Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 19
nokkuð af heimaverkefnum til úr- lausnar. Þá var og sá háttur hafður á, að nemendur skiptu sér niður í smærri hópa, nokkurs konar leshringi, til þess að ræða undir stjórn leiðbein- anda eitthvert ákveðið verkefni, eftir því sem hugir stóðu til. Þessir um- ræðufundir fóru fram að kvöldinu. Dagskrá hins virka dags í skólanum var í stórum dráttum þessi: Klukkan 8,15 mættu menn til morgunverðar. A meðan setið var undir borðum var föst regla, að ein- hver af kennurum eða aðstoðarkenn- urum kveddi sér hljóðs og héldi fimm til tíu mínútna áróðursræðu fyrir ein- hverri nýútkominni bók eða bæklingi, sem K. F. gefur út. Hélt hann alla jafna á hlutaðeigandi bók, sagði frá efni hennar í stórum dráttum og til- kynnti að lokum, hverjir meðal nem- enda sæu um sölu hennar innan skólans, en nemendur skiptust á, tveir og tveir í senn, að selja útgáfubækur K. F. meðal samnemenda sinna. Klukkan 9 var gengið til náms í skól- anum. Síðustu 10 mínúturnar voru notaðar til leikfimisiðkana úti fyrir dyrum skólans, ef veður léyfði. Há- degisverður var snæddur klukkan 12,05. Ætíð var sungið eitt lag, áður en staðið var upp frá borðum og voru söngbækur við höndina fyrir alla við- stadda. Þátttaka í söngnum var yfir- leitt mjög góð. Hálftími til þrír stund- arfjórðungar af síðari hluta hvers dags voru ætlaðir til útivinnu á lóð eða landareign skólans og skyldu allir nemendur taka þátt í henni. Miðdeg- isverður var snæddur klukkan 6. Að jafnaði var húsum lokað klukk- an 11 að kvöldi og urðu þá allir að vera komnir inn. Undantekningar voru laugardaga, svo og nokkrum sinnum aðra daga, og var þá ekki lok- að fyrr en klukkan rúmlega 12. Aldrei heyrði ég neinn kvarta yfir þessari né öðrum reglum, sem skólinn setti. Fannst mér það ótvírætt merki um vinsældir stofnunarinnar annars vegar og þroska nemendanna hins vegar. Eins og kunnugt er hefur sam- vinnustefnan náð mikilli útbreiðslu í Svíþjóð, bæði í borgunum og dreif- býlinu. Kaupfélagið í Stokkhólmi er til dæmis næststærsta kaupfélag í heimi; aðeins eitt, kaupfélagið í Lon- don, er stærra og ekki miklum mun Hér sést hið fagra námsheimili sicnsku samvinnufélaganna, Vctr Gard. stærra, enda þótt London sé um það bil tíu sinnum mannfleiri borg en Stokkhólmur. Mér var tjáð, að kaup- félagið í Stokkhóhni hefði um 900 sölubúðir með um það bil 8000 fasta starfsmenn í þjónustu sinni og geta menn af þessurn tölum séð, að þarna er ekki um neitt smáfyrirtæki að ræða. Það má því ef til vill segja, að ekki sé furðulegt, þótt þessi mjög svo út- breidd sam vi n n u fél agsskapu r í Sví- þjóð leggi stund á fræðslu um sam- vinnumál og aðra fræðslu fyrir þá, sem í hreyfingunni vinna. En Vár Gárd er meira en venjuleg fræðslustofnun. Vár Gárd er fyrirmyndar námsheimili, sem áreiðanlega hefur mannbætandi álirif á alla þá, sem það sækja. Um það mun öllurn koma saman, sem til þekkja. Vafalaust er hér mikið að þakka, hvað skipulag snertir, rektor skólans, Harald Elldin, þeim mikil- hæfa manni, þótt sjálfsagt liafi hann notið aðstoðar góðra samstarfsmanna. Sú litla kynning, senr ég hafði af Vár Gárd, lékk mig til að óska þess af heilum hug, að íslenzkur samvinnu- félagsskapur mætti eiga því láni að fagna í náinni framtíð að eignast lilið- stæða stofnun. Ég er sannfærður um, að hver sá starfsmaður sænskra sam- vinnufélaga, sem sækir námskeið á Vár Gárd, fer þaðan aftur að ein- hverju leyti betri og þroskaðri maður og þá um leið betri starfsmaður fyrir sitt félag. Og slíkt er rnikils virði. \'ið íslenzkir samvinnumenn þurfum að koma upp námsheimili í svipuðum stíl. Ef það tækist að láta svipaðan anda ríkja þar og Harald Elldin hef- ur tekizt að láta ríkja á Vár Gárd, þá yrði slíkt heimili aldrei of dýrt. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.