Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 15
Edvard Sigurgeirsson tók þessar rnyndir fyrir Samvinnuna. Þœr segja
nokkra kafla úr fer/Sasögu bóndans, sern hrýzl meö mjólkina i kaupstaÖ á
sleða, pegar snjóar loka bifreiöaleiöum, og flylur heim björg i bú til eirt-
nngraöra bceja.
Myndirnar til vinstri sýna förina í kaupstaöinn. — Efst t. v. úti á snjó-
þökturn þjóðvegtnum á leið i kaupstaðinn. Uppi á hceðinni má sjá aðra
sleðalest á ferð. Efst t. h. er sleðalestin nær komin til Akureyrar, Klceöa-
verksmiðja SÍS, Gefjun, er i baksýn. Neösl t. v. er ncer komið i áfangastað,
^kið upp Grófargil á Akureyri, meðfram Mjólkursarnlagshúsi KEA. Neðst
l' h. sjást tvcer sleöalestir rnœtast úti á þjóðveginum. Önnur á heimleið,
með varning úr kaupstaðnum, hin að flytja mjólk til Sarnlagsins.
Myndirnar til hcegri eru áframhald þessarar ferðasögu. Efst t. v. á þeirri
blaðsiðu eru sleðarnir komnir að móttökudyrum Mjólkursarnlagsins og efst
*■ h. er verið að losa brúsana af sleðunum. Nœsta mynd sýnir sleðana, þar
sem þeim hefur verið raðað á veginn eftir losunina. Hestarnir hafa verið
spenntn frá. Bcsndur nir reka nú erindi sin i kaupstaðnum, áður en haldið
€r heim. Neðsta myndin á þessari blaðsiðu er frá heimförinni. Sleðarnir
eru lestaðir alls kyns varningi til búsins. Það er tekið að halla degi og lík-
^egt er, að myrkur verði skollið á áður en þeir, sem lengst eiga að fara, aka
4 hlað.
in i kaupsiaðinn er löng þegar ekið er á hestasleða. Þótt lagt
se af stað snetnma morguns, er komið myrkur, þegar heim
er komið. Og á fámennum heimilum — eins og þau gerazt
nu í sveitum landsins — verður húsfreyjan og börnin að
S®ta búsins á meðan bóndinn er í burtu í hinni löngu ferð.
^annig gengur það dag eftir dag og viku eftir viku. Leys-
lngm, sem allir þrá, kemur ekki fyrr en komið er fram í
apnl. Þá taka ýtumar aitur til, þar sem frá var horfið, og
k'larnir taka aftur að bruna um sveitina. Sleðarnir eru lagð-
lr ttl hliðar. Þessum kapítula í sögu bóndans og búskapar-
!-
ins er lokið. Hann getur nú snúið sér að öðrum, aðkallandi
verkefnum.
Það er vissulega ástæða til þess að minnast þessa — geta
þess í fréttum — eigi síður en erfiðleika brezkra bæntla, sem
svo mjög hala verið umtalaðir á íslandi á þessum vetri.
Það er í frásögur færandi, að þrátt fyrir hið mikla fannfergi
í Eyjafirði og erfitt færi — sem gjörla má sjá af myndum
þeim, er hér eru birtar, — varðaldrei skortur á mjólkurvör-
um á Akureyri. Mjólkursamlag KEA starfaði eins og venju-
lega, og meira að segja var hægt að halda áfram að senda
mjólk til Siglufjarðar — þar sem Samlagið hefur út-
sölu — allan þennan snjóatíma. — Þessar myndir hér
minna á þá staðreynd, að þótt við gerum okkur dælt
við vélarnar, teljum þær flestra meina bót og reyn-
um að afla okkur nýrra og fullkominna tækja til
hvers konar vinnu. þá hafa þær ennþá ekki megnað
að leysa samgönguvandræði byggðanna, þegar naóðir
náttúra tekur völdin í síntr hendur, hylur þjtiðveg-
ina með margra metra þykkri snjóábreiðu og tortím-
ir öllum kennimörkum á samgönguleiðum. í norð-
lenzkum snjóavetri eru aflmestu bifreiðar gagnslaus-
ar til þess að halda uppi ótrufluðum samgöngum. Þá
verða Norðlendingar að grípa til „þarfasta þjónsins"
og sleðans, er flytja skal varninginn, en bregða sér á
skíði, ef skreppa þarf bæjarleið.
15