Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 29
..Vitleysa! Eg á svo mörg systkini, sem eru yngri en eg,
s'° eg kann vel að halda á krakka. En þú sjálf? Ætlar þú
að lóna úti í skógi allan daginn?“
Aníta kinkaði kolli.
..Hefur þú nokkurn mat með þér? Hérna taktu nestið
niitt. Eg get borðað í leiðinni, úr því að eg fer ofan eftir,
hvort sem er.“
Aníta tók hálfhikandi við matnum.
..Getur þú farið tafarlaust?" spurði hún.
Þegar hann játti því, beygði hún sig ofan að drengnum,
lagði hann undir vanga sinn og kyssti hann. Svo kinkaði
1Un kolli til Einars og fór. Honum heyrðist hún gráta.
Einar gekk í þungum þönkum niður að Elfargörðum
^eð barnið. Honum var órótt í skapi. Að vísu vissi hann,
að Aníta lagði það í vana sinn, að hlaupa til skógar, þegar
gesti bar að garði í Hlíð, en samt sem áður. . . . Nú var það
a allra vitorði, hvort sem var, að hún var fjölleikamær, svo
að það gat hvorki gert til né frá héðan af. .. . Eitthvað ann-
að hlaut að búa undir. Hún var hlægilega hrædd um, að
tengurinn yrði tekinn frá henni, og var brosað að henni
yttr það. En að þessu sinni —. Líklega bjó eitthvað undir
pessari hræðslu hennar, þegar öllu var á botninn hvolft. En
tann gat samt ekki gert sér fyllilega Ijóst, hvers vegna hon-
um var svo órótt í skapi.
Hann mætti engum fyrr en hann kom að vegamótun-
Urn hjá Mýri. Þar mætti hann Sigbritt, sem hafði skroppið
að Mýri í einhverjum erindagerðum. Þegar hún kom auga
a órenginn, rak hana í rogastanz. Einar fór að hlæja.
>>Þú heldur líklega, að eg hafi fundið útburðarbarn í
^óginum," sagði hann. „Nema eg eigi krógann! Eg ætla að
aia ofan að Elfargörðum með hann.“
Sv° sagði hann henni alla söguna.
T «Nú, eftir að það komst upp, að hún hefði starfað í fjöl-
'e‘kahúsi, er hún ennþá hræddari um, að drengurinn verði
rekinn frá henni,“ sagði Einar. „Annars get eg ekki skilið,
ryað það aetti að gera til eða frá, þó að fólk viti það. Hún
'ar aUtaf á glóðurn um, að það kæmist upp.“
»Hvernig veizt þú það?“
»Eg hef vitað það lengi. Manstu þegar Aníta kom í fyrsta
SklPti að Vatnsbotnum og eg sagði, að mér fyndist eg kann-
ast við hana?“
”Já, en þú sagðist ekki muna, hvar þú hefðir séð hana og
°ætu ekki komið henni fyrir þig-“
”Eg kom henni ekki fyrir mig fyrr en um kvöldið, þegar
ubbi lék listir sínar .Þá mundi eg greinilega, að eg hefði
S, hann og Anítu áður. Það var á markaði. — Lubbi lék
Uakvæmlega sömu listirnar þar og í hlöðunni hér á dögun-
Urn og raunar fleiri ásamt trúðleikara og fimleikamey, sem
»ekk á höndum, gerði flugstökk og þess háttar á rauðu
, æði, sem breitt hafði verið á jörðina. Þessi stúlka var An-
lta- Gg trúðleikarinn hefur sennilega verið faðir drengsins,
gætl eg trúað.“
"Hvernig leit hann út?“ spurði Sigbritt, sem réði sér ekki
yrir forvitni.
. ”Ja> það veit eg ekki. Á andlitinu var ómögulegt að átta
^yAf málningunni, — hann var snjóhvítur í framan með
autt nef og svört strik hér og þar. Mér virtist hann samt
ekki vera mjög ungur, Mér var næst að halda, að hann væri
faðir hennar."
