Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 20
Frá Lundúnum til Hrútafjarðar
Brezkur ferðamaður segir frá íslandsför og laxveiði í Hrútafjarðará
Eftir R. N. Stewart
Höfundur þessarar greinar er skozkur hershöfðingi,
sem komið hefur til laxveiða hér á landi um 20 ára
skeið, aðallega i Hrútafjarðará, sem hann hefur haft á
leigu s.l. 15 ár. Veiðilýsing sú, sem skýrt er frá í eftir-
farandi grein, er af Hrútafjarðará. ■— Þess má og geta,
að R. N. Stewart er höfundur bókarinnar Rivers of Ice-
land, sem kom hér út á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins
fyrir nokkrum árum.
Það er hægt að ferðast til íslands
á tvennan hátt — í lofti eða á sjó.
Loftleiðis er ferðalagið stutt, aðeins
7 stunda ferð frá Lundúnaflugvelli,
en 4 og hálfrar stundar ferð frá Prest-
wick. En þessi háttur á ferðum hef-
ur nokkur óþægindi í för með sér.
Það er aðeins takmarkaður flutning-
ur, sem hægt er að flytja þannig frítt
með sér, en aukaflutningur er dýr.
Veiðiáhöldin eru þung og þó að við
tökum oft meira með okkur en nauð-
synlegt er, þá er það hyggilegra en að
standa á árbakkanum og vanta þar
hinn nauðsynlegasta útbúnað. Það er
satt, að veiðimaðurinn getur komið
á flugvöllinn í vaðstígvélum og vöðl-
um og með fulla vasa af flugnaöskj-
um og sagt, að þetta sé hans venju-
legi ferðabúnaður. Þetta gerði veiði-
maður nokkur og hann komst áfram
með það vegna þess, að flugvallar-
fólkið varð svo undrandi, og vélin var
flogin með veiðimanninn áður en það
gat áttað sig. Ég er ekki alveg viss
um, að þetta bragð tækist aftur.
Onnur óþægindi við ferð í lofti er
það, að ekki er í flugvél eins skemmti-
leg tækifæri og á skipi að tala við
aðra veiðimenn um veiðiárnar, og
ekki er eins bægt fyrir þá, sem eru
á sinni fyrstu veiðiferð að læra af
reynslu samferðamannanna, sem hafa
ef til vill veitt þarna áður.
A sjó tekur ferðin tvo og hálfan
dag frá Leith. Skipið er þægilegt, með
góða klefa og góða þjónustu og ágæt-
is fæði. En það er satt, það getur ver-
ið vont í sjó og þeir, sem illa þola sjó-
inn, verða að fara á mis við mörg
ágæti, sem skipið hefur að bjóða.
Þegar komið er til íslands verður
að ganga í gegnum venjulega tollskoð-
un og útlendingaeftirlit, en hvorugt af
þessu eru nein óþægindi fyrir laxveiði-
manninn, heldur hrein formsatriði.
Það er ekki úr vegi að eyða einum
degi í höfuðborginni Reykjavík og
það þarf ekki að hugsa til þess með
ólund. Þar er margt skemmtilegt að
sjá fyrir utan það venjulega, sem mað-
ur sér í hverju nýju landi. En hvað
sem veiðimaðurinn hefur annars
nauman tíma, ætti hann að sjá lista-
safn Einars Jónssonar.
Áin, sem við ætlum að veiða í, er
á norðurströndinni, eina dagleið frá
Reykjavík. Á íslandi eru engar járn-
brautir. Innanlands er ferðazt með
bílum og til veiðiárinnar eru 300 kíló-
metrar. Til að stytta leiðina er hægt
að taka strandferðaskip til Borgar-
ness, 3 stunda ferð. En fyrir þann,
sem er þarna á ferð í fyrsta sinn, er
hægt að sjá meira af landinu með því
að fara í bíl alla leiðina. En á baka-
leiðinni er hægt að taka strandferða-
skipið. Ferðin norður liggur vfir
20