Samvinnan - 01.04.1947, Blaðsíða 12
Frá tvílugu til sextugs: Húsmœður i leikfimitíma Konsum i Stokkhólmi.
„Frúifl er í
30.000 sænskar húsmæður gleyma áhyggjum
hversdagslífsins í leikfimiflokkum samvinnufélaganna
EKKERT í heimilishaldi félags-
mannanna er neytendahreyf-
ingunni óviðkomandi." Þannig svar-
aði ungfrú Elly Löfstrand þeirri
spurningu, hvernig það liefði atvik-
ast, að samvinnuhreyfingin tók að
skipuleggja leikfimiflokka kvenna á
12
stríðsárunum. Eg varð að viðurkenna,
að stutt heimsókn í útbreiðsludeild
sænska samvinnusambandsins virtist
staðfesta þessi ummæli fullkomlega.
Sigrar sænsku samvinnufélaganna á
sviði verzlunar- og framleiðslumála á
undanförnum árum eru alkunnir.
Hver hringurinn af öðrum hefur orð-
ið að láta í minni pokann, þegar inætti
samvinnuhreyfingarinnar hefur verið
beitt að því marki, að hnekkja ein-
jkunaraðstöðu á sviði verzlunar eöa
framileiðslu. Hverri starfsgreininni af
annarri hefur verið bætt við fjölþætt-
an rekstur sambandsins og kaupfélag-
anna. Hitt er e. t. v. ekki eins kunnugt
utan Svíþjóðar, að hin félagslega upp-
bygging hefur ekki verið látin dragast
aftur úr. Tala félagsmanna eykst jafnt
og þétt. Og samvinnufélögin reyna að
stuðla að því, að hinir nýju félags-
menn séu ekki aðeins dauðir tölustaf-
ir á félagsskrám, heldur lifandi, virkir,
áhugasamir þátttakendur í starfi sam-
vinnuhreyfingarinnar. Til þess að na
þessu marki er rekin umfangsmikil
félags- og útbreiðslustarfsemi á veg-
um sambandsins og einstakra fe-
laga. Blaðaútgáfa samvinnumann-
anna sænsku er mikil og til fyrirmynd-
ar um margt. Aðalblað þeirra er nu
lang-útbreiddasta og fjölbreyttasta
vikublað landsins. Bókaútgáfa er mik-
il og menningarleg. Bæklingar eru
gefnir út í milljónatali. Skólar og
námskeið eru mikil starfsgrein. Allt
er vel skipulagt og rösklega frarn-
kvæmt. Þessi þáttur starfseminnar
hefur á að skipa fjölmennu og hæfu
starfsliði, og til hennar er varið miklu
fé. Það þykir borga sig í Svíþjóð.
Hver er annars þessi ungfrú Löf-
strand? Eg rakst á hana af tilviljun
á dögunum, er eg átti þess kost að
staldra við einn dag hjá útbreiðslu-
deild sænska samvinnusambandsins i
Stokkhólmi. Eg kom þar inn í deild,
sem einkum á að sinna hagsmunamál-
um húsmæðranna, hafa lífænt sam-
band við þær og stuðla að því, að sam-
vinnuhreyfingin taki nægilegt tillit til
reynslu þeirra og þekkingar, og vinnur
jafnframt að því, að kynna húsmæðr-
um landsins hina miklu þýðingu, sem
samvinnufélagsskapurinn hefur fyrn'
heimili þeirra og hamingju.
„Já, þarna er ungfrú Löfstrand,
sagði leiðsögumaður minn. Eg var
jafnnær. „Jú,“ hélt hann áfram, „hún
er fræg fyrir að hafa fundið upp hús-
mæðraleikfimina." „Hvað er það?
spurði eg. „Það er bezt, að ungfrú Löf-
strand segi þér það sjálf,“ sagði leið-
sögumaðurinn. Þannig hófst samtal
okkar, og þannig kynntist eg hus-
mæðraleikfiminni í Svíþjóð, og hrip-