Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 22
djúpur, svo fiskurinn haldi sig þar, þegar lítið er í ánni, en oft er þarna góð veiði. Við reynum þarna, en ár- angurslaust. Þú, sem gestur, ert auð- vitað óánægður, að svona fiskilegur staður gefur enga veiði, en ég, sem þekki mig þarna, læt þetta ekki á mig bíta. Við göngum svo 300 metra upp með ánni, þar er bratt og illt yfirferðar fyrir klettum. Þar er Stokk- ur. I þessum hylt er áreiðanlega fisk- ur, hvort sem mikið eða lítið er í ánni, og er við nálgumst, sjáum við einn stóran stökkva í lygnunni. Við verðum að fara yfir þverá, sem köll- uð er Miklagil, áður en við komumst að hylnum. Þarna er sterkur straum- ur og nokkuð grýtt. Það þarf nokkra aðgæzlu til að komast yfir, ekki vegna þess, að þarna sé djúpt, heldur vegna straumsins. Við komumst heilu og höldnu yfir og erum staddir á sand- eyri, sent er í skjóli brattra kletta á tvo vegu. Við verðum að kasta móti straumi og vanda okkur til að hafa góða stjórn á flugunni. A Islandi er vatnið tærara en í fljótunum okkar heima, og er við nálgumst hylinn, þar sent við ætlum að byrja, er það nokkuð truflandi að sjá fiskana grafkyrra í röðum eins og varðmenn á hersýningu. En fyrir þann, sem þekkir hvernig íslenzki lax- inn hagar sér, er þetta örvandi augna- blik. Eg veit, að á þessum tíma (snemma í júlí) muni einhver hrygn- an taka fluguna og það, að maður hefur reynsluna, gerir mann öruggari. Flugunni er kastað andstreymis og tvisvar fer hún árangurslaust yfir þar sem laxinn liggur, en þó ekki án þess að vekja nokkra athygli. Samt sem áður er þriðja tilraunin meir en nokk- ur fiskur fær staðizt. Nú sést allt fyr- ir, laxinn nálgast hægt, snýr við og stingur sér niður undir botn. Það strengist á hnunni og nú er enginn efi, ef nokkur efi var í huga veiði- mannsins, að fiskurinn er fastur á önglinum. Það er ekki neinn smálax, sem gengur í þessa á í fyrstu göng- unum, og við sáurn strax, að þessi, sem nú kom í ljós, var vel vænn, sjálf- sagt um 20 pund. Fyrst er eins og hann sé hálfruglaður vegna þess, hvernig flugan, sem hann hefur grip- ið, hagar sér. Hún er ólík nokkrum öðrunt hlut, er hann hefur þekkt áð- ur. Það líður ekki á löngu, með snöggu bragði syndir hann burt móti straumi og við getum ekki fylgt honum eftir, djúpt vatn og ófærir klettar hindra það. En rétt efst í hylnum, um 100 metra burtu, stekkur hann alveg upp úr vatninu, en hann gerir sig ekki líklegan til að yfirgefa hylinn. Nú snýr hann við og kemur til okkar undan straumi, þjótandi eins og tund- urskeyti. Við verðum að taka á allri okkar kunnáttu til að ráða við hann. Athafnasvið okkar takmarkast af klettunum framundan og Miklagili að baki, og margur laxinn hefur fengið aftur frelsi sitt vegna þessara hindr- ana. En þessi er vel fastur á önglin- um. Eftir að margir metrar af sterkri línu hafa verið dregnir inn finnur veiðimaðurinn sambandið við hann. Það þarf ekki að lýsa þessu nánar, það hafa aðrir veiðimenn gert svo oft áður. Það nægir að segja, að þessi fiskur reyndist 22 og hálft pund og mjög ánægjuleg sjón fyrir ákafan veiðimann. Annar fiskurinn, sem veiddist, var heldur minni, og var þá haldið aftur heim á bæinn til kvöld- verðar. Það gengur ekki að vera of seinn fyrsta kvöldið. Það er gott að koma heim, og húsfreyjan ber fram alls konar góðgæti, sem hefur verið geymt til þessa atburðar. 