Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 18
(slenzkir samvinnumenn þurfa að eignast námsheimili Nem.en.clur í Vár Gárd fara jbaðan þroskahri og betri menn Samband sænsku samvinnufélag- anna bauð íslenzkum rithöfundi til þriggja vikna dvalar í september s. I. á námsheimíli þess, Vár Gárd, sem er í skerjagarðinum nálægt Stokkhólmi. í þetta boð, sem sent var rithöfunda- félagi íslands, fór Friðjón Stefánsson, og segir hann í eftirfarandi greinar- korni frá dvöl sinni þar. Loksins var ég kominn til fyrir- rieitna landsins, Svíþjóðar. Allt frá því, að ég fyrir rúmum tuttugu árum síðan stundaði sænskunám í Sam- vinnuskólanum undir handleiðslu Guðlaugs Rósinkranz, núverandi þjóð- leikhússtjóra, hafði mig langað til að sækja þetta land heim, en ekki haft aðstöðu til að fullnægja þeirri löng- un minni fyrr en nú. Það var sunnudagur 7. september og lestin lagði af stað frá Málmey áleiðis til Stokkhólms kl. 10 fyrir há- degi. Mér var sagt, að í Málmey væri lítið markvert að sjá, enda aðeins stutt viðdvöl Jiar. Auk þess byrjuðu nú að sækja á mig áhyggjur um líkam- lega velferð mína á Jressari íhöndfar- andi reisu. Staðreyndin var nefnilega sú, að erlend gjaldeyriseign mín sam- anstóð af ávísun á banka í Stokk- hólmi og fjórum dönskum „tíköll- um“, og nú kom á daginn, að Svíar vildu ekki sjá gjaldmiðil frænda sinna, Dana. Ekki virtist annað liggja fyrir mér en að fasta, þangað til ég kæmi til Stokkhólms. Eg spurði sænska þjóninn í lestinni mér til fróðleiks, hvort ekki væri heldur hægt að nota sænska peninga í Danmörku. „Jú,“ svaraði hann talsvert drýginda- lega, „þar eru menn áfjáðir í sænska peninga.“ Hvað um það, Dani var Jrað, sem bjargaði mér út úr vand- ræðunum og skipti mínum dönsku „tíköllum" í sænskan pening. Og svo gat ég fengið mér að borða. Vár Gárd, námsheimili Sambands sænskra samvinnufélaga (Koperativa Förbundets) er um hálftíma leið í járnbrautarlest frá Stokkhólmi, í byggðarlagi, sem Saltsjöbaden heitir. Byggðarlag jjetta liggur í skerjagarð- inurn og er Jrarna allsstaðar dásam- lega fallegt. Eign Jressa, byggingar og landareign |)á, sem námsheimilið ræður yfir, keypti K.F. laust eftir 1920 og hefur síðan rekið Jrarna heimavistarskóla eða námsheimili undir stjórn Jress rnæta manns, Har- ald Elldin, rektors. Mér fannst sérstakt andrúmsloft mæta mér strax og ég steig fæti mín- um inn á lóð þessa námsheimilis — Harald Elldin, hinn kunni rektor Vár Gárd. andrúmsloft raunverulegrar samvinnu og vináttu. Það leyndi sér ekki, að meðal þeirra, sem dvöldu þarna, ríkti hinn ánægjnlegasti félagsandi. Harald Elldin rektor var í sumar- fríi í Danmörku, þegar ég kom, en hafði skilið eftir bréf til mín, í hverju hann bauð mig velkominn til Vár Gárd. Hann sagði J)að tilgang K.F. með því að bjóða erlendum rithöf- undum til dvalar sem þessarar, að })eir mættu lítillega kynnast starfsemi skólans og háttum, svo og að veita J)eim tækifæri til að hverfa frá hvers- dagsunthverfi sínu um stund til nýs og fersks andrúmslofts á Jtessum fagra stað. Mætti J)að ef til vill verða Jreim ' aflgjafi og hvatning til frekari starfa. Itvíldi á rithöfnndum um að hlusta Hann sagði einnig, að engin skylda á fyrirlestra eða taka þátt í námskeið- um, en ef Jreir æsktu Jress, væru Jæir hjartanlega velkomnir. Þennan Jjriggja vikna tíma, sem ég dvaldist á Vár Gárd, nrætti ég ein- stakri vinsemd lijá öllum, jafnt kenn- úrum sem nemendum. Mér fannst allir vilja stuðla að því að gera mér dvölina ánægjulega. Margir höfðu gaman að fræðast um ísland. Fannst mér það vekja einna mesta undrun Jreirra, sem ég ræddi við, að við skyldum geta hitað upp húsin í Reykjavík með hveravatni. Á einu námskeiðinu var ungur Kín- verji, sem starfað liafði á vegunt sam- vinnufélaga þar í landi. Hann hafði aðeins verið á annað ár í Svíjrjóð og því erfitt fyrir hann að fylgjast með því, sem fram fór, sökum ónógrar kunnáttu í málinu. En bæði kennar- ar og samnemendur lögðu sig sérstak- lega fram að útskýra fyrir honum erf- ið atriði eða jafnvel [)ýða fyrir hann á ensku það, sem hann skildi ekki, en ensku kunni hann vel. Eg get ])ess sem dæmis um J)ann félagsaitda, sem ríkti innan skólans. Þennan tíma, sent ég var Jíarna, stóðu yfir tvö námskeið, annað fyrir deildarstjóra í kaupfélagsbúðum, og hitt svokallað framhaldsnámskeið, ætlað fyrir })á, sem áður höfðu lokið samsvarandi námskeiði og því fyrr- nefnda. Þessi námskeið stóðu samtím- is. Voru þátttakendur beggja rösklega fimmtíu og bjuggu allir á Vár Gárd. Kennsla fór að mestu fram í fyrirlestr- um, en þó fengu nemendur einnig 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.