Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 21
nokkrar laxveiðiár, og það eykur á ferðagleðina. Vegir á Islandi eru ekki eins góðir og hjá okkur og því er far- ið hægt yfir. A leiðinni frá Reykjavík er fyrsti eftirtektarverði staðurinn, sem farið er um, Hvalfjörður, langur fjörður, luktur háum, bröttum fjöll- um. Þarna var herskipahöfn Banda- manna í síðasta stríði, en nú stöð fyr- ir nýstofnað hvalveiðifélag. Það er vert að líta á stöðina í svip, en betra er að vera í gúmmístígvélum, ef mað- ur ætlar að ganga þarna um að ráði. Þarna er ekki góður þefur og mikill úrgangur myndast þar, sem hvalirnir ■eru skornir. Hinum megin við Hvalfjörð tekur fið nokkurra kílómetra frekar til- breytingarlaust flatlendi, þar til kom- ið er að Hvítá. Það er stór jökulsá, sem rennur í Borgarfjörð á vestur- ströndinni. Þar er rnikið um lax og margar stórar, tærar þverár og þar eru margir góðir veiðistaðir. Hérna er veitingahús, og kaffi er vel þegið og tækifæri til að rétta úr sér eftir ferð- ina og skoða ána, þar sem hún veltur frarn jökullituð. Hinum megin við Hvítá kenrur aftur nokkurra kíló- rnetra leið yfir fremur leiðinlegt land, þar til komið er á þjóðveginn norður frá Borgarnesi. Þegar komið er fram- hjá vegamótunum liggur vegurinn yfir hraun, sem vert er að skoða fyr- ir þann, sem fer þarna um í fyrsta sinni. I hrauninu eru tvö góð hótel og við fáum okkur mat í öðru þeirra. Það er góður matur, en þar er ekk- ert val milli rétta og ferðamaðurinn verður að taka það, sem fram er bor- ið. Hraunið byrjar og endar snögg- lega. Alaður kemur allt í einu úr hinu hrjóstrugasta umhverfi á vingjarn- legt graslendi. Þegar við yfirgefum hraunið verða bændabýlin samt sem áður strjálli og strjálli og vegurinn liggur um heiði, hálfgert heimsskauta- land. Vegurinn liggur hærra og hærra, þar til við náum heiðinni, sem skilur Norður- og Suðurland. Þegar hraun- inu sleppir liggur vegurinn á bakka Norðurár. Þessi á, sem er þverá, er rennur í Hvítá, er einhver bezta lax- veiðiáin á vesturströndinni. Þetta er stór á og neðra hluta hennar svipar að breidd og vatnsmagni til Sprey- árinnar. Vegurinn fjdgir ánni að upp- tökum hennar, sem eru í litlu vatni, er myndast úr snjónum á Trölla- kirkju. Þótt nú sé sumar, eru snjó- fannir enn við veginn á heiðinni. Þarna á háheiðinni er sæluhús, ekki fyrir sumargesti, heldur þá, sem ferð- ast að vetrinum og verða að dveljast þarna vegna veðurs. Fyrir þá er þetta virkilegt sæluhús, er þeir sjá það gegn- um blindhríð norðurhjarans, en fyrir okkur er þetta Ijótur bárujárnskofi á hól. Þegar komið er yfir heiðina blas- ir hið fegursta útsýni við yfir fyrsta dalinn, sem við sjáum á Norðurlandi. I þessum dal er áin, sem við ætlum að veiða í. Nú liggur vegurinn niður í móti að bóndabænum og við njót- um gestrisninnar þar þegar í hugan- um. Það er tekið á móti okkur með veizlu og húsfreyjan ber fram kaffi, bollur og pönnukökur. Þetta er siður. Sláttur er byrjaður og allir eru við vinnu, en gestakoman krefst þess, að allir liætti að vinna og gestunum er fagnað af öllu heimilisfólkinu, og það eru hjartanlegar móttökur. Þetta tek- ur heila klukkustund, svo fara allir til vinnu sinnar og veiðimennirnir fara að taka upp farangur sinn, en húsfreyjan fer að undirbúa kvöld- verðinn. Lesandi góður, við vitum eftir- væntingu yðar. Tæpa 300 metra frá bænum rennur áin, aðeins sjáanleg á köflum, því hún rennur milli brattra bakka, sem vatnið hefur grafið um aldaraðir. Nú eru fyrstu laxagöng- urnar í ánni og við vitum, að það eru hrygnurnar, og hyljirnir með straum- kasti og lygnum á milli ósnortnir af veiðarfærUm annarra veiðimanna, kalla ómótstæðilega á athygli okkar. Löngunina að grípa fyrsta tækifærið og æða niður með ánni verður að yfirvinna. Allt verður að fara fram eftir röð og reglu, fiskurinn er enginn óvinur. Við förum að öllu með gát og athugum að vera vel útbúnir, þeg- ar við byrjum að veiða. Hingað til höfum við ekki sett fyrir okkur smá- tafir á leiðinni, svo nokkur augna- blik til að athuga sinn gang gera hvorki til né frá. Við verðum að fara að næsta hylnum, þar sem ekki er tími til að fara lengra í kvöld. Nálægt einum kílómeter fyrir ofan bæinn er foss, sem enginn fiskur getur stiklað, en milli hans og bæjarins eru sex hyljir og fjórir af þeim eru fyrsta flokks veiðistaðir. Vöðlur eru nausyn- legar, því við verðum að vaða breiða Hrútafjarðará, Rcttufossstrengur fremst, en Réttufoss i baksýn. Hann er ólaxgengur. HrútafjarÖará: Bœjarhylur miðsvceðis, Stokkur lengst til vinstri, en Miklagil til iucgri. Hrútafjoröará: Stokkur til vinstri. þverá og svo verðum við að fara yfir aðalána á nokkrum stöðum. Við út- búum okkur heima á bænum og hröð- um okkur svo niður árbakkann. Fyr- ir neðan okkur er Bæjarhylurinn. Þetta er jmdislegur staður í ánni með sterku straumkasti efst og lygnu neðst. Samt er þetta ekki alltaf góð- ur veiðistaður, hjdurinn er ekki nógu 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.