Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 11
 Óánægjan með rekstur Kaupfélags Ólafsvíkur og Hraðfrystihússins verða því að miklu leyti þess valdandi, að stofnað er nýtt kaupfélag í þessu litla þorpi. Fyrstu daga ársins 1943 ganga á- hugamenn á milli vinstri manna þorpsins og ræða hin nýju viðhorf. Þann 4. janúar 1943 er boðað til undirbúningsfundar að stofnun kaup- félags í Ólafsvík. Fundurinn var hald- inn í Garðarshúsi á heimili Víglundar Jónssonar útgerðarmanns. Þar mættu 39 menn. Framsögu um málið höfðu þeir Sveinn Einarsson og Kristján Jensson. Margir tóku til máls og var einhugur um stofnun kaupfélags, er ræki verzlun og ynni að stofnun brauðgerðar, saumastofu og hrað- frystihúss. Skyldi leitað til S.Í.S. um fjárhagsaðstoð til kaupanna og öllum undirbúningi hraðað. Kosin var und- irbúningsnefnd, skipuð þessum mönn- um: Þorgils Stefánssyni, Sveini Ein- arssyni, Kristjáni Jenssyni, Alexand- er Stefánssyni og Tryggva Jónssyni. Einnig voru þeir Stefán Kristjánsson, Víglundur Jónsson og Jónas Þor- valdsson kosnir til þess að eiga við- ræður við F.G.L. og tryggja húsa- kaupin. Næstu mánuði var unnið að ýms- um undirbúningi málsins. Þann 15. marz kom Olafur Jóhannesson lög- fræðingur til Ólafsvíkur á vegum S.Í.S. Átti hann viðræður við undir- búningsnefndina og kynnti sér að- stæður allar. Með honum skrifar nefndin bréf til Sambandsins, þar sem hún lýsir þörfinni fyrir kaupfélags- stofnun og fer fram á fjárhagsaðstoð til kaupa á húseignum F.G.L. Þann 30. marz berst svohljóðandi símskejrti frá S.Í.S.: „Sambandið veitir væntanlegu kaupfélagi í Ólafsvík 65 þúsund krón- ur til kaupa á eignum F.G.L. með eft- irtöldum skilyrðum: I. Kaupfélagið setji eignirnar að veði fyrir láninu að fyrsta veðrétti. II. Kaupfélagið út- vegi með framlagi frá félagsmönnum eða á annan hátt 35 þúsund krónur til reksturs félagsins og nauðsynleg- ustu viðgerða á húseign.“ Daginn eftir, 31. marz, er svo boð- að til stofnfundar. Fundurinn var haldinn á sama stað og undirbúnings- fundurinn. Þar mættu allir, er verið höfðu á fyrri fundinum, að undan- teknum tveimur piltum, er farizt höfðu í sjó um veturinn: Það voru þeir sjómennirnir Trausti Guðmunds- son og Friðjón Helgason. Minntist fundarstjórinn, Stefán Kristjánsson, þeirra í upphafi fundarins. Tveir eða þrír höfðu bætzt við. Þorgils Stefánsson skýrði fiá störf- um undirbúningsnefndar. Var sem fyrr algjör einhugur um félagsstofn- unina og tjáðu menn sig fúsa til þess að láta fé af hendi rakna, þrátt fyrir mjög þröngan efnahag flestra. Félag- ið skyldi reka verzlun, vinna að stofnun brauðgerðar, saumastofu og hraðfrystihúss. Samþykkt var, að fé- lagið gengi í S.Í.S. eins fljótt .og kost- ur væri. Félagið hlaut nafnið „Kaup- félagið Dagsbrún“. Stofnendur voru 40. Fyrstu stjórn skipuðu: Stefán Kristjánsson, Guðmundur Jensson, Lárus Sveinsson, Víglundur Jónsson og Þorgils Stefánsson. Varastjórn: Kjartan Þorsteinsson, Kristján Jens- son og Tryggvi Jónsson. Endurskoð- endur: Jónas Þorvaldsson og Þórður Kristjánsson. Lárus Sveinsson og Sigurður bróð- ir hans fórust með skipi sínu í sept- ember 1947, báðir efnilegir atorku- menn, er voru byggðarlaginu harm- dauði. í stað Lárusar var kosinn Sveinn Einarsson og síðar, er hann baðst undan endurkosningu, var Kristján Jensson kjörinn. Stefáni og Víglundi var falið prókúruumboð til bráðabirgða. Stefáni var falið að fara til Reykjavíkur og ganga frá kaup- um húseignanna, undirskrifa láns- (Frh. d bls. 18). 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.