Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 8
Fétnrskirkjan t Róin er sennilegasta frccgasta kirkjubygging veraldar, og unnu margir husasmiöir og listamenn viÖ hana, þar á meðal Michelangelo. eru málaðar þannig, að litirnir eru leystir upp í vatni — ekki olíu — og síðan er málað á raka gibshúð. Þegar gibsið þornar, festast litirnir að eilífu á steininn. Málarinn verður að vinna af feikna braða og miklu öryggi. Michelangelo klifraði upp á vinnu- paltana, lagðist þar á bakið og byrjaði að mála upp fyrir sig. Gagntekinn af fögnuði skapandi listamanns gleymdi hann oft að eta ög sofa. Hann rak einn aðstoðarmanninn á fætur öðrum og hleypti engum inn nema einum görnlum þjóni. Hann opnaði þó, þeg- ar Júlíus knúði á dyrnar með reyr- prikinu og þótt páfinn skildi ekki list, þá skynjaði liann stórfengfeik lista- verkanna, þegar hann sá þau. Hann vissi líka, að lífið er stutt: „Hvenær verður því lokið?“ þrumaði hann. Loksins æpti hann einn dag: „Því er lokið, skal ég segja þér. Hypjaðu þig niður af pallinum, eða ég læt fleygja þér niður.“ Michelangelo skalf. Einu sinni hafði hann clottið niður á gólf. Hann samþykkti að opna fyrir öllum, listamönnum, tízkusnöp- um og klerkum. Fyrir ofan þá blasti \ið sköpunar- sagan, syndafallið og syndaflóðið. Guð skiptir heiminum með bjóðandi hreyfingu. Hann andar á duftið og sjá: Þar stendur Adam, ímynd hans. Þeir losa handtakið og maðurinn star- ir fullur aðdáunar í andlit skapara síns. í skjóli frá handlegg guðs stend- ur Eva og lítur full lotningar og ótta á guð sinn og herra. Myndir af spá- rnönmun og guðlegum verum fylla upp í rúmið milli aðalmyndanna. Það eru 343 aðalmyndir á lofthvelfing- unni, sérhver þeirra frábært listaverk og allar túlka þær þrótt myndlistar- innar í málaralistinni. Sömu tign, i stíl gamla testament- Þessi höggmynd af Móses er hluii af grafhýsi Júlíusar páfa II. isins, sjáurn við í styttunni af Móses, hluta af ófullgerðu grafhýsi Júlíusar páfa. Hún fyllir dimrnt guðshúsið.'þar sem henni hefur verið valinn staður, birtu og yl. Spámaðurinn grefur tærn- ar í fjallið Sinai og þrumur og eld- ingar guðs virðast leika um liann. Hann heldur lögmálstöflunum á lofti og augu hans loga af innra, háleitum eldi. Sagan segir, að þegar Michel- angelo lauk við þessa mynd, hafi hann greitt henni síðasta liamarshöggið og sagt: „Hana nú. Talaðu.“ En þótt Michelangelo ynni að lista- verkum, sem geyma eilífan sannleika, lifði hann á spilltum tírnurn. Verald- legt óhóf hafði eytt fjármunum og trúarlegu siðgæði Vatikansins. Hálf Evrópa reis gegn því. Frakkar, Þjóð- verjar og Spánverjar réðust á Ítalíu og borgarastyrjaldir geisuðu í land- inu. Klement páfi, sem nú réði Páfa- oarði, réðst á Flórenz. í raunum sín- tnn kallaði borg listanna á frægasta son sinn og mánuðum saman stritaði Michelangelo við að byggja víggirð- ingar óg setja niður fallbyssur. En úr blóðsúthellingum og stöðug- um ótta þessara tíma reis þó frægasta listaverk Michelangelos: Medici-graf- hvelfingarnar. Til að heimsækja það er gengið gegnum kapellu áfasta San Lorenzo-kirkjunni í Flórenz, og inn í herbergi, sem Michelangelo teiknaði. Þar kyrrist ólgan í blóðinu og spennt- ar taugar finna þar hvíld. Á veggnum móti innganginum eru grafhvelfing- arnar tvær, önnur fyrir Lorenzo de Medici, en hin fyrir bróður hans, Giuloano. Klæddur léttum herklæð- um, með hönd á sverði, sem liggur yfir hnén, starir Giuliano ungi á ár- in. sent hann fékk ekki að njóta. Al- menningur kallar þessa mynd „Lífs- kraftinn“, en myndina á móti „Lífs- spekina“. Það er Lorenzo í þungum þönkum. Hjálmurinn varpar skugga á augu, er horfa einmana og fjarsýn á veginn, sem liggur til dauðans. En nú kom að því, að enn annar páfi — Michelangelo sá fjölda þeirra ríkja og hverfa — fengi hinum aldr- aða listamanni enn eitt nýtt verkefni. Það átti eftir að skreyta vegg Sistinsku kapellunnar, bak við altarið. Á nýjan leik tók myndhöggvarinn að mála og í sjö ár samfleytt vann hann að „Dóms- deginum“, því augnabliki, þegar engl- (Framh. á bls. 25) 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.