Framhald d bls. --)•

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.