Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 9
Enginn inaður í borginni var jafn einmana og Pétur Richards, daginn senr Jóhanna Grace gekk inn í búð- ina hans. Það kann að vera, að þér hafið lesið eitthvað um það í blöðun- um, þegar það gerðist, enda þótt þau nefndu hvorki nafn hans né hennar né segðu söguna alla, eins og hún fer hér á eftir. Pétur hafði erft búðina frá afa sín- um. í glugganum var heilt safn af gamaldags hlutum: armbönd og háls- festar frá því fyrir þrælastríðið, gull- hringir og silfurdósir, eftirlíkingar af eðalsteinum og fílabeini og postulíns- myndir. Það var vetrardag, að litla stúlkan stóð við gluggann, þrýsti enninu að glerinu og horfði starandi augum á hvern forngripinn af öðrum, eins og hún væri að leita að einhverju sér- stöku. Loks rétti hún úr sér með á- nægjusvip og gekk inn í búðina. Það var þrengra í dimmri búðarhol- unni hans Péturs en í glugganum. Hillurnar voru hlaðnar skartgripa- kössum, gömlum einvígisbyssum, klukkum og lömpurn, en á gólfi voru hrúgur af arinjárnum, mandólínum og hvers konar góssi, sem nafni tjáir að nefna. Pétur stóð við afgreiðsluborðið, maður rétt þrítugur, en þó byrjaður að grána fyrir hærum. Það var sinnu- leysissvipur á honum, er litli við- skiptavinurinn lagði lófana á borðið. „Vilduð þér gjöra svo vel að lofa mér að sjá bláu perlufestina í glugg- anum?“ Pétur dró gluggatjöldin til hliðar og tók perlufestina. Perlurnar gljáðu fagurlega, er hann hélt þeim í lófa sér fyrir framan hana. „Þær eru dásamlegar," tautaði barn- ið fyrir munni sér. „Viljið þér gjöra svo vel að pakka þeim fallega inn fyr- ir mig?“ Pétur leit á hana öldungis forviða. „Ert þú að kaupa þetta fyrir ein- hvern?“ „Festin er handa stóru systur minni. Hún gætir mín, og þetta verða fyrstu jólin, síðan mamma dó. Ég hef verið að leita að fallegri jólagjöf fyrir hana.“ „Hvað átt þú mikla peninga?" spurði Pétur tortrygginn. Stúlkan hafði nú leyst sundur vasa- klút og nú lagði hún nokkra smá- peninga á borðið. „Ég tæmdi baukinn minn,“ sagði hún af einfeldni. Pétur Richards leit á hana og var hugsi. Þvínæst dró-hann perlufestina til sín. Hann gat séð verðmiðann, en hún ekki. Hvernig gat hann sagt henni, hvað festin kostaði? Einlægn- in í augum hennar hitaði honum um hjartaræturnar. „Bíddu augnablik,“ sagði hann og gekk aftur í búðina. „Hvað heitir þú?“ kallaði hann til hennar um leið og hann byrjaði að fást við eitthvað. „Jóhanna Grace.“ Þegar Pétur kom aftur fram að borðinu, hélt hann á pakka í hend- inni, vöfðum purpuralitum pappír með grænum borða utanum. „Gjörðu svo vel,“ sagði hann, „og týndu nú ekki pakkanum.“ Hún brosti af ánægju til hans og hljóp út úr búðinni. Hann horfði á eftir henni út um gluggann — og minningarnar blossuðu upp í huga hans. Það var eitthvað við Jóhönnu og perlufestina hennar, sem rifjaði upp sorg, sem hann ekki gat gleymt. Stúlkan var ljóshærð og bláeyg, og einu sinni, fyrir ekki svo ævalöngu, bafði Pétur verið ástfanginn af stúlku með sams konar ljóst hár og sama bláa augnalitinn. Og það hafði verið ætlun hans að gefa henni bláu perlufestina. Svo gerðist það eitt rigningar- kvöld, að vörubíll rann til á hálli götu — og lífið hvarf úr draumum hans. Frá þeim tíma hafði Pétur lifað um of einn með sorg sinni. Hann var kurteis og þolinmóður við viðskipta- vini sína, en eftir lokunartíma virtist tilvera hans óbreytanlega tóm. Hann rejmdi að gleyma sorg sinni með sjálfsmeðaumkvun, sem ágerðist með bverjum degi. Bláu augun hennar Jóhönnu vöktu (Framh. á bls. 26) Sönn jólasaga eftir FOULTON OURSLER 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.