Samvinnan - 01.08.1950, Qupperneq 8
Sænski samvinnuskólinn útskrifað 25.000 nemendur á 25 árum
„Kennarar geta margt lært i kaupfélagsbúðunum,“ segir HARALD ELLDIN, rektor Vár Gárd
VÍ HEFUR stundum verið haldið
fram, að líkja mætti samvinnu-
hreyfingunni við mannfólkið. í þeirri
líkingu er venjulegast talað um verzl-
unarstarfsemina sem líkama samvinnu-
hreyfingarinnar en fræðslustarfið sem
sál hennar.
Hvað sem segja má um þessa lík-
ingu, þá blandast samvinnumönnum
yfirleitt ekki hugur um gildi fræðslu-
starfseminnar fyrir samvinnuhreyfing-
una. Hér á Islandi hafa samvinnu-
menn rekið skóla, tímarit, bókaútgáfu
og margvíslega fræðslustarfsemi jafn-
framt verzlunarrekstrinum. Frá öðr-
um löndum er sömu sögu að segja. í
Englandi og Bandríkjunum starfa sér-
stök samvinnufræðslusambönd, sem
vinna í nánu samstarfi við kaupfélög-
in og samvinnuheildsölurnar í þessum
löndum.
Svíar starfrækja ekki sjálfstætt
fræðslusamband. Þar leggja samvinnu-
félögin eigi að síður mjög mikla
áherzlu á fræðslustarf. K. F. rekur sér-
staka félags- og fræðsludeild, sem hef-
ur á margan liátt gefið betri raun en
fræðslusamböndin, þar sem þau starfa.
Félags- og fræðsludeild K. F. er
hluti af sambandinu, og sér lnin um
starfrækslu tímarita, bókaútgáfu,
námsflokka og skóla sænskra sam-
vinnumanna. Dr. Mauritz Bonow veit-
ir deildinni forstöðu, en úrvalsmenn
standa fyrir hverri einstakri starfs-
grein.
Nýlega var einn af þessum forvígis-
mönnum fræðslumála sænskra sam-
vinnumanna á ferðalagi hér á Islandi.
Maðurinn er Harald Elldin, rektor
eins frægasta samvinnuskóla heims,
„VÁR GÁRD“.
25 ára afmæli i ár.
Tíðindamaður Samvinnunnar hitti
Harald Elldin að máli einn daginn og
spurði hann um ýmislegt varðandi
starfrækslu þessa merka skóla.
„Vár Gárd var stofnaður 7. júní
1925,“ sagði rektor Elldin. „Skólinn
er því 25 ára gamall í ár.“
„Hver var aðdragandinn að stofnun
skólans?" spyr tíðindamaðurinn.
„Hugmyndin um stofnun og starf-
Harald Elldin, rektor við Vir 4
Gárd í Svíþjóð, er víðþekktur menn- i
ingarírömuður. Hróður hans ber hæst í
á Norðurlöndum, þar sem hin manrt- í
bætandi störí hans eru bezt þekkt. ?
Elldin rektor var forstöðumaður j
námsdeildar K. F. frá stofnun hennar >
1918, lagði grundvöllirm að bréfaskóla >
sænska sambandsins og hefur stjórnað í
Vár Gárd öll þau 25 ár, sem skólinn <
heíur starfað. 1;
Harald Elldin hefur látið alþýðu-
menntun Svía mikið til sín taka. Jafn-
framt fræðslustörfum sínum fyrir
sænsku samvinnuhreyfinguna hefur ■!
hann verið forseti SAMVIRKENDE !
BILDNINGSFÖRBUNDEN, sem er l|
fræðslusamband 13 sænskra félags- !;
heilda, þeirra á meðal samvinnu- og !;
verkalýðsfélaéanna.
rækslu samvinnuskóla er gömul innan
sænsku samvinnuhreyfingarinnar. —
Framsýnir fulltrúar á aðalfundum K.
F. hreyfðu þessu máli mjög snemma,
og árið 1907 var fyrsta samvinnunám-
skeiðið haldið í Brunsvíkurskólanum
í Svíþjóð."
„Var þetta sérstök stofnun eða ein-
stakt námskeið?”
„Þetta var ekki sérstök stofnun.
Frekar mætti kalla það einstakt nám-
skeið. En árið 1919 var sérstök náms-
deild ('Studieavdeling) stofnuð innan
K. F.“.
„Hvert var hlutverk þessarar náms-
deildar?“
„Að leggja grundvöllinn að stofnun
og starfrækslu bréfa- og samvinnu-
skóla. Bréfaskólanum var ætlað það
hlutverk að undirbúa nemendur und-
ir munnlega námið í samvinnuskólan-
um. — Reyndar fór munnlega kennsl-
an ekki fram á neinum ákveðnum stað
fyrr en árið 1925, að Vár Gárd hóf
starfsemi sína, en haustið 1924 hafði
K. F. keypt landeignir úti í Saltsjö-
baden í því augnamiði að reka þar
samvinnuskóla."
„Hefur aðsóknin verði mikil að
skólanum?“
„Já, að jafnaði hafa 1000 nemendur
sótt hann á ári, en 25.000 nemendur
þau 25 ár, sem skólinn hefur starfað."
„Þið byrjuðuð þó smátt?“
„Já, það voru aðeins 32 menn, sem
sóttu fyrsta vikunámskeiðið í Vár
Gárd árið 1925. Þeir höfðu allir verið
afgreiðslumenn í kaupfélagsbúðum
áður en þeir komu til okkar.“
„Hefur það verið inngönguskilyrði
við Vár Gárd, að nemendur hafi áður
unnið hjá kaupfélagi?“
„Inngönguskilyrðin hafa yfirleitt
verið þrenns konar. Eitt hefur verið,
að nemendurnir hafi haft einhverja
hagnýta reynslu í starfi hjá kaupfélög-
um; annað, að nemendurnir hafi ann-
að hvort stundað nám í bréfaskóla eða
námsflokkum samvinnumanna eða
hlotið fullnægjandi undirbúnings-
menntun í skóla eða með sjálfsnámi;
og þriðja inngönguskilyrðið hefur ver-
ið, að nemendur standist almennt
gáfnapróf, sem skólinn heldur."
Hagnýtur skóli.
„Hvernig er kennslunni hagað í
Vár Gárd?“
„Við reynum að, gera hana eins
hagnýta og við getum,“ svaraði rektor
Elldin. „Að okkar dómi þarf sam-
vinnuskóli að vera lifandi starfssskóli,
hagnýtur skóli; hann þarf að vera í
beinu sambandi við samvinnuhreyf-
inguna sjálfa og byggður upp með
þarfir hennar fyrir augum.“
„Og hvernig hafið þið farið að því
að starfa í samræmi við þessa skoðun?"
8