Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Page 13

Samvinnan - 01.12.1947, Page 13
KSítUF. Kósin í Þrasakletti Frá Seljalandi. Þrasaklettar á miðri myndinni. Eg hef nú verið tvo daga á ferð um Eyjafjallasveit. Gist að hinu stórmynd- arlega heimili í Varmahlíð, og farið 'síðan á jeppanum mínum fram og aftur urn sveitina. Hann hefur gert mér fært að skoða jafn mikið á tveim- ur dögum og eg hef oft áður þurft viku til. Eg hef skoðað hina sérkenni- legu sundlaug Eyfellinganna í daln- um upp af Seljavöllum, þar sem klett- ar rísa á aðra hönd, en allvatnsmikil jökulsá fossar fram á hina. En skýlt er þar í dalnum og sólríkt, og laugin fagur vitnisburður um áhuga og elju- semi unga fólksins, því að gerð var hún áður en bílar fóru að ganga um sveit- ina að ráði, svo að allerfitt hefur verið að koma bvQroingarefninu á staðinn. Slík ntannvirki vekja vonir um, að viðnárn sje veitt gegn flóttanum úr sveitunum. Þá hef eg reikað um blásn- ar tóttir suður við sjó, þar sem mér var sagt að væru rústir Stóru-Borgar hinn- ar fornu, og í hugann hvörfluðu sög- urnar um ástir þeirra Onnu, hinnar ríkilátu húsfreyju og Hjalta smala- pilts, sem rómantík rnargra alda hefur ofið um glitblæju, og Jón Trausti tók sér fyrir liendur að endurlífga í minn- ingunni, og bræða samfellda sögu upp úr brotasilfri þjóðsagnanna. En þar sem hið forna liöfuðból stóð, eru nú blásnar moldir, sem óðum hverfa fyrir tönn tímans. En grjóthrúgur úr veggj- um og veðruð bein vitna um manna- byggð. Eg hef staðið í úðanum frá Skógafossi og dáðzt að honum, eins og allir, sem koma í námunda við hann, þá hef eg einnig skoðað hið rnikla stór- hýsi, sem í smíðum er í Eystri-Skógum, þar sem fyrirhugað er að rísi upp skóli og menningarmiðstöð sveitarinnar. Og síðast en ekki sízt hef eg klifrað upp um fjöll og hlíðar, farið um skrúðmikl- ar blómgresisbrekkur og blásnar skrið- [Hér birtist framhaldið af hinum í fróðlega og skemmtilega greina- í [lokki Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, „Á Gammabrekku". — j Næstu tveir þættir fjalla um Rang- ; árvelli og sandgræðsluna. A GAMMABREKKU ÞÆTTIR ÚR FERÐ UM RANGÁRÞING Eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.