Samvinnan - 01.08.1950, Page 27
Konum boðið á fræðslufund á Akranesi
Frá samsœtinu: Frá vinstri: frú Þóra Hjartar, Hálfdan Sveinsson og frú, Sveinn Guðmunds-
son, kaupfélagsstjóri og frú, Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki.
SAMVINNA OG SAMTÖK.
ETTA eru vissulega pýðingarmik-
il orð, mikilsverð hugtök í mann-
legu þjóðfélagi, þvi „hvað má hönd-
in ein og ein“ ef ekki er unnið saman.
Þess vegna hafa íslenzk kaupfélög
vaxið mjög ört hin síðustu ár.
Það er ekki nóg að eiginmaðurinn
geri þá kröfu til konunnar að hún
verzli við kaupfélagið, hvar sem þau
búa, jafnvel þó að hún geri sér fulla
grein fyrir vöruvöndun þess og rétt-
látu vöruverði. Hjónin þurfa sam-
eiginlega að kynna sér grundvöll og
uppbyggingu kaupfélagsins sem
hagsmunasamtaka. Eflaust er slík
þekking víða til staðar, en jafn-
framt má fullyrða að fjölda fólks, f
það minnsta í kaupstöðum og þorp-
um, er brýn þörf á auknum kynnum
þessara mála. Það er því engin til-
viljun að S. í. S. hefur ráðið sérstak-
an mann, sem á að halda uppi fræðslu-
starfsemi meðal kaupfélaganna. Fyr-
ir valinu varð Baldvin Þ. Kristjáns-
son, þekktur maður að greind og
dugnaði. Hann hefur þegar unnið
mikið og gott starf í útbreiðslustarf-
seminni. í því sambandi skal hér sagt
frá fræðslu- og skemmtifundi, sem
Kaupfélag Suður-Borgfirðinga bauð
konum á Akranesi til. Fundurinn var
haldinn um miðjan apríl s. 1. í Félags-
heimili templara. Auk kvennanna
mættu á fundinum: Baldvin Þ.
Kristjánsson kennari, Sveinn Guð-
mundsson kaupfélagsstjóri og Hálf-
dán Sveinsson, kennari, sem mætti
fyrir hönd stjórnarinnar.
Þarna voru mættar milli 70 og 80
konur og þrír karlmenn; virðast það
í fljótu bragði vera nokkuð skökk
hlutföll, þó allt færi vel.
Baldvin Þ. Kristjánsson sagði m. a.,
í ágætri ræðu, sem hann flutti þarna,
að einn helzti brautryðjandi Svía í
samvinnumálum hefði haldið því
fram, að áhrifaríkara væri að tala fyr-
ir konum en körlum, og virtist mér
Baldvin vera á sömu skoðun, að feng-
inni reynslu. Ekki er ég í vafa um,
að hjá kvenþjóðinni megi finna hinn
rétta anda og hljómgrunn samvinnu-
hreyfingarinnar.
Auk erindrekans fluttu þarna
snjallar og fróðlegar ræður kaupfé-
lagsstjórinn, Hálfdán Sveinsson og
frú Þóra Hjartar, sem meðal annars
lýsti því, hvers vegna hún verzlaði
meira við kaupfélagið en aðrar verzl-
anir, og munum við vissulega lang-
flestar vera henni sammála í þeim
efnum.
EETIR að hafa hlustað á fræðandi
og skemmtilegar ræður, drukkið
ágætt kaffi með tilh. meðlagi, sýndi
Baldvin okkur þrjár stuttar en ágætar
kvikmyndir. Að síðustu var stiginn
dans af miklu fjöri. Einhverjum þyk-
ir það ef til vill ótrúlegt, þar sem döm-
urnar voru ca. 74 en dansherrarnir
aðeins 2 — tveir —. En engum dettur
í hug, að jafn dátt hefði verið dansað,
ef hlutföllunum hefði verið snúið við.
Eg vil svo að endingu, fyrir hönd
okkar, sem þarna voru boðnar, þakka
af alhug kaupfélagsstjóranum, stjórn
K. S. B. og erindrekanum fyrir þessa
ágætu kvöldstund, og vona að við
megum allar bera gæfu til að efla
vöxt og velgengni kaupfélags okkar
og samvinnuhreyfingarinnar í land-
inu. Jafnframt skora eg á önnur kaup-
félög að taka sem flest upp þetta for-
dæmi Kaupfélags Suður-Borgfirðinga.
Fundarkona.
Frá samsœtinu: Fundarkonur og forráðamenn kaupfélagsins.
27