„Hvenær var þetta?“
„Látum okkur sjá,“ sagði blindi maðurinn, „það mun
vera hálft annað ár síðan, því að þetta var á vormarkaði.“ —
Annars var mesta óhræsisveður, rigning og kalsi, enda var
klaki ekki farinn úr jörðunni. Og þau létu sig hafa það, að
vera undir beru lofti í þunnum leikfimisfötum, að minnsta
kosti Aníta. Maðurinn var víst ögn skár klæddur, því að
hann var í víðum silkibuxum, grænum að lit — man eo —
með alls konar glitrandi dinglumdangl á. — Mikið að þau
skyldu ekki drepast úr kulda!“
Þau gengu hlið við hlið heim að Elfargörðum.
„Á eg ekki heldur að taka við barninu?" sagði Sigbritt.
„Fer ekki betur á því?“
„Nei,“ sagði Einar. „Eg lofaði henni að afhenda hann
heilan af hófi og með eigin hendi á Elfargörðum, og það
ætla eg líka að efna.“
„Eg ætla að koma með og heyra, hvað þau segja,“ sagði
Sigbritt. „Svo fer eg upp að Hlíð til að vita, hvernig þetta
er allt í pottinn búið. Eg veit ósköp vel, að Kari rær að því
öllum árum, að Blomshjónin fái drenginn.“
„Það eru mikil ósköp, sem geta gengið á út af þessu litla
skinni,“ sagði Einar og horfði á drenginn. „Mamma þín á
ekki sjö dagana sæla, Áki litli, og engan áttu föðurinn.
Hann dó víst frá þér, vesalingur."
„Er hann dáinn?“ spurði Sigbritt.
„Já, hann hefur sennilega orðið innkulsa. Eg er viss um,
að hann hefði ekki yfirgefið aumingja telpuna að öðrum
kosti. — En nú förum við inn með drenginn, og svo verð eg
samferða upp að Hlíð á eftir. Mig langar ekkert til að vinna
aleinn þarna upp frá í dag.“
Uppi á skógargötunni ,sem lá fram með skíðgarðinum,
tók Einar undir handlegginn á Sigbritt.
„Veiztu það?“ sagði liann, „að stundu mer mér næst skapi
að láta alla bygginguna lönd og leið.“
„Hvað kemur að þér?“
Einar yppti ögn öxlum. „Ja, til hvers er eg eiginlega að
þessu? Það er hvoít sem er ekki hægt að byggja heimili fyrir
sjálfan sig eingöngu."
„Nei, en hvernig er með Anítu?" gloppaðist fram úr Sig-
britt. Ósjálfrátt var dálítill hæðniskeimur í röddinni.
„Já, — Aníta. . . .“ sagði Einar og varð hugsi. — „Hefði
eg aldrei kynnst þér, — hver veit? En svo er annað. Taktu
einhvern tíma vel eftir Anítu! Hefurðu aldrei tekið eftir
því, hvernig augnaráð hennar getur verið, — alveg eins og
hún sé í leiðslu. Henni þykir vænt um einhvern, — en áreið-
anlega ekki um mig. Vera má, að það sé trúðinn, sem hún
getur ekki gleymt. Um það veit eg ekkert. — En hitt vil eg
ekki, að sú kona, sem eg geng að eiga, hafi hugann við allt
annan mann, þegar hún horfir á mig. — Það er ekki af því,
að eg sé eigingjarnari en aðrir karlmenn, en eg vil að
minnsta kosti láta konuna mína muna eftir því, að eg sé
til.“
Sigbritt gat ekki stillt sig um að hlæja.
„Heldur þú, að Aníta muni ekki eftir því?“ spurði hún.
„Ekki á þann hátt, sem eg vil vera láta. Auk þess er hún
ekki þannig gerð, að hún myndi giftast til þess eins, að láta
29