Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 19
í STUTTU MÁLI
(Framhald af bls. 2).
*anivinnumennirnir að því, að leiða athygli al-
^oennings að þessum viðskiptum. Miklar umratð-
111 hafa farið fram i sænskum blöðum, og .svo
^nn að fara, að þingið taki málið fyrir.
Sænsku samvinnumennirnir halda því fram,
^ hringurinn haldi verði á línóleum óeðlilega
;t sænskum markaði, og að hið sænska félag
hafi greitt hringnum um 1 milljón króna s. 1. ár,
l^nikvæmt samningi um sameiginlega arðskipt-
*®8u þeirra félaga, sem eru í hringnum. A síð-
aðalfundi sænsku verksmiðjunnar krafðist
^lbin Johansson, forstjóri KF, þess. að þessttm
*rðskiptingar-samningum yrði sagt upp þegar,
forstjórar verksmiðjunnar telja sig bundna af
P'b" þangað til árið 1977. Samvinnumennirnir
^rskota nti til laga, sem sett voru í ágúst 1946,
*1*1 ..óeðlilegar takmarkanir á samkeppni i við-
lWptum“, og vænta þess, að þau nái yfir við
^lpti Forshaga — en svo nefnist sænska verk-
*R4'®)an — og evrópska linóleumhringsins. Valds-
°*enn þoir, sem eiga að sjá um framkvæmd þess-
j4*3 Iaga, hafa nýlega krafist skýrslu um sambaud
°rshaga-félagsins og hringsins af forráðamötin
41111 sænska hlntafélagsins. Virðast nokkrar horf-
j11 ^ því, að með þessum aðgerðiim takist KF að
^ sænska gólfdúkaiðnaðinn úr grcipum auð-
lngsins þc^ar á þcssu ári og koma til leiðar
'^rulegri laekkun á gólfdúkaverði, til hagsmuna
lr allan almcnning í Svíþjóð.
HEKLA
(Framhald af bls. 4).
^ síðasta gasi. Sveigði hann þá til
suðurs um skeið, meðfram Rauðöld-
Uru, og sóttist þá seinna miklu en áð-
Ur- Síðustu viku mun hann lítið hafa
eugzt eða alls ekki, en þykknað og
^aðizt upp. _
Oll Hekluhraun eru apalhraun,
etr tnjög og hrjúf. Eins er þessum
ttað, hinum nýju. Eldleðjan, sem úr
Ja linu kemur, er þykk og seig, svo
hún getur ekki runnið langt, held-
sútðnar hún og ýfist upp í hryggi
^a’ Þegar kemur niður á jafn-
ttuna skammt frá rótum fjallsins.
ennandi hraunið er áþekkast þykkri
fjhtskriðu. Ofan á því er urð hol-
httra
helli
stema, en stór björg á milli eða
Ur, sem oft rísa á rönd, líkt og jak-
. ' hruðningi. í hraunbrúninni glór-
lr Pó víða í rauða, hálfstorknaða kvik-
^a, sem uncjjr er Þegar hraunið
51Uur fram, þrýstast út úr því totur,
1 ast í ofanverðri röndinni, unz hálf-
^tnrkruið hraunflikki falla til jarðar.
ytur þá upp rauðleitum reyk en urð-
^ riður hrynja ofan af baki hrauns-
en etnhennilegu, ríslandi hljóði,
lunan úr hraunbrúninni heyrist
surgandi þytur, er grjótið nístist sam-
an fyrir þrýstingu hins þunga, hálf-
storknaða bergs. Allmikinn hita legg-
ur al slíku hrauni, en þó er vel vært
í 1—2 m fjarlægð frá því og jafnvel
fast við það. Þar sem hraunið rennur
hraðast, er þetta með nokkuð öðrum
hætti, einkum hið næsta sjálfum gígn-
um. Þar fellur það fram með þungum
nið milli storknaðrá skara líkt og á,
sem í er mikil krapaför.
A annan páskadag fórum við nokkr-
ir saman ujip að gígnum í suðvestur
öxl Heklu, þar sem hraunið kemur úr
fjallinu. Þegar hann opnaðist, virðist
hala orðið snörjt sprenging, er varpaði
stórum björgum á báðar hendur og
opnaði hraunleðjunni leið. Stóð þar
eftir dumbrautt bergstálið í fallinu, en
sprungur miklar upp þaðan í hlíðina.
