Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 25
Sigurður Jónsson £rá Arnarvatni:
Einar á Eyrarlandi
Sendiboða bar að garði
— boðaði þig á Drottins £und.
Upp var runnin áður en varði
efsta, hinzta kveðjustund.
Margan við þá helfregn hljóðan
hefir sett. Hve spakan, góðan
heiðursmann og hamingjumikinn
höfum átt, við sjáum bezt,
þegar hann er héðan vikinn
— horfinn sá er treystum mest.
Unaðshlýja byggða-bandið
batt þig fast við ættarsveit.
Heimili, sveitin, hérað, landið
hlaut þitt starf og kröftum sleit.
Þjónustu við þjóðarhaginn
þú fékkst helgað æfidaginn.
Vannst þig upp með vinnu þinni,
virðing hlauzt og tignarstig.
Áttir nú hjá öllum inni
— Alþjóð var í skuld við þig.
Þú varst barn frá þjóðlífs vori,
þegar birti um Norðurland.
Fólksins kröppu kjör sem spori
knúðu að bæta neyðarstand.
Þín oss sýnir þroskasaga,
þú hefir munað æskudaga.
Fylgir starfi guðleg gipta
göfugir og vitrir menn
þegar eigin lífshag lypta
lands og héraðs — allt í senn.
Þinni kynslóð vannst sá vandi
— verkmikinn hún átti dag —
að skila framtíð fegra landi,
frjálsri þjóð og bættum hag.
Gildan hlut þar á í arfi
oddvitinn í félagsstarfi.
Gott er að fylgja gæfumönnum,
göfugt starf sem velja sér.
Líkt og geisli af gimstein sönnum
góðra manna leiðsögn er.
Félagsstarf er friðsæl þróun,
frjálsra krapta samstilling.
Stríð, er kaldráð krapta sóun,
kvöl, sem fylgir misbeiting.
Hlutverk þitt við friðstörf fannstu.
Fyrirmyndar dagsverk vannstu.
Lægja styr og stilla og hemja
stríðlynd öfl var lagið þér.
Fagurt, þeim sem friðinn semja
fyrirheitið gefið er.
Alþjóð fer um íslands-byggðir
eldi nýjan landnámsdag.
Samtök föst og félagsdyggðir
fegra og bæta allra hag.
Lífsstarf þitt, og þinna líka
þróun efldi gipturíka.
Vinakynning víst ei gleymist,
vel þar'geymir hver um sitt.
Minning hlý í hug mér geymist,
hrein og ljúf, sem brosið þitt.
Saga geymir hin sönnu virði,
sígild glóa minja-þing.
Á sinn ljóma í Eyjafirði
Einars nafn, frá Þveræing.
Einars nafn frá okkar samtíð
endurljóma mun í framtíð,
þegar ófædd öldin metur
allt, sem þessi kynslóð vann.
— Hún á bekk hjá Sögu setur
sanna friðarhöfðingjann.