Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Síða 14

Samvinnan - 01.12.1947, Síða 14
Frá Bergþórshvoli. ur, og reikað um engjar og mýrar flat- lendisins, sem allt saman gleður auga ferðamannsins og veitir grasafræðingn- um nóg viðfangsefni. Því miður var tími minn of naumt skammtaður til nákvæms rannsóknarstarfs, en það er líka gott að eiga eitthvað eftir. Eyjafjallasveitin er ein hinna feg- urstu og fjölbreyttustu sveita hér á landi. Láglendi allt er vafið þroska- miklum og fjölbreyttum gróðri, en upp frá marflatri, mýrlendri sléttunni rísa snarbrött, fagursköpuð fjöll, neð- an til með valllendisbrekkum og blóm- gresislautum og hvömmum, en liið efra eru víða þverhníptir móbergs- hamrar, sem vatn og vindur hafa sorfið í hinar furðulegustu og fjölbreytileg- ustu myndir. Fram um gil, skörð og dali falla lækir og ár í ótal fossum, en að baki gnæfir jökullinn, „Eyjafjalla skallinn gamli“, eins og Bjarni komst að orði. Elann er eitt hið formfegursta og tígulegasta fjall landsins, en nú harla dökkur ásýndum eftir páska- kveðjuna frá Eleklu grannkonu sinni. Annars er það svo, að enginn mun til íullnustu fá skynjað fegurð og tign Eyjafjallajökuls, nema hann bregði sér nokkuð af alfaraleið, helzt suður undir sjó. Þar nýtur hann fyrst hæðar sinnar til fulls, og undirfjöllin koma fram sem fótstallur, til að fullkomna myndina, og gefa henni fullt samræmi. Og eg er á vesturleið aftur og kom- inn að Seljalandi. En þar rétt austan við túnið er Þrasaklettur, einn hinna fyrirheitnu staða, sem eg hafði hugsað mér að skoða í ferð minni. Ekki er það þó svo að skilja, að kletturinn sjálfur sé nokkuð sérkennilegur, hvorki að fyrirferð né formi, en liann er einn þeirra fáu staða hér á landi, þar sem villirós vex. Þrasaklettur er dálítill klettahaus, stuðlabergsgangur, sem stendur upp úr móberginu. Rétt vestan undir honum er allmikill hellir, en ekki skoðaði eg hann. Að klettin- um liggja valllendisbrekkur, skreyttar stórvöxnu blómgresi, svo sem stúfu, einkennisjurt Eyjafjallanna, blágresi, mjaðjurt, hrútaberjalyngi, fíflum og sóleyjum. Sams konar gróður er á stöllum og hillum í klettinum. En þar vex einnig þyrnirósin í undurfögr- um smárunnum. Má óhætt telja hana eina fegurstu plöntu hér á landi, þegar hún er í blóma, með stórri, hvítri eða rjómagulri krónu, og hinum þrótt- miklu, dökkgrænu blöðum sínum. Enda þótt kletturinn sje hvorki hár né sérlega torkleifur, er samt engan veginn létt að komast að rósarunnun- um, sem mér töldust vera 6, en geta þó verið fleiri, því að eg athugaði þá einungis neðan frá en fór lítt upp í klettinn. Efæð þess eina runna, er eg kom fast að, var 30—40 cm, en annan sá eg þar nokkru stærri, líklega 50—60 cm. Var furðufagurt að líta upp í klett- inn, þar senr rósin stóð nú í fullu skrúði líkt os; drottnins; innan um hinar blómjurtirnar. Eg gat þess fyrr, að rósin í Þrasa- kletti væri meðal hinna sjaldgæfu tegunda hér á landi. Sveinn læknir Pálsson fann hana þar fyrstur manna. En auk þessa hefur hún fundizt á 4 stöðurn öðrum, sínum í hverjum lands- hluta, Vesturlandi, Vestfjörðum, Aust- fjörðum og Suð-Austurlandi, og á fimmta staðnum hefur henni verið útrýrnt, sakir þess ,hve nrjög menn sóttu á að taka þar plöntur til gróður- setningar í skrúðgörðum. Á öðrum stað, Kollaleiru í Reyðarfirði, segir Ingimar Oskarsson, að rósin sé sýni- lega í afturför af sömu ástæðu. Svo er að sjá, að einnig í Þrasakletti hafi rós- inni hnignað lrá því sem áður var. Þýz.kir grasafræðingar, er skoðuðu hana. 1820, telja runnana um 20, og um álnarháa að meðaltali. En nú kom eg ekki auga á fleiri en 6, þótt mér kunni að hafa sézt yfir einhverja, eru þeir þó ekki 20 talsins. Eg hef r'akið þetta svo nákvæmlega, vegna þess, að hér er eitt dæmi af mörgum, sem sýnir, að full þörf er þess, að sett séu lög um náttúruverndun, þar sem l’riðlýstir séu fagrir staðir og sérkennilegir, sjald- gæfar tegundir plantna og dýra. Dýra- — aðallea;a fuglafriðunarlög — eru að vísu til, en nokkuð handahófsleg. Hins vegar er hér fjöldi staða um land allt, og sjaldgæfar plöntutegundir, sem engin friðunarlög ná til, en þó nauð- syn að friða, því að hætta vofir yfir þeim um fullkomna eyðingu. Bætt farartæki og aukin ferðalög hinna síð- ari ára liafa aukið þessa hættu mjög. Það má að vísu segja, að ekki sé um þjóðhagslegt tjón í venjulegum skiln- ingi þess orðs að ræða, þótt útrýmt sé sjaldséðri plöntu, fallegur klettur sprengdur, eða gróðri eytt úr skrúð- miklum hvammi eða gjá, en engu að síður er það tjón. Fegurð landsins og fjölbreytni er spillt. Æskilegast væri að vísu, að til þessa þurfti enga laga- setningu, heldur yrði sú hugsun rót- gróin í hugskoti livers manns, að um- gangast náttúru landsins, dauða og lifandi, sem helga dóma, og gera aldrei vísvitandi neitt, sem verða kynni til að vanhelga hana eða spilla. En því mið- ur er allmikill misbrestur á þessu, og þess varla að vænta, að vér Islendingar tökum nágrannaþjóðum vorum svo fram í þessu efni, að engrar lagasetn- ingar sé þörf, en meðal þeirra eru 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.