Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Síða 23

Samvinnan - 01.12.1948, Síða 23
HOLL LEIKFONG mínar sem fékk svo fínar brúður, að þær voru aldrei teknar úr öskjunum, þær voru bara til að horfa á þær. Allir skilja hvílíkt gagn muni vera í slíku leikfangi. Eg minnist líka, hvernig systir mín og eg gerðum göt á munna og rassa einnar brúðutegundar, sem hol var að innan, og hvílíka hamingju það færði okkur að mata þær á „einhverju þunn- meti“ og skipta síðan um bleiju. Þær voru að allan daginn, blessaðir kropparnir, og að lokum fúnaði teygjan sem hélt saman fótunum og þær urðu örkumla vesalingar! P ÚR ÖLLUM mínum brúðuhugleiðingum gnæfir ein, sem aldrei olli neinum vonbrigðum. Það var brúða, sem móðir mín saumaði handa mér og á var festur „blikk-haus“, eins og það var kallað. Þessi brúða var sterk og þoldi allt. Hún gat farið út í snjóinn án þess að bíða tjón á heilsunni, andlit hennar mátti þvo, hana mátti faðma að sér, þegar hún var þæg og góð og flengja svo um munaði, ef hún hafði gert einhverja skömm af sér. Stundum kom það fyrir, að „emaileringin“ datt af höfð- inu og á það komu svartar skellur, en þá var einhver svo góður að mála í sárið, og líka skeði það, að saumsprettur á bolnum ullu ýmsum sjúkdómum, en móðir mín, sem skildi þarfir okkar betur en allir aðrir, læknaði þann sjúkdóm samstundis. í minningu minni, er þessi brúða sú, sem eg hafði lang- mest yndi af og sem fullorðin er eg sannfærð um, að hún hafi gert mest gagn sem uppeldisleikfang. Hvað segir þessi saga okkur? Hún segir okkur það, sem nú er viðurkennt af uppeldisfræðingum, að það er ekki fjöldi leikfanga eða fegurð, sem máli skiptir, heldur nota- gildi þeirra. Leikföng eiga að vera einföld og sterk, og ein- mitt þess vegna fæst oft bezti árangurinn af heimagerðu leikföngunum, ef höfundurinn veit þessi megin sannindi- Þótt hendi brúðunnar hafi aðeins einn fingur, mun hið ríka hugmyndaflug barnsins skynja alla fingurna, og það gerir sig fullkomlega ánægt með hana þannig. Aðalatriðið er að handleggurinn sé svo vel og traustlega festur, að hann hangi á sínum stað, hvað sem á gengur. „Uppstoppuð" leikföng eru ágæt leikföng, bæði brúður og ýmiss konar dýr. Dýrin eru einkum fyrir yngri börnin, og er gott að hafa þau í sem a 11 r a sterkust- um litum. Með- an börnin eru á þeim óvitaaldri, að þau setji allt upp í sig, eru þ a u þ ó ekki talin heppileg, sökum þess, hve erfitt er að h a 1 d a þ e i m hreinum. — En þegar telpurnar eru nokkuð farnar að stálp- = í greininni, sem hér fylgir, er i = rætt um heimagerð leikföng É § og holl leikföng, sem allar i i mæður munu kappkosta að i 1 veita bömum sínum. i

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.