Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 14
Hervarnir á íslandi
HergubLrm. hefur haztað sér völl íangt norður fyrir Island.
Hér segir frá vörnum landsins nú og i síðustu heimsstyrföld.
Þegar brezkir hermenn gengu á
lancl í Reykjavík 10. maí 1940, urðu
þáttaskipti í sögu íslendinga. Þá varð
það ljóst, að samgöngutæknin hafði
gert herguðnum kleilt að hazla sér
völl langt norður fyrir Island — og
raunar til yztu rnarka liins byggða
heims — og hann ætlaði ekki að láta
slíkt tækifæri ónotað. Þessari stað-
reyncl hafa hvorki einlægur friðárvilji
smáþjóðar né afneitun hennar sjálfr-
ar á vopnaburði breytt.
íslendingar viðurkenndu Jressa stað-
reynd, er Jteir gerðu samninga við
Bandaríkjamenn um varnir landsins
sumarið 1941. Þeir urðu að viður-
kenna Jiessa sömu staðreynd aftur, er
Jieir gerðust aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu og gerðu á ný samning
um varnir landsins, eftir aðeins
þriggja ára hlé á hersetu.
Það er Jrví full ástæða til Jjess fyrir
íslendinga að kynnast örlítið vörnuiii
landsins, eðli Jreirra og mikilvægi,
hvort sem [jeirn líkar betur eða verr
Jiað, sem gerzt hefur undanfarin 12 ár.
í Jressum efnum fá Jieir ekki sköpum
ráðið.
HERNAÐARLEG ÞÝÐING
LANDSINS.
Ástæðan til þess, að svona hefur far-
ið, er einfaldlega sú, að ísland er nú
hernaðarlega mikilvægt fyrir öll ríki
umhverfis norðanvert Atlantshaf.
Nokkru fyrir heimsstyrjöldina síðustu
sagði Jrýzkur herfræðingur, að landið
væri eins og skammbyssa, sem miðað
er á ríkin við Atlantshafið. Þessi full-
yrðing liefur orðið sannari með
hverju ári, sem liðið hefur síðan, og
Winston Churchill hefur vafalaust
vitað, að Þjóðverjar voru þess albún-
ir að taka sér skammbyssuna í hönd,
er hann á einu svartasta augnabliki í
sögu Breta lýsti yfir, að enginn óvina-
hermaður þeirra mundi stíga óhindr-
að á land á íslandi. Þaðan hefðu Þjóð-
verjar sennilega getað unnið kafbáta-
orrustuna um Atlantshaf, Jiar er hægt
að rjúfa ómetanlega flugleið yfir hafið
og þaðan er nú hægt jöfnum höndum
að gera sprengjuárásir á New York í
vestri, Moskvu í austri eða borgir þar
á milli — og Jrar er einnig hægt að
verjast slíkum árásum.
Allt Jretta gerir ísland hernaðar-
lega eftirsóknarvert, og skapar því á-
rásarhættu, ekki sízt ef hægt er að
vinna Jrað án mótstöðu. Varnir lands-
ins eru því miðaðar við marg-víslega
hugsanlega möguleika og hlutverk
þeirra manna, sem nú annast varnir
landsins, er að sjá fyrir allt slíkt, sem
fyrir getur komið, og vera viðbúnir
að mæta því.
VARNIR LANDSINS.
Á styrjaldarárunum var mikill her
á Islandi, sennilega 60—80 000 manns,
og margvíslegum virkjum komið fyrir
um allt landið. Þá var landinu skipt í
tvö aðal varnarsvæði, Suður- og
Vesturland með aðalstöðvum í Reykja-
vík, og Norður- og Austurland með
aðalstöðvum á Akureyri. Þá voru
sérstakar strandvarnir við helztu
hafnir landsins, Reykjavík, Hafnar-
fjörð, Hvalfjörð, Eyjafjörð, Seyðis-
fjörð og Reyðarfjörð, sérstakar loft-
Keflavikurflugvöllur var á styrjaldarárunum og er enn merkasta herstöð á Islandi. I greininni er
nokkuð sagt frá flugvallargerðinni og tildrögum hennar, svo og þeirri umferð, sem var um flugvöll-
inn i striðslok, er hún varð mest. Myndin sýnir núverandi varnarliðsmenn og eina af flugvélum
þeirra á vellinum.
14