Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 27
leggja að vísu hart að sér og verja
ofsafjárhæðum til landvarna, en
sarnt er her þeirra tiltölulega lítill nrið-
að við lanclið. Þeir hafa svipaða skip-
an og notuð er hér á íslandi, lítinn
her en vel þjálfaðan, vel vopnum bú-
inn, og framar öllu hreyfanlegan, svo
að hann geti fyrirvaralaust mætt hætt-
um hvar sem er í landinu.
Það hlýtur að hafa verulega þýð-
ingu í sambandi við þetta vernar-
kerfi, að allt er unclirbúið til Jress að
frekari hjálp geti borizt þegar í stað,
ef þörf gerist. Mundi, eins og mál-
um er nú háttað, fljótlegt að senda
flugvélar og varnarliðsmenn til ís-
lands, Noregs, Danmerkur eða ann-
arra Atlantshafsríkja með flugvélum
og skipum frá Bretlandi eða Banda-
ríkjunum. Það eru slíkar aðgerðir,
sem voru kjarni hinna miklu heræf-
inga við strendur Noregs og Dan-
merkur í liaust.
FLUGVELLIR.
Þegar heimsstyrjöldin hófst fyrir 13
árum, var varla liægt að segja, að flug-
vellir væru til á íslandi, enda aðal-
lega notaðar hér sjóflugvélar fyrir
þann tíma. Eitt af fyrstu verkum
brezka hersins var því að gera tvo
velli, við Reykjavík og Kaldaðarnes.
Þegar Ameríkumenn komu til lands-
ins, hófu þeir þegar undirbúning að
fleiri völlum og stærri, enda þótt
eldri vellirnir væru notaðir áfram.
Að vísu urðu not af Kaldaðarness-
velli lítil vegna flóðahættu þar.
Það mun hafa verið í desember-
mánuði 1940, sem Bretar kornu auga
á Miðnesheiði við Keflavík, sem liugs-
anlegt flugvallarstæði. Athuguðu Ame-
ríkumenn þennan stað þegar eftir að
þeir komu hingað, og höfðu þeir
ekki verið í landinu einn mánuð,
þegar flugforingi þeirra gerði tillögu
um flugvallargerð þar syðra. Hinn 7.
nóvember 1941, réttum mánuði áður
en árásin var gerð á Pearl Harbor,
var svo endanlega samjrykkt í Was-
hington að gera þarna flugvöll. Ætl-
unin var fyrst að gera aðeins einn
flugvöll, en þar sem mikil þörf var á
flugvöllum fyrir ormstuflugvélar,
sem voru á leið til Evrópu frá Vest-
urheimi, var ákveðið að gera tvo
velli, og var Patterson vellinum,
hinum minni, hraðað meira. Byrjað
var á flugvallargerðinni í febrúar
1 525 flugvélar við á vellinum og
1944 samtals 6 390 flugvélar, en með
þeim voru 72 552 manns. Komust
flutningar þessir um skeið upp í
10 000 manns á mánuði. Af þessum
farþegum 1944 og ’45 voru tæplega
20 000 rúmliggjandi sjúkiingar og
særðir menn. Enn er þessi umferð
geysimikil og munu um 44 000 manns
liafa komið við í Keflavík með öllum
flugvélum síðastliðið ár. Eru Jæssar
tölur nokkuð umhugsunarefni fyrir
íslendinga um það, hvort ekki sé
J^ess virði að gera meira til landkynn-
ingar fyrir allt þetta fólk, sem flest
fær á örskömmum tíma alrangar og oft
óvinsamlegar hugmyndir um ísland.
VARNIR LANDSINS
Á STYRJALDARÁRUNUM.
Að lokum er rétt að segja örlítið
urn varnir landsins á styrjaldarárun-
um, en ekki hefur verið unnt að fá
upplýsingar um það efni fyrr en mjög
nýlega. Áður hefur verið getið í stór-
um dráttum um skipulag varnanna,
og leynir sér ekki, að bandamenn
töldu rétt að vera hér við öllu búnir,
enda hefur komið í ljós, að Þjóðverj-
ar atliuguðu alvarlega möguleika á
innrás í ísland, þótt ekki yrði af þeim
áformum.
Alla styrjöldina notaði varnarliðið
hér á Islandi sömu einkurmarorðin
til að tákna innrás í landið. Ef send
voru boð til allra hersveita að „vera
viðbúnir Júliusi“, Jrýddi það, að lík-
ur voru taldar á árás innan skamms.
Ef sent var aðeins orðið ,Július“,
Jjýddi sú skipun að innrás í ísland
virtist vera yfirvofandi, en væri sent
út orðið „Caesar“ þýddi það, að inn-
rás hefði verið gerð. Hver einasti
deildarforingi í hernum hafði í fór-
um sínum lokað urnslag, sem hann
mátti ekki opna, nema innrás væri
gerð, og voru í því skipanir um það,
sem hann átti þá að gera. Þá voru
allir hermenn í landinu búnir hvítum
borðurn, sem þeir áttu að binda um
handlegg sér, til auðkenningar, ef
innrásarsveitir væru klæddar ame-
rískum herbúningum eða brezkum.
Áætlanir voru gerðar um eyðilegg-
ingu á birgðum, sprengingu á brúm
og handtöku manna, sem taldir voru
vinveittir nazistum. Loks má geta
þess, að í apríl 1942 gaf Bonesteel
hershöfðingi út dagskipan til hersins
Mustang orrustuflugvélar yfir Reykjanesskaga.
1942 og voru Jrá ráðnir Jrangað um
100 íslenzkir verkamenn. Var hraði
mikill á verkinu, þótt það væri vand-
lega unnið, sérstaklega sökum frosta-
hættu í jörðu. Mest unnu um 3000
manns við vellina, en brautirnar voru
teknar í notkun jafnóðum og þær
urðu til. Lenti fyrsta flugvélin á
stærri vellinum jiegar í marzlok 1942.
Þegar þetta gerðist, var Keflavíkur-
flugvöllur stærsti flugvöllur í Evrópu,
en síðan munu aðrir hafa verið stækk-
aðir, og eru nú nokkru stærri.
Flugvellirnir voru notaðir til
margra hluta á stríðsárunum. Þeir
voru bækistöðvar fyrir orrustuflug-
vélar, er vörðu íslancl og skutu niður
nokkrar þýzkar flugvélar, er hingað
komu til árása eða í könnunarskyni.
Þeir voru bækistöðvar fyrir sprengju-
flugvélar, er leituðu uppi kafbáta um
allt Norður-Atlantshaf og fylgdu
skipalestum. I fyrsta skipti í sögunni,
er kafbátur gafst upp fyrir flugvél, var
flugvélin frá íslandi (og íslenzkt skip
bjargaði kafbátsmönnunum). Og loks
er stærstta og friðsamasta hlutverk
þessara flugvalla, en það er að vera
viðkomustaður á flugleiðinni milli
Norðurálfu og Vesturheims.
Það er ekki 1 ítill fjöldi manna, sem
komið hefur við í Keflavík á flug-
ferðum sínum og dvalizt þar lengri
eða skemmri tíma. Árið 1943 komu
27