Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 3
V
Söíuvika íslenzkrar iðnaðarvöru
í síðasta hefti Samvinnunnar var fram borin nokkur
gagnrýni sökum þess, að ekki hafði verið gert sérstakt átak
til þess að selja íslenzkar iðnaðarvörur í sambandi við Iðn-
sýninguna. Þessi gagnrýni hefur ekki reynzt með öllu
réttmæt, því að nokkru eftir sýninguna var efnt til sölu-
viku íslenzkrar iðnaðarvöru og þá reynt á margvíslegan
hátt að vekja athygli á íslenzku vörunni og auka sölu henn-
ar. Mun þessi viðleitni liafa gefið góða raun, enda þótt
auðsætt sé, að hljómgrúnnur meðal fólksins hljóti að hafa
verið meiri sömu vikurnar og Iðnsýningin var haldin.
í þessu sambandi er rétt að beina því sérstaklega til
kaupfélaganna um allt land, og þá ekki sízt afgreiðslufólks
í búðum þeirra, að ekki dugir að halda eina slíka viku
hátíðlega, heldur verða þessir aðilar öðrum frernur að
styðja íslenzka iðnaðinn í baráttu sinni. Það skiptir ekki
litlu máli, að afgreiðslufólkið íhugi þessi mál, kynni sér
íslenzku vöruna og benda fólki á kosti hennar, og geta fá
orð á þeim vettvangi haft veruleg áhrif á sölu einstakra
vörutegunda. Sérstaklega ætti starfsfólk kaupfélaganna að
sýna framleiðslu samvinnuverksmiðjanna áhuga, kynna sér
hana og halda henni fram. Þær vörur eiga ekki alls stað-
ar upp á pallborðið, og eiga því fyllilega skilið, að þær njóti
eigenda sinna.
Það hefur reynzt svo, að íslenzkar iðnaðarvörur hafa
staðið stórum betur að vígi í samkeppni við hinar erlendu,
þegar þær liafa fengið snotrar umbúðir, þægileg nöfn og
þeim er haldið fram með fögrum gluggasýningum og skyn-
samlegum upplýsingum. En á þessu sviði verða íslenzk iðn-
fyrirtæki enn að sækja sig verulega, og ná þar árangri, enda
þótt aðstaða til þess að gera slíka hluti vel sé engan veginn
sambærileg hér á landi við önnur lönd.
Ein samvinnuverzlun í landinu gat stært sig af því, þeg-
ar söluvika íslenzka iðnaðarins stóð yfir, að hjá henni væru
„52 íslenzkar vikur á ári“. Flestar verzlanir hafa þó ekki
slíka aðstöðu, og enginn ætlast til þess, að erlendum vör-
um, sem fluttar eru inn í samkeppni við íslenzkar, sé ekki
sýnd full sanngirni. En hingað til hafa þær heldur þótt
njóta meira en jafnréttis. Nú er vantrú þjóðarinnar á eig-
in iðnaðarvörum hins vegar ört minnkandi, og því verða
iðnfyrirtækin að njóta fulltingis verzlunarinnar í baráttu
sinni. Með hverju iðnfyrirtæki, sem stendur í blóma, trygg-
ir verzlunin sjálfri sér hóp viðskiptavina.
SAMVINNAN
óskar lesendum sínum og öllum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsæls nýárs!
3