1 júní og júlí er á Norðurlandi 24 stunda dagsbirta og ef menn vilja, þá er hægt að veiða þarna allan sólar- hringinn, en við þetta er ekkert unn- ið, og ég geri það aldrei. Svo er farið í rúmið, en í rúmunum eru ekki ull- arábreiður, heldur æðardúnsængur, sem eru þægilegar, mjúkar og hlýjar, en dálítið einkennilegt að liggja við þær fyrir óvana. Næsta morgun reynum við annars staðar í ánni. Þar er nokkuð straum- þungt og hyljir milli kletta. Þessir hyljir eru djúpir og einn af þeim er yfir 40 fet, en straumharðar grynn- ingar á milli, uni 3 til 4 fet á dýpt. Allir hyljirnir hafa bratta bakka eða kletta öðrum megin, en hinn frægi Surtur hefur kletta til beggja handa og þar er aðeins hægt að veiða frá einum stað efst. Hér er fiskurinn var um sig. Ut í hylinn ganga tvö hvöss klettanef og þegar fiskurinn bítur á, syndir hann alltaf undan straumi, niður fyrir þessa kletta, svo hann fer úr augsýn. Þarna getur hann verið um 100 metra í burtu, svo að veiði- maðurinn veit varla hvað fram fer. Sérhver fiskur úr Surti er því reglu- legur happadráttur, jafnvel þótt hann sé ekki nema ein lítil 5 pund á þyngd, og rnargur fiskurinn tapast hér. Venjulega orsökin er það, að línan sargast sundur á klettunum, svo það eru undur, að nokkur lax skuli nást þarna. Þarna eru ekki færri en 15 hyljir í ánni niður og út frá bænum. Og á þessum tíma árs eru 6 til 10 laxar, að jafnaði 14 pund, meðalveiði á dag. Þriðju eða neðstu veiðistaðirnir í ánni eru nokkuð langt í burtu, svo veiðimennirnir verða að fá sér hesta til að komast þangað og heim aftur. Þessir staðir eru mjög ólíkir hinum straumhörðu klettahyljum ofar í ánni. Nú rennur áin um flatlendi áður en hún rennur út í Ishafið. Bakkarnir eru lágir og úr möl. Þrjár þverár falla þarna í ána og auka vatnsmagnið. Þarna eru 7 góðir hyljir í ánni og eru fjórir af þeim 200 metrar á lengd og alls staðar er nóg vatn, hversu lengi sem þurrkar liafa gengið. Það er hér, sem hægt er að veiða sjóbirting í ágústmánuði. Það er skemmtileg íþrótt að veiða sjóbirtinginn, og hann getur orðið uni 8 pund á þyngd. Þótt það sé heldur leiður lestur að lesa langar skýrslur um tölu og þyngd þeirra fiska, sem aðrir hafa veitt, þá verður að segja það, að á þessum stað er meðalveiði á dag 12 laxar og 24 sjóbirtingar. Fjórði veiðistaðurinn er í einni af þveránum. Þótt þar sé töluvert af laxi, þá eru þar aðeins þrír smáhyljir. Það, sem merkilegt er við þessa smáá, sem kölluð er Síká, er fegurð dalsins, sem hún rennur um. Straumurinn hef- ur grafið þarna 200 feta djúpt gil. Þarna eru margir fossar og mikið um villta fugla. Árnar á Islandi eru erfiðar og þar verður veiðimaðurinn að treysta á sjálfan sig. Árnar eru eins og þær voru áður en maðurinn kom að þeim, og vonandi verður svo áfrarn, því að í því er mestur yndisleiki þeirra falinn. Ef tækifæri er til að heimsækja ts- land, þá er það vel þess virði. En fyr- ir þá, sem hafa hug á laxveiði, þá er betra að gera samning þar um í tíma, því það eru fáar ár, sem ekki hafa verið leigðar og lítil líkindi að fá þær, sem ekki hefur þegar verið samið um. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.