Samvinnan - 01.12.1947, Side 6
kona hans var að taka til jólamatinn.
En sumir telja, að kvæðið hafi ekki
verið ort fyrr en á síðustu árum hans.
Séra Matthías Joc.humsson hefur
einnig gert stælingu á þessum jóla-
sálmi, sem reyndar er engu síður
skáldleg. En svo mikilli helgi hefur
sálmur Sveinbjarnar náð í hugum
manna, að honum mun tryggur sess
í íslenzkri sálmabók enn um langan
aldur. Sálmur Matthíasar er birtur í
150 sálmum 1912, og héfst þannig:
Blessuð jól,
bjartari sól
leiftrar frá ljósanna stól;
hlusta nú, jörð á hin himnesku hljóð,
helgandi, blessandi synduga þjóð.
Guði sé dásemd og dýrðl
FEGURSTU jólasálmarnir komu
inn í sálmabókina 1886. Má þar
fyrst nefna jólasálm séra Valdimars
Briem: „í dag er glatt í döprum hjört-
um“. Sálmurinn er hið mesta lista-
verk, glæsilegur að orðfæri, ortur með
skáldlegum tilþrifum, og syngst dá-
samlega með hinni hreinu og tæru
hljómlist Mozarts, úr „Töfraflaut-
unni“. Umgerð sálmsins er íslenzkt
vetrarríki og skammdegismyrkur, en:
er vetrar geisar stormur stríður
þá stendur hjá oss friðarengill blíður,
og þegar Ijósið dagsins dvín,
oss drottins birta kringum skín.
í tveimur næstu erindum fellir
skáldið með léttum og eðlilegum hætti
inn í sálminn boðskap engilsins til
fjárhirðanna: ,,Verið óhræddir, því
sjá, eg boða yður mikinn fögnuð. . . .“
Þá kyrrir alt í einu storminn, og stjörn-
urnar taka að blika á himinhvelfing-
unni, en „englaraustin blíða“ hljómar
enn í sálinni. Með þessu gefur skáldið
til kynna undrun hirðanna og vakn-
Séra Valdimar Briem.
andi trú á undur og stórmerki guðs.
Sálminum lýkur með lofgerð.
Tveir aðrir frumortir jólasálmar,
eftir séra Valdimar Briem, voru tekn-
ir inn í sálmabókina 1945, en höfðu
áður staðið í 150 sálmum 1912. Eru
það sálmarnir: „Gleðinnar hátíð“ og
„Jesús, þú ert vort jólaljós“, hvoru
tveggja sérlega ljúfir og indælir sálm-
ar, þó að ekki jafnist þeir á við þann,
sem áður er nefndur.
Séra Valdimar var prestur á Stóra-
Núpi ogsíðastvígslubiskup í Skálholts-
biskupsdæmi liinu forna. Hann er eitt
af stórvirkustu sálmaskáldum vorum,
og var á 75 ára afmæli sínu, 12. jan.
1923, sæmdur doktorsnafnbót í heið-
ursskyni af guðfræðideild Háskóla Is-
lands, fyrir hinn mikla og „dýra fjár-
sjóð sálma og andlegra ljóða“, sem
liann hafði gefið þjóð sinni.
EINN af nefndarmönnum þeim,
sem unnu að sámabókinni 1886,
var séra Björn Halldórsson í Laufási,
faðir séra Þórhalls biskups. Hann
lagði þó nokkurn skerf til sálmabókar-
innar. og allt var jrað gott og sumt
ágætt. Þar á meðal er jólasálmurinn:
„Sjá, himins opnast hlið“. Hann er
mjög einfaldur að gerð, en öðlast
styrk sinn með því, að jólabirtan flæð-
ir þegar yfir hugann í fyrstu ljóðlínu:
himnarnir opnast og englar guðs stíga
niður í fylkingum, til að lýsa blessun
yfir mönnunuin. Þá er vikið að hjarð-
mönnunum og boðskapnum til þeirra.
Seinni hluti sálmsins er lofgerð til
Frelsarans. Er hún sérstaklega áhrifa-
mikil þar sem skáldið snýr máli sínu
beint til friðarhöfðingjans:
Ó, guð hinn sanni son,
sigur, lí£ og von
rís með þér og rætist,
þú réttlætisins sól,
allt mitt angur bætist,
þú ert mitt ljós og skjól.
Eg held glaður jól.
Eg hygg, að þessi sálmur, ásamt
sálmi Valdimars Briern: „í dag er glatt
í döprum hjörtum", séu snilldarleg-
ustu jólasálmarnir, sem við eigum, og
muni verða sungnir eins lengi og jól
verða haldin í íslenzkri kirkju.
MATTHÍAS JOCHUMSSON hef-
ur ort margt stórskáldlega og fall-
ega um jólin, þó að ýmislegt af því sé
undir þeim háttum, er gerir það mið-
ur fallið til söngs. Hefur því fátt af
því komið í sálmabók vora. Einn jóla-
sálm höfum vér þó eftir hann frumort-
an í sálmabók vorri og hefir hann
Séra Björn Halldórsson.
staðið þar síðan 1871 en birtist áður
í Kristilegum smáritum. Það er sálm-
urinn:
Af heimi skattskrift heimtuð er,
en hvað skal, drottinn, gjalda þér?
Er annað til en eymd og sekt?
Er annað til en synd og nekt?
Sálmur þessi er ortur á fyrstu prest-
skaparárum séra Matthíasar og fyrst
fluttur við kvöldsöng í Brautarholti
árið 1865. Er hann ágæta vel ortur
svo sem vænta má, en naumast jafn-
mikill jólasálmur og margir aðrir í
eiginlegum skilningi þess orðs, þar
sem varla er minnzt á jólaguðspjallið,
en aðeins lagt út af skattskriftinni. Aft-
ur á móti hefir Matthías með snilldar-
legri þýðingu á hinum yndislega jóla-
sálmi Ingemanns: „Dejlig er Jorden,“
gefið sálmabókinni dýrgrip. Fyrsta er-
indið hljóðar þannig í þýðingu séra
Matthíasar:
Fögur er foldin,
heiður er guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
í hugum hinna rómantísku skálda
var fagnaðarboðskapur jólanna meg-
inatriðið. Maðurinn á sitt himneska
athvarf bak við stríð og baráttu jarð-
arinnar. Kynslóðirnar gista að lok-
um í Paradís.
Tilefni þessa jólasálms Ingemanns
(Framhald á bls. 24.)
6