Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 5
þess að komast til Kaupmannahafn- ar. Þar komst hann fljótt í kynni við Carl Christian Rafn, prófessor, og allmarga Islendinga, þar á meðal Gísla Brynjólfsson, Jón Sigurðsson og fleiri. Vann Fiske fyrir sér með því að kenna ensku og aðstoða fræðimenn, og sökkti sér niður í nám sitt. Var hann að hugsa um að fara til íslands veturinn 1850—51, en af því gat ekki orðið, og fór hann í þess stað til Upp- sala og hélt þar áfram námi. Var hann þá þegar tekinn að safna að sér íslenzkum bókum, og eftir heimkom- una til Bandaríkjanna átti hann eitt bezta safn íslenzkra bóka vestan hafs. Fiske tók nú við ýmsum störfum í heimalandi sínu og öðrum Iöndum, var um skeið aðalritari ameríska land- fræðafélagsins, aðstoðarmaður sendi- herra Bandaríkjanna í Vínarborg, rit- stjóri dagblaðanna Journal í Syracuse og síðar Courant í Hartford. Gat hann sér vaxandi orðs sem fræðimanns, og skrifaði mikið um j'mis efni. Þó mun ísl and ávallt hafa verið efst í huga hans og viðaði hann að sér ótrúlega miklum fróðleik um land og þjóð og kynnti með skrifum sínum. Lék ekki á tveim tungum, að hann vissi meira um ísland og íslendinga en nokkur annar maður í Bandaríkjunum. Árið 1868 varð Fiske prófessor í norrænni og þýzkri málfræði við Cor- nell háskólann, sem þá var nýstofn- aður. Áður en hann tók við embætt- inu, ferðaðist hann til Egyptalands og Gyðingalands, og bætti þar enn við málakunnáttu sína. Á næstu árum jókst vegur Cornell mjög og var Fiske þakkað það öðrum mönnum fremur. Alltaf hélt hann íslandi á lofti og 1874 skrifaði hann lýsingar á þjóðhá- tíðinni og sendi amerískum blöðum, ■enda þótt hann kæmist ekki sjálfur til landsins og hefði aðeins blöð og bréf að styðjast við. Fimm árum síðar, 1879, rættist loks draumur Fiskes um að komast til Islands. Kom hann til Húsavíkur um miðjan júní, og ferðaðist þaðan um landið. Var hann þá þegar orðinn þjóðkunnur maður og honum tekið með virktum hvanætna. Eyfirðingar héldu honum veizlu og riðu með hon- um um héraðið, og hann heimsótti alla helztu sögustaði á leið sinni vest- ur og suður um land. I Reykjavík héldu þingmenn og landshöfðingi hon- Þetta er bókasafnsbygging Cornell hdskólans. Þarna er hið merkilega safn af islenzk- um bókum geymt. um veizlu og Grímur Thomsen mælti fyrir minni hans. Svaraði hann á ís- lenzku, en hér á landi talaði hann aldrei annað en mál landsmanna. Fiske kvaðst hafa lesið allar ferða- bækur frá íslandi, en sér finndist allt nýtt og öðru vísi „og miklu betra en þeim vitru herrum, ferðamönnunum, hafði fundizt". Fiske sýndi áhuga á hvers konar menningarmálum þjóð- arinnar. Hann hvatti til stofnunar fornleifafélags og sendi ýmsum bóka- gjafir. Sérstök vinátta tókst með hon- um og skólapiltum, og gekkst hann fyrir því, að lestrarfélagið Iþaka var stofnað og sendi því margt bóka. Er þannig tilkomin byggingin við hlið Menntaskólahússins, sem g,etið var í upphafi þessa máls. Þegar Fiske fór af landi burt, fluttu þeir Matthías og Steingrímur honum kvæði og hafði hanri mjög treyst vináttu sína við ís- lendinga með heimsókninni. Nú lá Ieið Fiskes til Suðurlanda, en hann hélt áfram að starfa fyrir ís- lendinga og skrifaði meðal annars margar greinar eftir Jón Sigurðsson látinn, bæði í þýzk og amerísk blöð. Hélt hann áfram að kaupa íslenzkar bækur, blöð og ritlinga og hafði ýmis spjót úti til þess. (Fhr. á bls. 20). 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.