Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 13
í Húsavík að þessu sinni var lokið. För þessi hafði giftusamlega tekizt. En skammt undan landi beið önn- ur sigling þess albúin að taka land á norðurströnd íslands. Það var heill floti, sá lloti, er Matthías lýsti þann- ig: „Silfurfloti sendur oss að kvelja, situr í stafni kerling Helja, hungurdiskum hendandi yfir gráð.“ Sá floti tók land á norðurströnd ís- lands fáum dögum síðar en Miaca flutti Þingeyingum björgina. Tönnes Wathne skipstjóri hafði komizt í kynni við hann á leið sinni til Húsa- víkur, eins og að framan greinir, en orðið fljótari í förum en hann til Húsavíkur. Það gerði gæfumuninn fyrir Kaupfélag Þingeyinga. Hver myndu orðið hafa örlög hins bjargþrota fólks hér í héraðinu, ef silfurflotinn með hungurdiska Helju kerlingar innan borðs hefði lagst á Húsavíkurhöfn á undan Miaca? Hefði slíkt ekki reynst Þingeyingum, sam- vinnumönnunum í Þingeyjarsýslu, sem ill álög? Vafalaust liefði það leitt til þess, að rnargir hefðu neyðst til þess að gefast upp, hefðu orðið að krjúpa að dyrum selstöðuverzlunar- innar; það hefði orðið eina úrræðið til þess, að þeir gætu satt hungur barna sinna. Slíkt hefði ef til vill orð- ið Kaupfélagi Þingeyinga að falli, a.m.k. um stundar sakir, og þá um leið tafið þróun samvinnufélagsskaparins á íslandi um langan tíma. En með komu Miaca til Húsavíkur gerðist það gleðilega og gifturíka ævintýri, að aldalöng vetrareinangrun Norður- landsliafna varð rofin. Með komu skipsins liingað fyrir 65 árum síðan var sýnt og sannað, að til Norðurlands var hægt að sigla þó um hávetur væri. Með komu Miaca var af létt ástandi því í héraðinu, sem til fullkominnar neyðar horfði. Með komu skipsins styrkti Kaupfélag Þingeyinga svo að- stctðu sína, bæði efnahagslega og sið- ferðilega, að annar atburður í því efni hefur aldrei meiri gerzt né merkari og ef til vill aldrei jafn merkur. Þá ljraut félagið þau stóru skörð í virki selstöðuverzlunarinnar, sem hún fékk aldrei bætt og frá þeim tíma var hún á stöðugu undanhaldi, unz liún lagð- ist niður, senr slík, með öllu. Eleitur og innilegur fögnuður fór um liugi Þingeyinga, er svo giftusam- lega tókst með ferð „Vetrarskipsins“, en svo var Miaca oftast nefnd meðal almennings, til Húsavíkur. Alla páskavikuna streymdu menn ofan úr sveitunum til Húsavíkur að draga sér björg í bú. Stöðugt gengu sleðalestir, hlaðnar kornvörum og fleiri nauð- synjum, frá Húsavík frarn til dala. A laugardaginn fyrir páska lögðu 19 sleðar úr Mývatnssveit í einni lest úr Reykjahverfi upp yfir Hólasand. Slíkt hafði aldrei áður þekkst. Farmur sá, er Miaca flutti til Húsa- víkur í þessari frægu ferð, var ekki stór, hvorki í lestum mældur né í krónum talinn. Utsöluverð varanna, þeirra, sem á Húsavík var skilað, nam rösklega 27 þúsund krónum. En nokk- ur vöruslatti mun hafa verið settur í land á Svalbarðseyri til vesturdeilcla félagsins, það er deilda þeirra, er að Eyjafirði lágu eða áttu hægast með aðdrætti þaðan. Af faktúru yfir vörurnar úr Miaca og verðreikningi yfir þær, sem hvort 'tveggja er til í skjölum Kaupfélags Þingeyinga, sézt að í farminum hafa verið 38 vörutegundir. IJm skipið sjálft og sögu þess eru þessar upplýsingar helztar fyrir hendi. Skipið var skráset't á Seyðisfirði og sigldi undir dönskum fána. Til Húsa- víkur kom það aftur 28. febr. 1888 og flutti vörur til K. Þ. Faktúra og verðreikningur yfir þær vörur eru enn til. Vorið 1888 strandaði Miaca við Austurland. Þá var skipið hlaðið vör- um til ýmissa hafna austan lands og allt norður á Húsavík. Frá Miaca og strandi skipsins segir svo í bók Asm. Helgasonar frá Bjargi: „Brautryðjandinn og dugnaðar- maðurinn Otto Watline . . . hafði þá í förum — eða átti — gufuskipið Miaca. Það var langt, en ekki að sama skapi breitt, byrðingurinn úr járni. Talið (Framh. á bls. 24) Vor stefna Kvæði Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli, fjölritað og sungið á samkomunni að Núpi 10. ágúst undir laginu: Þú vorgyðja svífur . . . Vor stefna er raunhæf og stórhuga i senn i störfum að mamifélagsbótum, og þvi verða sjálfkjörnir samvinnumenn til sóknar á timanna mótum, að rækja með karlmennsku köllunarstörf og kveinka sér aldrei við mannfélagsþörf. Vor stefna er réttlát, sem refsandi hönd hún ræningjum þokar til hliðar, en græðandi fer þó um lýðanna lönd og leiðir til sátta og friðar; hún bauð þér að vaka og vinna með dáð og verks þins að njóta i lengd og í bráð. Vor stefna er ódauðleg, ætlunarverk hún á sér á komandi timum og þá eins og nú skal hún máttug og merk i mannkynsins örlagaglimum; hún lifir og ríkir og ræður til sanns sem réttlætisþráin i brjóstinu manns. v_____________________________________________________________________^ 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.