Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 31
Sulpir óamtt&i
cirmanna:
BHAVE, lærisveinn Gandhis
Fer fótgangandL um Indland, ber sættir milli
manna og skiptir jarhnæði mitli fátækra
Þeir Einar héldu á eftir í bátnum
og tókst þeim að koma öllu fénu út
í svonefndan Einbúatanga. Þar gafst
það allt upp af þreytu og þyngslum
eftir sundið. Létu þeir félagar féð
leggjast þar og aflýjast. Má geta þess
sem dæmi um elju Einars, að hann
notaði sér þá stund til að skjóta 3
seli þarna í firðinum.
Héldu svo tveir af þeim félögum
á bátnum heimleiðis með selina, en
hinir tveir ráku féð yfir Fannalág,
fjallið milli Lónafjarðar og Hrafns-
fjarðar, og svo alla leið heim.
Þegar þeir komu að Dynjanda um
kvöldið, á Páll Halldórsson að hafa
sagt við Engilráð, konu Einars, að
þeir kæmu nú með 40 fjár og 3 seli
heim, en það væri Einari hennar ein-
um að þakka, án hans hefðu þeir kom-
ið alveg tómhentir.
Ótrúlegt, en satt.
I annað sinn bar svo við seint um
haust, er kominn var snjór og harð-
fenni yfir allt, að þeir Einar og Páll
fóru inn í Lónafjörð ásamt fleiri
mönnum. Voru þeir á báti. Þegar þeir
réru inn með Einbúa að vestanverðu,
sjá þeir kind í fjallinu, uppi undir
klettum. Varð það að ráði, að þeir
lentu þar neðan undir, og bjóst Ein-
ar til uppgöngu. Var það þó lítt fýsi-
legt vegna hörku, en þó var lítið föl
ofan á gaddinum. Er ekki að orð-
lengja það, að Einar kemst þarna við
illan leik neðan til kindarinnar og nær
henni í hengju, sem var undir klett-
unum. Eins og fyrr er sagt, er hlíðin
þarna afar brött, og gengur djúpt
Lónið inn í hana, einmitt þar niður
undan, sem Einar náði kindinni, en
að því eru háir klettar.
Einar sá brátt, að engin leið var
að leiða kindina þarna á brott, en
hins vegar þótti honum lítilmannlegt
að ganga frá fenginni veiði. Á kletta-
röndinni yfir Lóninu sá Einar stein-
nibbu allþriflega standa upp úr snjón-
um, og varð það fangráð hans að
renna sér flötum beinum niður hlíð-
ina með kindina í fanginu og hnit-
miða á það að staðnæmast klofvega
á steinnibbunni. Þetta tókst farsæl-
lega, en svo sagði Páll Halldórsson síð-
ar frá, að hann hefði ekki afborið að
horfa á aðfarir Einars, heldur litið
undan, svo fífldjarft fannst honum
úrræði hans.
EINN AF NEMENDUM hins mikla
Gandhis í Indlandi virðist feta dyggi-
legar í fótspor meistara síns en aðrir.
Hann fer nú fótgangandi um land
sitt, klæddur einni skikkju, og hvet-
ur til friðar og mannástar. En fram-
ar öllu öðru hvetur hann hina auð-
ugu til að gefa fátækum hluta af
landi sínu og þar hefur honum orðið
ótrúlega mikið ágengt.
ÞESSI MAÐUR heitir Archarya Vi-
noba Bhave. Hann er ekki mikill fyr-
ir manni, vegur aðeins 90 pund, en yf-
irlit hans allt er alvarlegt og virðu-
legt. Bhave er 57 ára að aldri og naut
slíkrar virðingar, er hann var nem-
andi Gandhis, að hann var til þess
valinn að láta Breta handtaka sig
fyrstan 1940. Það var ekki fyrr en
eftir dauða Gandhis, að Bhave kom
fram á sjónarsviðið til að halda áfram
starfi meistarans.
FRÆGÐ BHAVES hófst snemma á
síðastliðnu ári. Þá voru róstur mikl-
ar í Telegana í Hyderabad, þar sem
átta milljónir bænda búa við hina
hörmulegustu landkúgun. Varð kom-
múnistum þar mjög ágengt í áróðri
sínum og héraðið var talið á barmi
byltingar. Þá tók Bhave sér fyrir
hendur að fara óvopnaður og fót-
gangandi um sveitir þar sem jafnvel
altýgjaðir hermenn uggðu um öryggi
sitt. Vakti för hans mikla athygli og
fylgismenn hópuðust til hans. Al-
þýðufólk stráði pálmagreinum á leið
hans og kallaði hann „Guðinn, sem
gefur land“.
MERKASTA STARF Bhaves er að
skipta landi milli fátækra bænda.
Fyrst tókst honum með krafti sann-
færingarinnar að fá ríka menn til að
gefa sér land, sem hann aftur skipti
á milli fátækra. Svo fékk hann menn
sem skiptu landi milli sona sinna til
að gefa ávallt einn hlut til land-
lausra, sem væru þeir einn sonurinn.
Þannig hafði hann fengið 35.000 ekr-
ur lands, þegar stjórnin fékk honum
yfirráð yfir 1.000.000 ekra i sama til-
gangi, og jafnvel forseti Indlands til-
kynnti, að hann myndi gefa allmikið
af eigin jörðum sínum.
BHAVE byrjar hvern dag, eins og
Gandhi, klukkan 3 árdegis. Þá hefst
hálfs annars tíma bænastund og í-_
hugunar, áður en lagt er upp í göngu
dagsins. Bhave er röskur göngumað-
ur og gengur að meðaltali 8 km. á
klst. Um hádegi er hann venjulega
kominn. til áfangastaðar síns, og
þá fyrst fyrst neytir hann matar.
Er það grænmetismáltíð, en hvorki
drekkur hann kaffi né te. Eftir mál-
tíðina er hvíld til kl. 3 síðdegis, en
þá heldur Bhave einskonar leiðaþing
og hlýðir á vandamál og raunir íbú-
anna. Vald hefur hann að sjálfsögðu
ekki annað en sannfæringarmátt sinn
og virðuleik, en honum tekst daglega
að leysa illdeilur, sætta erkióvini,
knýja atvinnurekendur til að greiða
ógreidd laun o. s. frv.
KLUKKAN FIMM heldur Bhave
daglega bænafund. Þá les hann úr
helgum ritum allra helztu trúar-
bragða, sem til eru á Inddlandi, þar
á meðal kristninnar. Líður þá senn
að því, að dagsverkinu er lokið, enda
hefst nýr dagur árla.
INDVERSKA STJÓRNIN hefur sýnt
starfi Bhaves mikinn áhuga. Hún
bauð honum til höfuðborgarinnar,
Nýju Delhi, og reisti bambushreysi
fyrir hann skammt frá þeim helga
stað, þar sem líki Gandhis var brennt.
Ekki þýddi að bjóða honum annan
gististað. Gerðist það nú, sem sýnir
virðingu þá, er Bhave nýtur, að for-
seti, forsætisráðherra og fleiri tignir
menn gengu á fund Bhaves, en hann
ekki á fund þeirra. Pandit Nehru átti
til dæmis margar viðræður við hann.
BHAVE hefur sett sér það mark að
skipta milli fátækra 50.000.000 ekrum
lands. Með þessu raunhæfa starfi
hefur hann ráðizt á geigvænlegasta
vandamál Austurlanda, misskiptingu
jarðnæðis. Vonandi verður honum
vel ágengt.
31