Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 8
SENN TEKUR að lialla <leSi í Kellavík. Hann lieíur verið heiður og bjartur og langur. En nú er hádagsljóminn af loftinu og roði síðdegissólar á Snæfellsnessfjöllum. og jaá tekur líka að styttast í biðinni fvrir okkur. sem höfum beðið skips síðan snemma uin morguninn. Skipið er lent í höln fyrir nokkru og nú stendur það úti fvrir skáladyrum. sill- urlitað og fagurt, og við erum sífellt að líta eftir því hvort ekki sé að koma fararsnið á ungu, rösklegu mennina, sem sitja og skrafa inni í biðsalttum. Þeir eiga að ferja okkur yfir hafið. Þegar þeir standa upp, er stundin komin. En ennþá eru þeir hinir rólegustu og klukkan er farin að ganga fjögur. Blaðamenn- irnir, sem komu með skipinu í morgun og allir heiðursgestirnir vestan um haf, eru á bak og burt. Það er að komast kyrrð yfir þennan undarlega stað, eftir ys og þys dagsins. Það erunt bara við ferðafélagarnir, sem erum óró- Hctuktn' Snorrason segir frá fyrstu för „Reykjavíkur" — hins nýja, veglega flaggskips AOA — til Norðurlanda. legir og lítum sífellt á klukkuna. Skyldi nú ekki vera kominn tími til að fara af stað? Allt í einu standa flugmennirnir í biðsaln- uin á fætur og gefa okkur merki. í skyndi grípum við handtöskurnar okkar og ritvélarn- ar og skundum út á völlinn, þangað sem breiður stigi Iiggur upp að inngöngudyrum flugvélarinnar. „Með svona stiga gæti maður fengið sér sérinngang á annarri liæð,“ segir Öryggið er mikið. 4-hreyfla farþegaflugvél getur flogið þótt 2 hreyflar bili — sem þó kemur ncer aldiei fyrir. einn i tiópnum um leið og við stígum inn fyr- ir dyrnar og litumst um í farþegaskálanum. Flugþernan — frægasti ílugíarþegi heimsins — tekur á móti okkur tneð elskulegu brosi. Jó, við megum sitja hvar sem viðviljum.þaðverS- ur fámennt — og góðmennt — á leiðinni yfif hafið. Engir nema við íslendingarnir — og tvær vesturdanskar konur — og einhver herra þarna hægra inegin, það verður nú allt og sumt, en þessi flugvél tekur 40 farþega. Og nú er „Flaggskip Reykjavík" tilbúið f Atlantshafsferðina. Skyldu menn tinna til undarlegrar órótilfinningar í brjóstinu nú, er þeir eru á þröskuldi Atlantshafsins? Jú, víst er hún þar, en sprettur hún af tilhugsun- inni um ægilegar öldur Atlantsála eða er hún bara sönnun þess, að við erum okkur þes* meðvitandi, að við lifum stórt augnablik, upphaf okkar fyrsta Atlantshafsflugs? í rauninni er upphaf Atlantshafsflugs í engu ólíkt því, að setjast upp í flugvél á Melgerðis- melum og fljúga til Reykjavikur. Flugvélin er bara stærri og tilhlökkunin meiri. Það er allt og sumt. Allir eru glaðir og reifir að sjá, eng- um virðist detta annað í hug, en að hér sé upphaf mikils ævintýris og að gaman verði að teygja úr sér i mörg þúsund feta hæð yf*r sjálfu Atlantshafinu og renna sér léttilega niður á flugbrautina í Kaupmannahöfn eftir fáeinar klukkustundir. Nú er flugskipið komið á brautina á flug- vellinum, og það er æðí spölur, sem það hefur ekið. Þeir eru líka farnir að kalla Iíeflavík risaflugvöll, og eitthvað nnin þurfa til slíkrar nafngiftar. Augnabliki síðar lyftum við okk- ur upp af vellitium og tökum stefnu á Reykja- vík. „Þeir fljúga alltaf yfir Bessastaði og Reykjavík," segir einhver, „sýna farþegunum forsetabústaðinn og höfuðborgina." Þeir bregða ekki út af vananum í þetta sinn. Nú (Framhald á bls. 20). Nýjasta og glcesilegasta langferðaflugvélin ,JFlagshiþ Reykjavik", 4. hreyfla Skymaster, áður en hún lagði i íslandsferðina og flutti blaðamemiina héðan austur og vestur um haf. — Atlantshafið er lítið árið 1947 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.