Samvinnan - 01.08.1950, Page 24
KONURNAR OG SAMVINNAN
Rúmbúnaður barna
(Siðari grein um rúm og rúmbúnað)
í mctrz-apríl hefti Samvinnunnar
var rætt um rúm og rúmbúnað al-
mennt. I þessari grein verður
rúmbúnaður barna gerður að um-
talsefni. Heimildir eru flestar
sænskar og amerískar. Myndir af
húsgögnum eru frá sænska sam-
vinnufélagasambandinu, K. F.
Í FYRRI GREIN um þessi mál
var því lialdið fram, að ílestir
myndu liggja í rúmum sínum, sof-
andi og vakandi, um þriðjung æv-
innar, og vegna þess m. a. væri nauð-
synlegt, að hvílustaðurinn væri góð-
ur. Ungbarnið liggur í rúminu all-
an sólarhringinn fyrsta skeið ævinn-
ar. Smám saman verður legutíminn
Efri myndin sýnir rangan umbúnað. Lin
undirsœng og koddi hjálpast að til þess að
skaða hrygg hvítvoðungsins. liarnið á að
liggja lárétt i rúminu. Enginn ltoddi og
létt sæng.
styttri, en þó ekki meir en það, að
10 ára barn á að sofa 11—12 klst.
á sólarhring. Af þessum ástæðum má
vera ljóst, að það er engu síður
nauðsynlegt, að vel fari um barnið,
heldur en hinn fullorðna. Bæði ligg-
ur það lengur í rúmi sínu, eins og
fyrr segir, og svo má heldur ekki
gleyma þeirri staðreynd, að bein
hvítvoðungsins eru lin og óhörðnuð,
og með röngum umbúnaði er hægt
að skaða þau, eins og sj;i má á mynd-
unum, sem fylgja þessum þætti.
RÚM FRÁ FYRSTA DEGI
Hvert barn, sem fæðist, á rétt á
rúmi frá fyrsta degi. Rúmið má vera
einfalt og notast má við ýmislegt, ef
ekki er liægt að fá gott barnarúm,
því að allt er betra, lieldur en að
barnið liggi við hlið móður sinnar
eða systkina. Með því móti er bæði
barnið og móðirin eða systkinið
svipt rólegum svefni. Annað má
einnig minna á í þessu sambandi,
en það er smithættan. Slæmt kvef
þarf ekki að gera þriggja ára barni
neitt mein, en það getur, aftur á
móti, verið hættulegt fyrir nýfætt
barn. Yfirleitt ættu menn að varast,
að koma óþarflega nálægt andliti
ungbarnsins, og foreldrar ættu ekki
að leyfa, að hvitvoðungurinn verði
fyrir kjassi og klappi, jafnvel þótt
kunningjar eigi í hlut.
Einföld strákarfa getur verið gott rum
fyrstu 2—3 mán. Handföng og hjólagrind
eru til þœginda fyrir móðurina.
Strákörfur eða kassar geta verið
ágæt rúm fyrst í stað. Gott er, að á
þeim séu handföng, svo að auðvelt
sé að taka rúmið upp og flytja úr
stað.. Karfan verður að vera nægi-
lega löng til þess, að barnið geti
legið þægilega, teygt úr sér, og nógu
breið til þess, að auðvelt sé að búa
um það, án þess að um nokkur
þrengsli geti verið að ræða. Und:r
körfur eða kassa er gott að hafa
grind á lyjólum, og er grindin höfð
það liá, að þægilegt sé fyrir móður-
ina, því að hún getur tekið rúmið
aður er mjög hentugur fyrir móður-
ina, að búa um barnið. Þessi útbún-
með sér á milli herbergja, ef með
þarf og jafnvel út, ef svo stendur á.
Körfuna má leggja frá sér á tvo stóla,
en aldrei ætti að setja liana á gólfið,
vegna kulda og súgs, sem þar kann
að vera.
Hjólin eru ekki til þess að rugga
barninu í svefn eða hjóla því fram
og aftur, þegar það grætur. Hins
vegar eru þau til þess höfð, að gera
móðurinni léttara fyrir með alla
hirðingu á barninu og veðrun á
rúminu og rúmfatnaðinum. Barna-
rúm þarf að vera hægt að taka út
úr herberginu með lítilli fyrirhöfn.
Þegar ekki er hægt að komast út
með sængurfötin til þess að viðra
þau, getur verið gott að aka rúm-
inu út að opnum glugga eða tit á
svalir, séu þær fyrir hendi. Það er
einnig hentugt að geta hjólað rúm-
inu upp að miðstöðvarofni til að
velgja það, eftir slíka viðrun, áður
en barnið er lagt í það aftur. Yfir-
leitt er það móðurinni mjög til hag-
ræðis, að á barnarúminu s.éu lijól.
En hún má ekki misnota þessi
þægindi, t. d. með því, að koma
barninu upp á það, að rugga því í
svefn. Hlýrra og vistlegra er að
klæða körfuna eða kassann að inn-
an með einhverju þunnu efni, sem
liægt er að þvo. Stundum eru not-
uð spjöld, sem klædd eru efninu,
en sú aðferð er fremur notuð, ef
um rimlarúm er að ræða.
A meðan hvítvoðungurinn liggur
í körfunni, er ekki nauðsynlegt að
liafa sérstaka dýnu undir honum. í
þess stað er hægt að nota margfalt
ullarteppi. Það er of kostnaðarsamt
að gera sérstaka dýnu í körfuna,
vegna þess, að barnið notar hana
aðeins skamman tíma, eða um 2—3
mánuði. En teppið, sem barnið er
látið Hggja á, verður að vera slétt
og misfellulaust. ,
Rúm ungbarnsuis á aldrei að
standa við útvegg og aldrei upp við
heitan miðstöðvarofn.
24