Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 28
(Framhald). 21. KAFLI „Ég fer þá út og tek dótið mitt saman," sagði hún í und- arlega hljómlausum málrómi. Hún gekk til dyranna með drenginn í fanginu. Þar nam hún staðar og sneri sér við. „Eg skil, að það gæti litið svo út, sem eg liefði tekið þessa hluti, og þú ert sjálfsagt viss um það. Eg óska þess eins, að það komi einhvern tíma í ljós, að eg hef ekki gert það. Og áður en eg fer, vildi eg mega þakka fyrir þennan tíma, sem eg hef verið ltér, og fyrir það, hve góð þi'x hefur verið við drenginn.“ „Lætur þú Blomshjónin fá hann í leiðinni?" spurði Kari hálfórólega. — Enda þótt hún vildi ekki kannast við það, Iiafði hún slæma samvizku vegna barnsins. „Eg skal áreiðanlega sjá fyrir barninu," sagði Aníta án þess að svara spurningunni beinlínis. „Þakka ykkur fvrir og verið þið sæl.“ Hún leit til piltanna, kinkaði kolli og reyndi að brosa of- urlítið. „Bíddu við! Fáðu þér að borða, áður en þxi ferð,“ sagði Kari. „Enginn skal geta sagt það. . . .“ „Þökk fyrir, eg hef ekki lyst á að borða núna,“ greip An- íta fram í. „Það ættir jafnvel þú að geta skilið." Úti á hlaðinu mætti hún Agnesi og kvaddi hana. Agnes vissi varla sitt rjxikandi ráð. „Það verður varla sagt um þig, að þú sért sérlega brjóst- góð, Kari,“ sagði hún umsvifalaust, þegar hxin konx inn í eldhúsið. Að loknum moigxinverði fór Kari út í skemmu til að borga Anítu þetta lítilræði, sem henni bar í kaup. En hún var ekki í skemmunni. Koffortið var læst og allt smávegis, sem Aníta hafði haft uppi við, var horfið. „Hxin kemur sjálfsagt fljótlega,“ sagði Kari. En Aníta lét ekki sjá sig. Gengið eftir loforði Einar á Mýri hamaðist við vinnu sína og varð emskis var fyrr en hann heyrði sagt að baki sér: „Einar!“ Þar stóð Aníta móð og másandi, eins og hún hefði korni^ i harðaspretti. „Hver ósköpin ganga nxi á?“ spurði hann og lagði verk' færin frá sér. Aníta dró djúpt andann til að ná valdi yfir röddinni. „Þú lofaðir. . . . að hjálpa mér....“ fékk lxxin stuni^ upp. „Nú....“ „Já. reyndu að vera róleg og segðu mér, hvað er á seyð'- Seztu hérna og láttu mig fá drenginn. Svona þá, hvað er að?“ „Viltu taka drenginn og þetta bréf“ — hún dró lokað um- slag xir barmi sér — „og fara ofan að Elfargörðum. Eg hef skrifað þeim og beðið þau að sjá xxm drenginn í bráðina- „Já, en því ferðu ekki sjálf með hann og hvers vegna. - • • „Þú lolaðir að spyrja mig ekki,“ greip Aníta fram í. ,-En — þú veizt, að Blomshjónin.... Kari vill endilega, að þau fái drenginn. Nxi koi x þau“ — skrökvaði hxin — „og þá eg ekki liafa drenginn heima. Eg ætla að halda mig úti 1 skógi, svo að þau nái ekki heldur í mig.“ „Barnaskapur!“ sagði Einar brosandi. „Enginn getlU tekið drenginn frá þér.“ „Það veiztu ekki.“ Hún lagði svo kynlega áherzlu á orðin, að það runnU tvær grímur á Einar. „Þxi heldur það í raun og veru?“ spurði hann. „Þxi lofaðir. . . .“ „Já, vissulega! F.n það er hægra sagt er gert að hafa stjorn á tungu sinni. Ef þú óskar þess eindregið, skal eg fara mfú drenginn að Elfargörðum, enda þótt. ..." „Þykir þér þá ekki leiðinlegt að gera það?“ „Nei, því Jrá það?“ „Jú, að koma með smábarn í fanginu."

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.