Samvinnan - 01.08.1950, Síða 3
Stór skurðgrafa að starfi i nágrenni Reykholls i Borgarfirði.
Landnám íslendinga:
Fjárskorfur háir framkvæmdum
QJAMKVÆMT opinberum skýrsl-
um liefur jörðum í ábúð á íslandi
fækkað um 143 á tímabilinu 1940—
1949. Samt er fjarri því, að gestir, sem
koma til landsins, sjái hér merki land-
auðnar. Þvert á móti. Þeir liafa orð á
því, bæði við heimamenn og eins í
frásögnum af íslandsferðum í erlend-
um blöðum og tímaritum, að rækt-
unar- og landnámsframkvæmdir í
sveitum landsins séu stórfelldar og
einn augljósasti votturinn um dugn-
að og framsækni íslenzku þjóðarinn-
ar.Þróunin hefur líka verið sú, í stór-
um dráttum, að jarðirnar, sem í eyði
hafa farið, eru flestar í afskekktustu
héruðum landsins og í strjálbýlli og
samgönguerfiðustu hlutum liinna
þéttbýlli héraða. Hins vegar blasa við
augum stórfelldar landnámsfram-
framkvæmdir, þegar farið er um þjóð-
brautir í öllum landsfjórðungum.
Staðreyndin er líka sú, að á sama tíma
og afdalajarðirnar hverfa úr ábúð, eða
útnesjajarðir, sem áður fyrr byggðu
eins mikið á útræði og. ræktun, lara
í eyði, fer fram allstórstíg nýbýlastofn-
un í hinum gróðursælli héruðum,
sem eiga nægilegt landrými og allgóða
aðstöðu um samgöngur og afurðasölu
til bæjanan. A4yndin af því vandamáli
hins íslenzka Jrjóðfélags, sem blasir við
augum, [tegar skýrslur um eyðijarðir
og fólksfækkun í sveitum eru lesnar,
verður því afskræmd og ekki í sem
fyllstu samræmi við raunverulegt
ástand í ræktunarmálum landsmanna,
nerna jafnframt sé haft í huga, að haf-
in er fyrir nokkru allmikil sókn á
hendur óræktarmóum og mýrum, og
allvíða er unnið ósleitilega að því að
undirbúa býlafjölgun í búsældarleg-
ustu héruðum landsins. Þessar fram
kvæmdir blasa við augum ferðamanns-
ins, sem nú ekur um jDjóðvegina. Stór-
virkar vélar eru hvarvetna að verki,
skurðgröfur hafa skilið eftir djúp og
augljós för í ljölmörgum sveitum og
I Samvinnan ræddi nýlega við j
I Pálma Einarsson landnámsstjóra j
j um hinar miklu landnáms- og |
j ræktunarframkvæmdir í sveitum j
I landsins. I þessari grein eru upp- i
j lýsingar frá landnámsstjóra og j
j ýmsar hugleiðingar blaðamanns- j
j ins í sambandi við þær. j
7ii 111111111 iiiiiiiiuiii1111iniiniiiiiiiiuT
stórvirkar vinnsluvélar hamast daga
og nætur hásumarmánuðina á vegum
búnaðarsamtakanna, einstaklinga eða
ríkisins. Hér er stórmerkileg þróun í
uppsiglingu, sem verðskuldar athygli
alþjóðar. Mönnum er nú að verða
ljósara en áður, að það er valt að
treysta um of á fljóttekin uppgrip úr
hafinu, þótt auðugt sé. ísland býr yfir
miklum landkostum, sem hafa verið
sorglega vanræktir á liðnum velgengn-
isárum. Nú, Jregar liarðnar í ári, og
menn sjá að sjávarútvegurinn er ekki
sú alkemía, sem suma dreymdi um
þegar dollarar og pund voru 1 hvers
manns vasa, líta menn aftur til gró-
andi jarðar og möguleika hennar til
þess að veita Joegnunum arðvænlegt
og þroskavænlegt starf, sem hefur
fólgið í sér afkomuöryggi og mögu-
leika fyrir hvern einstakling að nota
hæfileika sína og útsjónarsemi. Mikl-
ar líkur eru til þess, að taflið sé að
snúast við — að flóttinn úr sveitunum
sé senn á enda, og er það vel, og ný
landnámsöld að hefjast. En vitaskuld
þarf meira til að gera slíka þróun
mögulega en nokkra vakningu meðal
nokkurs hluta þjóðarinnar. Lausa-
maðurinn á mölinni, sem sér fram á
þröngan kost á eyrinni á næstu árum,
getur ekki, að svo komnu máli, tekið
sig upp og hafið starf með fjölskyldu
sinni ,í frjósamri sveit. Allir bænda-
synirnir, sem nú vilja gjarnan festa
ráð sitt í heimahögum, eiga ekki kost
jarðnæðis og húsnæðis til Jress að
hefja fram 1 eiðslustörf. Hin stórkost-
lega fjárfesting við sjávarsíðuna og
fjármagnshungur sveitanna verður
enn augljósara, er menn hugleiða Jressi
mál. Nú er komið útfall eftir stórflóð
stríðsgróðans. Hann er nú bundinn í
mörgum glæsilegum framleiðslutækj-
um við sjávarsíðuna, en hann er líka
að linna í of mörgum skrauthýsum
þar, bifreiðum, dýrum húsgögnum og
hvers kyns munaði, og loks er það,
sem hefur gufað upp 1 himinhvolfið
og aldrei rignir aftur ytir þetta land
— fé, sem eytt hefur verið gálauslega
erlendis eða liggur þar ónotað og bet-
ur væri nú komið til þess að leysa Jrau
verkefni við uppbyggingu landsins
sjálfs, sem vanrækt hafa verið, en
ljúka þarf, ef þjóðfélagið á að eiga
möguleika til öruggrar og farsællar
framtíðar.
3