Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Side 19

Samvinnan - 01.08.1950, Side 19
velli viðskipta en ekki fjáreignar i fé- laginu. I 3. gr. 4. lið samvinnulaganna segir svo: „Tekjuafgangi í ársreikningi fé- lagsins, er stafar af því, sem útsöluverð á keyptum vörum félagsmanna hefir verið ofan við kostnaðarverð, ellegar utborgað verð fyrir seldar vörur þeirra hefir reynzt neðan við fullnaðarverð, skal útliluta eftir viðskiptamagni hvers um sig“. — Hér er allskýrt sagt hvað hinn úthlutaði tekjuafgangur er. Hann er fé, sem félagsmaðurinn hefir átt inni hjá félaginu allt frá því að hann keypti vörur hjá því eða félagið seldi vörur fyrir hann. Aðeins það, að ekki er hægt að reikna sannvirði út um leið og kaup gerast veldur því, að úthlutunin fer ekki fram um leið. Út- hlutun tekjuafgangs vegna vörukaupa hjá félaginu er því að vissu leyti sam- bærileg við venjulegan afslátt af verði þótt hún sé gerð eftirá. — Úthlutaður tekjuafgangur verður sparað fé alveg eins og það fé sem afslættinum nemur. Hitt er svo frábrugðið, að úthlutun kaupfélaga byggist á útreikningi og leit að sannvirði, en afsláttur er oftast gefinn á öðrum forsendum. Úthlutaður tekjuafgangur eru ekki tekjur, hvorki félagsins eða félags- mannsins og ber að hafa það í huga varðandi skattgreiðslu, sem eftir mein- ingu sumra virðist eiga að taka af hon- um. Félagið hefir aldrei eignazt fé þetta eða haft það sem tekjur og það er sparnaður félagsmannsins. Eg vil benda á í þessu sambandi að orðið tekjuafgangur er e. t. v. ekki heppilegt nafn á umræddu fé og auðveldar ekki skýringar á því hvers eðlis það er. Eg leitaði hjá mér að fleiri orðum um tekjuafgang og úthlutun hans þótt margt snerti það beint og óbeint, svo sem reksturskostnaður, verðlagspóli- tík félaganna o. fl. En þessi umrædda regla samvinnufélaga er mjög þýðing- armikil og talin góð lausn á því vanda- máli hvernig beri að skipta slíkum tekjuafgangi milli félagsmanna. grundvallar við úthlutun tekjuaf- gangs. í íslenzkum samvinnufélögum mega vextir af inneignum félags- manna ekki vera hærri en li/£% ofan við innlánsvexti í bönkum. Hér er undirstrikað að fjármagnið á aðeins að fá réttmætt og viðurkennt endur- gjald, ef svo má segja. Með þessu á að fyrirbyggja að samvinnufélög geti orð- ið gróðafélög einstakra manna. Um 5. Vart verður nógsamlega und- irstrikað hversu þýðingarmikið er að forðast lánsviðskipti í félögunum. Það á að viðhafa staðgieiðslu, þar sem þess er nokkur kostur. Þar sem óframkvæm- anlegt hefir reynzt að framfylgja henni, hefir oft verið hafður á sá hátt- ur, þar sem bændur eða aðrir fram- leiðendur eiga í hlut, að þeir setja sér- staka tryggingu fyrir greiðslu með af- urðum sínum. Ekkert hefir reynzt samvinnufélög- unum jafnhættulegt og það, að reka lánsviðskipti og þarafleiðandi skulda- söfnun félagsmanna. Fyrr og síðar hef- ir margra ára starf og miklar fyrirætl- anir hrunið til grunna á stuttum tíma af þeim ástæðum að lánaviðskipti tíðk- uðust. En slík viðskipti eru ekki einungis hættuleg fyrir félögin, heldur sérstak- lega fyrir félagsmennina sem einstak- linga. Það er margreynt, að lánavið- skipti bókstaflega hvetja til skulda- söfnunar fram yfir það, sem nauðsyn krefst. í þeim liggur falin sú hætta, að menn hætti að fylgjast með fjárhag sínum, eyði meiru en þeir geta greitt og reiða sig á framtíðina í þessu efni. Margir hafa þannig bundið sér og sín- um ok, sem hefir gert lífið erfiðara og hamingjusnauðara. — Staðgreiðsla gerir það að verkum, að menn nevta eigi meir en þeir afla, og hver maður þekkir fremur sinn eiginn fjárhag. Þannig myndast grundvöllur efnalegs og andlegs sjálfstæðis einstaklinganna. sér utan við flokkapólitík. Samvinnu- félögin taka þó að sjálfsögðu upp and- stöðu gegn þeim aðilum, sem vinna á móti hagsmunum félaganna og sam- stöðu með þeim aðilum, sem styðja málstað þeirra. Gildir í því efni einu hvort um er að ræða stjórnmálaflokka, trúarflokka eða aðra aðila og getur slíkt eigi talizt brot á hlutleysisreglunni. Félagsmenn njóta sama réttar í samvinnufélagi hverjar sem skoðanir þeirra í þessum efnum kunna að vera. Um 7. Frá dögum fyrstu samvinnu- félaganna hefir fræðslustarfsemi verið talin ófrávíkjanlegur þáttur í starfi þeirra. Félögin eru byggð á lýðræðisgrund- velli og gengi þeirra og tilvera þess vegna háð því að þroski félagsmanna sé sem mestur. Fræðslustarfið beinist einnig að þjóðfélaginu almennt. Þetta byggist á sömu ástæðum þ. e. a. s. þeim, að auka þekkingu og þroska sem flestra þjóðfélagsþegna og treysta þannig frjálsræði og lýðræði. Samvinnufélög geta ekki þrifizt nema í lýðræðisþjóð- félagi. Fræðslustarfið innan félaganna er fyrst og fremst í því fólgið, að viðhalda og auka þekkingu félagsmanna á til- gangi, skipulagi og starfsháttum félag- anna, og skyldum málum. Félögin eru mikill þáttur í okkar þjóðfélagi og verður því margs að gæta og margt að athuga um starf þeirra, stöðu og þjóð- félagsþýðingu. SAMVINNUMENN getur greint á í ýmsum efnum, en þeir eru sam- mála um það, að þeir menn, sem starfa af áhuga og heilum hug í samvinnu- félögunum, vinna sjálfum sér og þjóð- félaginu gagn. Heilbrigt samvinnur starf mótar þá, sem í því taka jiátt, ger- ir þá réttsýna og glöggskyggna í við- skiptum, gerir þá hæfari til sameigin- legra átaka án þess að þeir verði ósjálf- stæðir. Þannig vinnur samvinnan að því að skapa réttlátt og frjálst þjóð- félag. V. Á. Sérhvert kaupfélag ætti að láta prenta samþykktir sínar og dreifa þeim á meðal félagsmanna. Það er nauðsynlegt fræðslustarf. Um 4. Þetta ákvæði er einskonar viðauki við regluna um úthlutun tekjuafgangs. Það á að fyrirbyggja að ekki sé farið í kringum hana eftir krókaleiðum með því að greiða óeðli- lega háa vexti af inneignum, þar sem slíkar inneignir eru ekki lagðar til Um 6. Hér er um að ræða viðkvæm og varasöm atriði, sem víða um lönd hafa haft í för með sér ósamkomulag og jafnvel hreinan klofning samvinnu- félaga. Það hefir því af miklum meiri- hluta samvinnusambanda verið und- irstrikuð sú gamla regla félaganna að þau leiði hjá sér trúardeilur og haldi 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.