Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 16
*
Islendingur í aðalstöðvum S.Þ.
Ungur lögfræðingur segir frá starfi sameinuðu þjóð-
anna, sem er annað og meira en málþóf og deilur
Oftast, er fólk hugsar til Samein-
uðu þjóðanna, rennir það helzt liuga
til þeirra tveggja stofnana S. Þ., sem
mest er getið í fréttum og útvarpi,
það er öryggisráðsins og allsherjar-
þingsins. Er það efalaust vegna mál-
þófs þess og deilna, er því miður ein-
kenna svo oft störf þessara tveggja
stofnana, að maður heyrir oft hjá
fólki í almennum umræðum ótrú á
framtíð S. Þ. eða jafnvel níð um starf-
semi þeirra. En í raun réttri vita allir,
að starfsemi S. Þ. er víðtækari, þótt
fæstir átti sig á því, hve geysi víðtæk
hún er.
Fastastofnanir S. Þ. eru sex. Alls-
herjarþingið og öryggisráðið, sem fyrr
voru talin, efnahags- og félagsmála-
ráðið, gæzluverndarráðið, alþjóðadóm-
stóllinn í Haag og skrifstofurnar í
New York og Genf. Fólki mun al-
rnennt að einliverju leyti kunnug
starfsemi pólitísku stofnananna, alls-
herjarþingsins og ráðanna, og enn-
fremur starfsemi alþjóðadómstólsins í
Haag. En sízt mun fólki kunnugt um
störf og starfshætti í sjöttu rnegin-
stofnuninni, aðalskrifstofunni.
Því er það, að mig langar til þess
að fara nokkrum orðum um starfsemi
og starfsfólk í skrifstofu Sameinuðu
þjóðanna, enda var ég svo lánsamur
að hljóta síðastliðið sumar dvöl hjá
bandalaginu um nokkurt skeið við
nám og starf.
Skrifstofan er staðsett í New York,
eða nánar sagt á miðri Manhattan-
eyju, og fer vel á því, að höfuðstöðv-
ar heimsins séu í rniðri stærstu borg
heimsins. Rockefellerstofnunin í New
York gaf S. Þ. lóð undir sarfsemi sína
á bökkum Austurár, en á sú skiptir
löndum milli tveggja stærstu hverfa
borgarinnar, Manhattan og Brook-
lyn. Lóð þessi er þegar fullskipulögð,
og mikið komið af byggingum þar.
Eftir
Svein Hauk Valdimarsson
Sem dæmi um það, hve lóðir í New
York eru gernýttar, má geta þess, að
undir torgi því, sem er fyrir framan
skrifstofubygginguna, eru tvær iiæðir
eingöngu ætlaðar bílastæðum, og eru
undirheimar þessir geysivíðfeðmir,
með umferðalögregluþjónum og allt
hvað eina.
í einni af byggingunum á lóð þess-
ari eru aðalskrifstofur Sameinuðu
þjóðanna. Er það skýjakljúfur, er tel-
ur 39 hæðir ofanjarðar og þrjár neð-
an, og er skýjakljúfur sá oft kallað-
ur manna í millum „eldspýtustokk-
urinn" eða „glerhúsið“. Er liann kall-
aður þetta annars vegar vegna þess,
Starfsfólk sameinaðu þjóðanna er frd yfir 60
þjóðum og er i vali þess ekkert tillit tekið til
hörundslitar eða uppruna. Hér sést hópur
starfsmanna i aðalstöðvunum i New York.
að langl að séð lítur lnisið út eius og
eldspýtustokkur, reistur upp á encl-
ann, en hins vegar vegna þess, að báð-
ar hliðar byggingarinnar eru nærfellt
einn gluggi.
Hús þetta er eins og nærri má geta
ákaflega fullkomið, svo til eingöngu
gert úr stáli, marmara og gleri, og var
það fyrst tekið í notkun í ágúst 1950,
hálfu öðru ári eftir að hafin var smíði
þess. Auk skrifstofanna eru í húsinu
alls kyns þjónustustofnanir fyrir
starfsfólk og fulltrúa, t. d. banki,
heilsugæzlustöð, blaðamannabæki-
stöðvar, útvarps- og sjónvarpssalir,
mjög fullkominn matsalur, setustofa
og margs konar funda- og ráðaher-
bergi. Dettur mér í liug í því sam-
bandi, að hópur sá, er ég var hluti af
síðastliðið sumar, kom oft saman í
fundaherbergi, er herforingjaráð ör-
yggisráðsins notaði að jafnaði, og
spannst oft hið mesta skop af því, er
meinleysislegustu menn sátu í sætum,
merktum rússneska hernum, kín-
verska flughernum o. s. frv.
Annars má gera nokkra grein fyrir
fullkomnun byggingarinnar með því
dæmi, að til starfsmannaflutninga
einna eru stöðugt í notkun 18 lyftur
í byggingunni, þó að frómt frá sagt
hafi mér, sveitamanninum frá Reykja-
vík, þótt hvað mest til koma ýrnissa
smáþæginda, sjálfhreyfandi stiga,
mjög fullkontinna hreinlætisher-
bergja og fleira slíks.
Aðalskrifstofuna má með réttu
kalla nokkurs konar stjórnarráð Sam-
einuðu þjóðanna. Þar fara fram hin
stjórnarfarslegu störf, þar eru fram-
kvæmdar og samræmdar ákvarðanir
bandalagsins og veitt hvers kyns þjón-
usta og aðstoð við aðrar meginstofn-
anir S. Þ„ þó að undanteknum al-
þjóðadómstólnum í Haag.
í stuttu máli sent þessu er vitaskuld
16