Af gígbrúninni gat að líta. hvar berg-
kvikan vall upp úr jörðinni,glórauðog
ofsaheit. Enga vatnsgufu lagði upp af
henni, en megnan brennisteinsþeí,
enda voru björgin í gígbarminum gul-
og grænfjölluð af brennisteini. Þegar
í stað krapaði hraunflóðið af gráleitri
bergfroðu, sem barst með hinum
þunga straumi, óx og rann saman í
jaka, er skriðu áfram milli breiðra
skara líkt og jakar í á, sem fellur milli
höfuðísa. Þarna gat að líta, hvernig
bergið fæðist, hversu blágrýtislög
landsins hafa skajjazt, og mun það
seint gleymast þeim, er á hafa horft.
Mánudaginn 31. marz var gosið enn
mikið og stórkostlegt, þótt nokkuð
væTÍ því tekið að slota, en eftir það
slævuðust eldarnir mjög, einkum í
norðanverðu fjallinu. og frá því á
páskadag hefur lítið sem ekkert kveðið
að gosum þeim megin. Aftur hefur
gígurinn við fjallstindinn gosið öðru
hverju, og axlargígurinn syðri sleitu-
laust að kalla. Miklu eru þó gosin
minni en í upphafi. Þó er dagamunur
á allmikill. Aska hefur ekki fallið til
skaða síðan fyrsta morguninn. en nú
hina síðustu daga hafa eldarnir aftur
færzt nokkuð í aukana, gosdunur ver-
ið meiri en áður um sinn, gosmekki
borið hærra og meiri eldgangur sézt
uin nætur.
Þegar þetta er ritað, hefur eldurinn
verið uppi í Heklu í þrjár vikur réttar.
Öll Heklugos, sem sögur fara af, hafa
staðið miklu lengur. Enginn veit því,
hvað framundan er, því að hér skortir
enn þau tæki, er veita mættu vitneskju
um slíkt, en vonandi er, að versta gos-
lirinan sé þó um garð gengin og verði
hinar minni og meinlausari, sem eftir
kunna að vera.
Morguninn, sem Heklugosið hófst,
var uppi fótur og fit hér í höfuð-
staðnum og vafalaust víðar um land.
Þúsundir manna ifóru fljúgandi og ak-
andi á vettvang og til þess að horfa á
hrikaleik jarðeldsins. Þeir hafa dásam-
að dýrð hins mikla f jalls, undrazt ham-
farir þess, óttazt hermdarverk þess,
sem þegar eru allmikil orðin. Og þrátt
fyrir allt miklumst vér af því að eiga í
landi voru slíkan ægivald, sem um
fullar átta aldir hefur agað þjóðina,
en jafnframt borið hróður hennar og
landsins langt út um heim.
19. apríl 1947.
ÞEIR ÆTLA AÐ BYGGJA UPP
NOREG
(Framhald af bls. ?).
raunastöð með virkri þátttöku starf-
andi verzlunarfólks frá öllu landinu.
Og fyrir utan þá hagnýtu fræðslu og
reynslu, sem hann gefur því fólki er
þangað sækir til skemmri og lengri
dvalar í þess sérstöku starfsgreinum,
gefur hann því alveg óvenjuleg skil-
yrði til þess að læra að meta lífsgildi
samvinnuhreyfingarinnar.
í skólanum er ríkjandi hlýr og frjáls-
mannlegur félagsandi. Skólastjórinn
og kennararnir eru samvaldir í því, að
vera „félagar" nemendanna. Kuldasúg-
ur tregðu, rígs og tortryggni gustar þar
aldrei innan dyra.
Þar er vermireitur skilnings og vel-
vildar manna í milli. Þar leikur and-
blær einbeitts vilja vaknandi verka-
manna, sem eru samhentir og ákveðnir
í því að byggja upp Noreg á bjargi
samvinnunnar.
LJÓSMYNDIR.
Forsíðumyndin er eftir Þorstein Jósepsson.
Hann hefur einnig tekið myndina af Heklu á
3. bls. og af endurspeglun gosmökks i Þjórsá,
á 4. bls. Myndir af hrauninu á bls. 4 eru eftir
Guðna Þórðarson. Ljósmynd frá Kf. Árnes-
inga eftir Baldvin Þ. Kristjánsson og frá
Húsavík eftir Edvard Sigurgeirsson. Ljósm.
af Atlantshafsflugvél lánaðar af AOA, en af
húsmaeðraleikfimi af KF. Ljósm. frá Noregi
lánaðar af Kooperatören.
LEIÐRÉTTING. í síðasta hefti misritaðist
nafn kaupfélagsstjórans í Norðfirði. Hann
heitir Guðröður Jónsson.
19